Jón Páll hefur látið til sín taka í baráttu gegn nauðgunum Jakob Bjarnar skrifar 10. janúar 2018 14:14 Jón Páll Eyjólfsson fyrrverandi leikhússtjóri LA var látinn fara vegna ásakana um kynferðislega áreitni eða ofbeldi. Eins og Vísir greindi frá í morgun var Jón Páll Eyjólfsson leikhússtjóri látinn fara umsvifalaust frá Leikfélagi Akureyrar. Í yfirlýsingu stjórnar og framkvæmdastjóra Menningarfélags Akureyrar byggir sú ákvörðun á því að ekki ríkir lengur traust um hans störf hjá félaginu. Þuríður Helga Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri MAk vildi ekki tjá sig um uppsögnina „þar sem hún er persónulegs eðlis.“ Snýst um atvik fyrir áratug Vísir náði tali af Jóni Páli í morgun en hann vildi bíða með að tjá sig um málið þar til umrædd yfirlýsing lægi fyrir. En, Vísi hefur ekki tekist að ná tali af honum eftir það. Hann staðfesti hins vegar í stuttu samtali við mbl.is að uppsögnin tengdist #metoo-byltingunni, sem þýðir þá að fyrir liggur ásökun á hendur honum um kynferðislega áreitni eða ofbeldi. „Jón segir að málið snúist um atburð sem gerðist fyrir áratug og var ekki innan leikhússins. Fyrir fimm árum hafi, að frumkvæði þolandans, verið unnið að sátt í málinu og stefnt hafi verið að henni þegar #metoo-byltingin fór í gang. Segist hann hafa gert framkvæmdastjóra Menningarfélags Akureyrar grein fyrir stöðunni strax. Hann vill þó ekki nánar tjá sig um málið.“ Jón Páll var í hópi karlmanna sem vildi berjast gegn nauðgaramenningu 2012 og lét hann mjög til sín taka í viðtali við Fréttatímann um málið. Jón Páll sagði sig frá störfum leikhússtjóra í desember sagði þá, í innblásnum pistli, ástæðuna rekstrarlegs eðlis. Ekki fengist fé til starfseminnar en hann ætlaði þó að kveðja með bravúr, eða leikstýra sýningunni „Sjeikspír eins og hann leggur sig“. Jón Páll sagði Vísi í morgun að ekkert yrði úr því að hann kæmi að því verkefni. Ekkert umburðarlyndi gagnvart nauðgurumÞessar fregnir nú koma flatt uppá marga, meðal annars vegna þess þegar Jón Páll hafði áður sagt upp störfum og ekki síður í ljósi þess að Jón Páll hefur látið til sín taka í baráttu gegn kynferðislegu ofbeldi. Þannig var hann í hópi karlmanna sem lét að sér kveða með afgerandi hætti og vildi segja „nauðganamenningu“, sem sögð var ríkja á Þjóðhátíð í Eyjum, stríð á hendur. Fréttatíminn heitinn fjallaði ítarlega um málið í janúar 2012 og ræddi við hópinn. Þar segir Jón Páll meðal annars: „Það ætti ekki að vera hægt að tala um vel heppnaða Þjóðhátíð þegar fimm nauðganir hafa verið tilkynntar. Hvar er þá verið að draga línuna? Því miður var ákveðið hugarfar afhjúpað í umræðunni eftir verslunarmannahelgi og það var fjallað um þetta eins og þetta væri ásættanlegt. Ef nauðganir eru ásættanlegur fórnarkostnaður á útihátíðum – hvað þarf þá margar til að fólki sé ofboðið. Þarf þrjár, átta eða tíu nauðganir? Mig langar ekki til að búa í samfélagi þar sem nauðganir eru ásættanlegar. Ein nauðgun er of mikið. Allir hljóta að vera sammála um það. Ég vil að minnsta kosti búa í samfélagi þar sem ein nauðgun er nóg til að öllum þyki hátíðin hrikalega misheppnuð.“ Ekki allir svo heppnir að velja kynjafræðiáfangannJón Páll var fyrirferðarmikill í viðtalinu sem Þóra Karítas skrifar, sem kann hugsanlega að vera sérkennilegt í ljósi þess að það er tekið árið 2012, fyrir sex árum en atvikið sem um ræðir segir hann vera fyrir áratug, en hann segir á öðrum stað í viðtalinu: „Þannig að það séu ekki bara þeir sem eru svo heppnir að velja kynjafræðiáfangann í menntaskóla eða háskóla sem vakni til meðvitundar. Ef það er hægt að selja okkur þá hugmynd að strigaskór lagi á þér rassinn þá ættum við líka að geta breytt viðhorfum í samfélaginu, sett ný siðferðishnit og markaðssett þá hugmynd að ekkert umburðarlyndi sé til staðar gagnvart nauðgunum.“ Menning MeToo Mest lesið Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Fleiri fréttir Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Sjá meira
