Höfuðhögg frekar en heilahristingur sem valda heilakvilla Kjartan Kjartansson skrifar 19. janúar 2018 11:33 Ítrekuð höfuðhögg geta leitt til heilahrörnunarsjúkdómsins CTE. Hann hefur dregið ruðningsmenn í Bandaríkjunum til dauða. Vísir/Getty Bandarískir vísindamenn hafa komist að þeirri niðurstöðu að það séu höfuðhögg frekar en heilahristingur sem orsaka svonefndan heilakvilla sem hrjáir suma ruðningsleikmenn, knattspyrnumenn og aðrir íþróttamenn sem verða fyrir ítrekuðum höggum á ferlinum. Mikið hefur verið rætt um svonefndan CTE-heilakvilla í tengslum við bandarísku ruðningsíþróttina. Ruðningsmenn hafa látist fyrir aldur fram vegna taugahrörnunar sem tengd hefur verið við höfuðhögg. Í fyrstu var talið líklegt að heilahristingur ylli kvillanum. Einkenni CTE geta verið minnistap, kvíði, þunglyndi, aukin árásarhneigð og erfiðleikar með að stjórna hvötum, sjálfsvígshugsanir og vitglöp. NFL-ruðningsdeildin í Bandaríkjunum hefur verið sökuð um að fela áhrif höfuðhögga á leikmenn og neyddist til að greiða þúsundum þeirra milljarða dollara. Ný rannsókn vísindamanna læknaskóla Boston-háskóla leiðir hins vegar annað í ljós. Höfuðhöggin séu orsakavaldurinn. „Heilahristingurinn skiptir í raun engu til að kveikja CTE. Það er raunverulega höggið sem telur,“ segir Lee Goldstein, aðstoðarprófessor við skólann og einn höfunda rannsóknarinnar, við Washington Post.Halda áfram eftir vægari höfuðhöggGoldstein telur niðurstöðurnar skýra hvers vegna fimmtungur íþróttamanna sem þjást af CTE hefur aldrei verið greindur með heilahristing. Áherslan á heilahristing verði til þess að litið sé fram hjá skaðanum sem þeir sem fá ítrekuð vægari höfuðhögg verði fyrir. „Það eru margir leikmenn sem verða fyrir höggi, slasast og fá ekki hjálp vegna þess að það er ljóst að höggin hafi ekki náð alvarleika heilahristings. Heilinn á þeim er ekki í góðu ástandi og þeir halda áfram og fá annað högg og enn annað,“ segir Goldstein. Það eru ekki aðeins íþróttamenn og hermenn sem eru í hættu af þessum sökum að mati Goldstein heldur fólk almennt, ekki síst fórnarlömb heimilisofbeldis, fangar og heimilislausir. NFL Tengdar fréttir UEFA rannsakar tengsl á milli fótbolta og heilabilunar Eins og Vísir greindi frá í gær þá hafa fundist vísbendingar um að knattspyrnumenn sem skalla boltann mikið geti glímt við heilabilun síðar um ævina. 16. febrúar 2017 15:45 Heilaskaði algengur meðal NFL-leikmanna Ný rannsókn gefur til kynna að fjölmargir NFL-leikmenn verði fyrir heilaskaða. 26. júlí 2017 23:30 Yfirvöld staðfesta sjálfsvíg | Heili Hernandez gefinn til rannsóknar Yfirvöld í Massachusettes-fylki hafa staðfest að ekki sé vafi á því að Aaron Hernandez hafi svipt sig lífi. Lögfræðingar hans höfðu lýst yfir efasemdum um að það væri satt. 21. apríl 2017 15:45 NFL-leikmaður glímir við minnistap Leikmenn í NFL-deildinni eiga það á hættu að glíma við margskonar vandamál er ferli þeirra lýkur þar sem íþróttin er það hörð og fáir labba óskaddaðir út um dyrnar hjá deildinni. 27. apríl 2017 16:30 Ætlar að gefa heilann til rannsókna Fyrrum NFL-leikmaðurinn Warren Sapp tilkynnti í gær að hann myndi gefa heilann sinn til rannsókna er hann deyr. Hann óttast að vera með CTE. 21. júní 2017 20:15 Heili Hernandez var illa skaddaður Rannsóknir á heila morðingjans Aaron Hernandez, fyrrum leikmanni New England Patriots, hafa leitt í ljós miklar skemmdir á heilanum. Hann var með CTE eins og svo margir aðrir leikmenn deildarinnar. 21. september 2017 21:30 Knattspyrnumenn geta orðið fyrir sama heilaskaða og leikmenn í NFL Í fyrsta sinn er búið að gera rannsókn á því hvort að knattspyrnumenn geti orðið fyrir heilaskaða af því að skalla boltann í áratugi. 15. febrúar 2017 10:45 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Sjá meira
Bandarískir vísindamenn hafa komist að þeirri niðurstöðu að það séu höfuðhögg frekar en heilahristingur sem orsaka svonefndan heilakvilla sem hrjáir suma ruðningsleikmenn, knattspyrnumenn og aðrir íþróttamenn sem verða fyrir ítrekuðum höggum á ferlinum. Mikið hefur verið rætt um svonefndan CTE-heilakvilla í tengslum við bandarísku ruðningsíþróttina. Ruðningsmenn hafa látist fyrir aldur fram vegna taugahrörnunar sem tengd hefur verið við höfuðhögg. Í fyrstu var talið líklegt að heilahristingur ylli kvillanum. Einkenni CTE geta verið minnistap, kvíði, þunglyndi, aukin árásarhneigð og erfiðleikar með að stjórna hvötum, sjálfsvígshugsanir og vitglöp. NFL-ruðningsdeildin í Bandaríkjunum hefur verið sökuð um að fela áhrif höfuðhögga á leikmenn og neyddist til að greiða þúsundum þeirra milljarða dollara. Ný rannsókn vísindamanna læknaskóla Boston-háskóla leiðir hins vegar annað í ljós. Höfuðhöggin séu orsakavaldurinn. „Heilahristingurinn skiptir í raun engu til að kveikja CTE. Það er raunverulega höggið sem telur,“ segir Lee Goldstein, aðstoðarprófessor við skólann og einn höfunda rannsóknarinnar, við Washington Post.Halda áfram eftir vægari höfuðhöggGoldstein telur niðurstöðurnar skýra hvers vegna fimmtungur íþróttamanna sem þjást af CTE hefur aldrei verið greindur með heilahristing. Áherslan á heilahristing verði til þess að litið sé fram hjá skaðanum sem þeir sem fá ítrekuð vægari höfuðhögg verði fyrir. „Það eru margir leikmenn sem verða fyrir höggi, slasast og fá ekki hjálp vegna þess að það er ljóst að höggin hafi ekki náð alvarleika heilahristings. Heilinn á þeim er ekki í góðu ástandi og þeir halda áfram og fá annað högg og enn annað,“ segir Goldstein. Það eru ekki aðeins íþróttamenn og hermenn sem eru í hættu af þessum sökum að mati Goldstein heldur fólk almennt, ekki síst fórnarlömb heimilisofbeldis, fangar og heimilislausir.
