Laun fyrir leik í Woody Allen mynd renna til góðgerðarmála Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 16. janúar 2018 12:12 Timothée Chalamet segist ekki vilja græða á hlutverki sínu í kvikmynd Woody Allen. Vísir/Getty Leikarinn Timothée Chalamet er nýjasti leikarinn til að afneita Woody Allen. Hann hefur tilkynnt að hann muni gefa öll laun sín vegna hlutverks í næstu mynd Allen til Time‘s Up hreyfingarinnar sem berst gegn kynferðisofbeldi og kynferðislegri áreitni og annarra góðgerðarmála. Chalamet, sem er 22 ára gamall, er einn þeirra sem vakti athygli á Time‘s Up hreyfingunni á Golden Globe verðlaunahátíðinni í byrjun mánaðar. Chalamet er tilnefndur til fjölda verðlauna fyrir hlutverk sitt í myndinni Call Me By Your Name en hefur verið gagnrýndur fyrir næsta hlutverk sitt í myndinni Rainy Day sem Allen leikstýrði og verður frumsýnd seinna á þessu ári. Dylan Farrow, ættleidd dóttir Woody Allen segir hann hafa brotið gegn henni kynferðislega þegar hún var sjö ára gömul. Hún greindi fyrst frá málinu í opnu bréfi sem birtist í New York Times árið 2014. Farrow hefur löngum gagnrýnt leikara sem kjósa að vinna með föður hennar og þá sérstaklega í kjölfar MeToo byltingarinnar. Mia Farrow ásamt Dylan Farrow.Vísir/Getty Chalamet bætist nú í hóp nokkurra leikara sem hafa stigið fram og sagst sjá eftir því að taka að sér hlutverk í myndum Allen. Meðal þeirra eru Mira Sorvino, Greta Gerwig, Ellen Page, David Krumholtz og Rebecca Hall, en Hall fór einnig með hlutverk í nýjustu mynd Allen. Vill geta staðið við hlið baráttufólks Chalamet tilkynnti um ákvörðun sína á Instagram síðu sinni í gær. Þar segir hann að á síðasta ári hafi viðhorf hans breyst til ýmissa hluta og hann hafi lært margt. „Ég hef, hingað til, valið verkefni frá sjónarhorni ungs leikara sem reynir að stíga í spor mér reyndari leikara sem ég dáist að. En ég er að læra að gott hlutverk er ekki eina skilyrði til að samþykkja verkefni – það hefur orðið mér mun ljósara síðustu mánuði, eftir að hafa orðið vitni að kraftmikilli baráttu til að binda endi á óréttlæti, ójafnrétti og umfram allt, þögn,“ skrifar Chalamet. „Ég hef í nokkrum viðtölum verið spurður um ákvörðun mína að vinna að kvikmynd með Woody Allen síðasta sumar. Þeim spurningum get ég ekki svarað beint vegna samninga sem ég hef skrifað undir. En það sem ég get sagt er þetta: Ég vil ekki græða á vinnu minni við myndina.“ Chalamet segist þess vegna hafa ákveðið að gefa féð til þriggja góðgerðasamtaka, Time‘s Up, hinsegin samtaka í New York og RAINN, samtaka sem berjast gegn kynferðisofbeldi í Bandaríkjunum. „Ég vil vera þess verðugur að standa við hlið þeirra hugrökku listamanna sem berjast fyrir því að komið sé fram við alla af virðingu og sæmd líkt og þeir eiga skilið.“ A post shared by Timothée Chalamet (@tchalamet) on Jan 15, 2018 at 8:51pm PST MeToo Mál Woody Allen Tengdar fréttir Dóttir Woody Allen hefur fengið nóg af hræsni þeirra sem kjósa að starfa með föður hennar "Ég á erfitt með að skilja hvernig kona, sem trúir því að Woody Allen sé valdeflandi fyrir konur, geti tekið sér hlutverk baráttukonu fyrir konur sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi.“ 9. janúar 2018 14:25 Mira Sorvino biðst fyrirgefningar á samstarfi við Woody Allen Leikkonan Mira Sorvino hefur skrifað opið bréf til Dylan Farrow, dóttur Woody Allen, þar sem hún segist sjá eftir því að hafa unnið með leikstjóranum. 11. janúar 2018 20:34 Greta Gerwig tjáir sig um Woody Allen: „Ég mun aldrei vinna fyrir hann aftur“ Leikstjórinn og leikkonan Greta Gerwig hefur tjáð sig um þá staðreynd að hún lék í mynd Woody Allen To Rome with Love árið 2012. 10. janúar 2018 14:30 Mest lesið Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Fleiri fréttir Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Sjá meira