Eins og Vísir greindi frá í morgun var Jón Páll Eyjólfsson leikhússtjóri látinn fara umsvifalaust frá Leikfélagi Akureyrar. Í yfirlýsingu stjórnar og framkvæmdastjóra Menningarfélags Akureyrar byggir sú ákvörðun á því að ekki ríkir lengur traust um hans störf hjá félaginu. Þuríður Helga Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri MAk vildi ekki tjá sig um uppsögnina „þar sem hún er persónulegs eðlis.“ Snýst um atvik fyrir áratug Vísir náði tali af Jóni Páli í morgun en hann vildi bíða með að tjá sig um málið þar til umrædd yfirlýsing lægi fyrir. En, Vísi hefur ekki tekist að ná tali af honum eftir það. Hann staðfesti hins vegar í stuttu samtali við mbl.is að uppsögnin tengdist #metoo-byltingunni, sem þýðir þá að fyrir liggur ásökun á hendur honum um kynferðislega áreitni eða ofbeldi. „Jón segir að málið snúist um atburð sem gerðist fyrir áratug og var ekki innan leikhússins. Fyrir fimm árum hafi, að frumkvæði þolandans, verið unnið að sátt í málinu og stefnt hafi verið að henni þegar #metoo-byltingin fór í gang. Segist hann hafa gert framkvæmdastjóra Menningarfélags Akureyrar grein fyrir stöðunni strax. Hann vill þó ekki nánar tjá sig um málið.“ Jón Páll var í hópi karlmanna sem vildi berjast gegn nauðgaramenningu 2012 og lét hann mjög til sín taka í viðtali við Fréttatímann um málið. Jón Páll sagði sig frá störfum leikhússtjóra í desember sagði þá, í innblásnum pistli, ástæðuna rekstrarlegs eðlis. Ekki fengist fé til starfseminnar en hann ætlaði þó að kveðja með bravúr, eða leikstýra sýningunni „Sjeikspír eins og hann leggur sig“. Jón Páll sagði Vísi í morgun að ekkert yrði úr því að hann kæmi að því verkefni. Ekkert umburðarlyndi gagnvart nauðgurumÞessar fregnir nú koma flatt uppá marga, meðal annars vegna þess þegar Jón Páll hafði áður sagt upp störfum og ekki síður í ljósi þess að Jón Páll hefur látið til sín taka í baráttu gegn kynferðislegu ofbeldi. Þannig var hann í hópi karlmanna sem lét að sér kveða með afgerandi hætti og vildi segja „nauðganamenningu“, sem sögð var ríkja á Þjóðhátíð í Eyjum, stríð á hendur. Fréttatíminn heitinn fjallaði ítarlega um málið í janúar 2012 og ræddi við hópinn. Þar segir Jón Páll meðal annars: „Það ætti ekki að vera hægt að tala um vel heppnaða Þjóðhátíð þegar fimm nauðganir hafa verið tilkynntar. Hvar er þá verið að draga línuna? Því miður var ákveðið hugarfar afhjúpað í umræðunni eftir verslunarmannahelgi og það var fjallað um þetta eins og þetta væri ásættanlegt. Ef nauðganir eru ásættanlegur fórnarkostnaður á útihátíðum – hvað þarf þá margar til að fólki sé ofboðið. Þarf þrjár, átta eða tíu nauðganir? Mig langar ekki til að búa í samfélagi þar sem nauðganir eru ásættanlegar. Ein nauðgun er of mikið. Allir hljóta að vera sammála um það. Ég vil að minnsta kosti búa í samfélagi þar sem ein nauðgun er nóg til að öllum þyki hátíðin hrikalega misheppnuð.“ Ekki allir svo heppnir að velja kynjafræðiáfangannJón Páll var fyrirferðarmikill í viðtalinu sem Þóra Karítas skrifar, sem kann hugsanlega að vera sérkennilegt í ljósi þess að það er tekið árið 2012, fyrir sex árum en atvikið sem um ræðir segir hann vera fyrir áratug, en hann segir á öðrum stað í viðtalinu: „Þannig að það séu ekki bara þeir sem eru svo heppnir að velja kynjafræðiáfangann í menntaskóla eða háskóla sem vakni til meðvitundar. Ef það er hægt að selja okkur þá hugmynd að strigaskór lagi á þér rassinn þá ættum við líka að geta breytt viðhorfum í samfélaginu, sett ný siðferðishnit og markaðssett þá hugmynd að ekkert umburðarlyndi sé til staðar gagnvart nauðgunum.“
Menning MeToo Mest lesið Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Fleiri fréttir Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Sjá meira