NFL Tengdar fréttir UEFA rannsakar tengsl á milli fótbolta og heilabilunar Eins og Vísir greindi frá í gær þá hafa fundist vísbendingar um að knattspyrnumenn sem skalla boltann mikið geti glímt við heilabilun síðar um ævina. 16. febrúar 2017 15:45 Heilaskaði algengur meðal NFL-leikmanna Ný rannsókn gefur til kynna að fjölmargir NFL-leikmenn verði fyrir heilaskaða. 26. júlí 2017 23:30 Yfirvöld staðfesta sjálfsvíg | Heili Hernandez gefinn til rannsóknar Yfirvöld í Massachusettes-fylki hafa staðfest að ekki sé vafi á því að Aaron Hernandez hafi svipt sig lífi. Lögfræðingar hans höfðu lýst yfir efasemdum um að það væri satt. 21. apríl 2017 15:45 NFL-leikmaður glímir við minnistap Leikmenn í NFL-deildinni eiga það á hættu að glíma við margskonar vandamál er ferli þeirra lýkur þar sem íþróttin er það hörð og fáir labba óskaddaðir út um dyrnar hjá deildinni. 27. apríl 2017 16:30 Ætlar að gefa heilann til rannsókna Fyrrum NFL-leikmaðurinn Warren Sapp tilkynnti í gær að hann myndi gefa heilann sinn til rannsókna er hann deyr. Hann óttast að vera með CTE. 21. júní 2017 20:15 Heili Hernandez var illa skaddaður Rannsóknir á heila morðingjans Aaron Hernandez, fyrrum leikmanni New England Patriots, hafa leitt í ljós miklar skemmdir á heilanum. Hann var með CTE eins og svo margir aðrir leikmenn deildarinnar. 21. september 2017 21:30 Knattspyrnumenn geta orðið fyrir sama heilaskaða og leikmenn í NFL Í fyrsta sinn er búið að gera rannsókn á því hvort að knattspyrnumenn geti orðið fyrir heilaskaða af því að skalla boltann í áratugi. 15. febrúar 2017 10:45 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Sjá meira
UEFA rannsakar tengsl á milli fótbolta og heilabilunar Eins og Vísir greindi frá í gær þá hafa fundist vísbendingar um að knattspyrnumenn sem skalla boltann mikið geti glímt við heilabilun síðar um ævina. 16. febrúar 2017 15:45
Heilaskaði algengur meðal NFL-leikmanna Ný rannsókn gefur til kynna að fjölmargir NFL-leikmenn verði fyrir heilaskaða. 26. júlí 2017 23:30
Yfirvöld staðfesta sjálfsvíg | Heili Hernandez gefinn til rannsóknar Yfirvöld í Massachusettes-fylki hafa staðfest að ekki sé vafi á því að Aaron Hernandez hafi svipt sig lífi. Lögfræðingar hans höfðu lýst yfir efasemdum um að það væri satt. 21. apríl 2017 15:45
NFL-leikmaður glímir við minnistap Leikmenn í NFL-deildinni eiga það á hættu að glíma við margskonar vandamál er ferli þeirra lýkur þar sem íþróttin er það hörð og fáir labba óskaddaðir út um dyrnar hjá deildinni. 27. apríl 2017 16:30
Ætlar að gefa heilann til rannsókna Fyrrum NFL-leikmaðurinn Warren Sapp tilkynnti í gær að hann myndi gefa heilann sinn til rannsókna er hann deyr. Hann óttast að vera með CTE. 21. júní 2017 20:15
Heili Hernandez var illa skaddaður Rannsóknir á heila morðingjans Aaron Hernandez, fyrrum leikmanni New England Patriots, hafa leitt í ljós miklar skemmdir á heilanum. Hann var með CTE eins og svo margir aðrir leikmenn deildarinnar. 21. september 2017 21:30
Knattspyrnumenn geta orðið fyrir sama heilaskaða og leikmenn í NFL Í fyrsta sinn er búið að gera rannsókn á því hvort að knattspyrnumenn geti orðið fyrir heilaskaða af því að skalla boltann í áratugi. 15. febrúar 2017 10:45