Leikarinn Timothée Chalamet er nýjasti leikarinn til að afneita Woody Allen. Hann hefur tilkynnt að hann muni gefa öll laun sín vegna hlutverks í næstu mynd Allen til Time‘s Up hreyfingarinnar sem berst gegn kynferðisofbeldi og kynferðislegri áreitni og annarra góðgerðarmála. Chalamet, sem er 22 ára gamall, er einn þeirra sem vakti athygli á Time‘s Up hreyfingunni á Golden Globe verðlaunahátíðinni í byrjun mánaðar. Chalamet er tilnefndur til fjölda verðlauna fyrir hlutverk sitt í myndinni Call Me By Your Name en hefur verið gagnrýndur fyrir næsta hlutverk sitt í myndinni Rainy Day sem Allen leikstýrði og verður frumsýnd seinna á þessu ári. Dylan Farrow, ættleidd dóttir Woody Allen segir hann hafa brotið gegn henni kynferðislega þegar hún var sjö ára gömul. Hún greindi fyrst frá málinu í opnu bréfi sem birtist í New York Times árið 2014. Farrow hefur löngum gagnrýnt leikara sem kjósa að vinna með föður hennar og þá sérstaklega í kjölfar MeToo byltingarinnar. Mia Farrow ásamt Dylan Farrow.Vísir/Getty Chalamet bætist nú í hóp nokkurra leikara sem hafa stigið fram og sagst sjá eftir því að taka að sér hlutverk í myndum Allen. Meðal þeirra eru Mira Sorvino, Greta Gerwig, Ellen Page, David Krumholtz og Rebecca Hall, en Hall fór einnig með hlutverk í nýjustu mynd Allen. Vill geta staðið við hlið baráttufólks Chalamet tilkynnti um ákvörðun sína á Instagram síðu sinni í gær. Þar segir hann að á síðasta ári hafi viðhorf hans breyst til ýmissa hluta og hann hafi lært margt. „Ég hef, hingað til, valið verkefni frá sjónarhorni ungs leikara sem reynir að stíga í spor mér reyndari leikara sem ég dáist að. En ég er að læra að gott hlutverk er ekki eina skilyrði til að samþykkja verkefni – það hefur orðið mér mun ljósara síðustu mánuði, eftir að hafa orðið vitni að kraftmikilli baráttu til að binda endi á óréttlæti, ójafnrétti og umfram allt, þögn,“ skrifar Chalamet. „Ég hef í nokkrum viðtölum verið spurður um ákvörðun mína að vinna að kvikmynd með Woody Allen síðasta sumar. Þeim spurningum get ég ekki svarað beint vegna samninga sem ég hef skrifað undir. En það sem ég get sagt er þetta: Ég vil ekki græða á vinnu minni við myndina.“ Chalamet segist þess vegna hafa ákveðið að gefa féð til þriggja góðgerðasamtaka, Time‘s Up, hinsegin samtaka í New York og RAINN, samtaka sem berjast gegn kynferðisofbeldi í Bandaríkjunum. „Ég vil vera þess verðugur að standa við hlið þeirra hugrökku listamanna sem berjast fyrir því að komið sé fram við alla af virðingu og sæmd líkt og þeir eiga skilið.“ A post shared by Timothée Chalamet (@tchalamet) on Jan 15, 2018 at 8:51pm PST
MeToo Mál Woody Allen Tengdar fréttir Dóttir Woody Allen hefur fengið nóg af hræsni þeirra sem kjósa að starfa með föður hennar "Ég á erfitt með að skilja hvernig kona, sem trúir því að Woody Allen sé valdeflandi fyrir konur, geti tekið sér hlutverk baráttukonu fyrir konur sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi.“ 9. janúar 2018 14:25 Mira Sorvino biðst fyrirgefningar á samstarfi við Woody Allen Leikkonan Mira Sorvino hefur skrifað opið bréf til Dylan Farrow, dóttur Woody Allen, þar sem hún segist sjá eftir því að hafa unnið með leikstjóranum. 11. janúar 2018 20:34 Greta Gerwig tjáir sig um Woody Allen: „Ég mun aldrei vinna fyrir hann aftur“ Leikstjórinn og leikkonan Greta Gerwig hefur tjáð sig um þá staðreynd að hún lék í mynd Woody Allen To Rome with Love árið 2012. 10. janúar 2018 14:30 Mest lesið Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Fleiri fréttir Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Sjá meira
Dóttir Woody Allen hefur fengið nóg af hræsni þeirra sem kjósa að starfa með föður hennar "Ég á erfitt með að skilja hvernig kona, sem trúir því að Woody Allen sé valdeflandi fyrir konur, geti tekið sér hlutverk baráttukonu fyrir konur sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi.“ 9. janúar 2018 14:25
Mira Sorvino biðst fyrirgefningar á samstarfi við Woody Allen Leikkonan Mira Sorvino hefur skrifað opið bréf til Dylan Farrow, dóttur Woody Allen, þar sem hún segist sjá eftir því að hafa unnið með leikstjóranum. 11. janúar 2018 20:34
Greta Gerwig tjáir sig um Woody Allen: „Ég mun aldrei vinna fyrir hann aftur“ Leikstjórinn og leikkonan Greta Gerwig hefur tjáð sig um þá staðreynd að hún lék í mynd Woody Allen To Rome with Love árið 2012. 10. janúar 2018 14:30