Assange "meira en óþægindi“ fyrir ríkisstjórn Ekvadors Kjartan Kjartansson skrifar 22. janúar 2018 19:34 Ekvadorinn Julian Assange á heimili sínu í sendiráði Ekvador í London. Vísir/AFP Lenin Moreno, forseti Ekvadors, lýsir Julian Assange, stofnanda Wikileaks, sem vandamáli sem stjórn hans hefur „fengið í arf“. Assange hafi verið „meira en óþægindi“ fyrir ríkisstjórn hans, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Assange hefur búið í sendiráði Ekvadors í London í fimm og hálft ár eftir að hann sótti um pólitískt hæli þar. Þrátt fyrir að rannsókn á nauðgun í Svíþjóð hafi verið látin falla niður hefur Assange ekki hætt sér úr sendiráðinu af ótta við að hann verði framseldur til Bandaríkjanna. Þar hefur Assange haldið áfram að birta efni á Wikileaks, þar á meðal tölvupósta Demókrataflokksins í Bandaríkjunum í aðdraganda forsetakosninganna þar árið 2016, þrátt fyrir að Moreno hafi varað hann við að skipta sér ekki af stjórnmálum í Ekvador eða vinalöndum þess. Rafael Correa, forveri Moreno, veitti Assange hæli. Ríkisstjórn Moreno hefur sagt að hún muni áfram veita Assange hæli en hefur einnig reynt að koma honum úr sendiráðinu án þess að hann verði handtekinn og sendur til Bandaríkjanna. Assange fékk ríkisborgararétt í Ekvador í desember. Bresk stjórnvöld höfnuðu hins vegar að veita Assange réttindi sem sendifulltrúi Ekvador. Þau hefðu veitt Asssange friðhelgi. Moreno sagðist í sjónvarpsviðtali í gær vera vonsvikinn með viðbrögð Breta. „Þetta hefði verið góð niðurstaða. Því miður gengu hlutirnir ekki eftir eins og utanríkisráðuneytið hafði áætlað þannig að vandamálið er enn til staðar,“ sagði Moreno sem ætlar að leita eftir aðstoð „mikilvægs fólks“ til að leysa vandamálið með Assange. Ekvador Suður-Ameríka Tengdar fréttir Veittu Assange ríkisborgararétt Yfirvöld Ekvadór báðu Breta um að viðurkenna Julian Assange sem erindreka svo hann gæti yfirgefið sendiráð þeirra í London. Beiðninni var hafnað. 11. janúar 2018 18:23 Skoða leiðir til að koma Assange úr sendiráðinu Julian Assange, stofnandi Wikileaks, hefur haldið til í sendiráði Ekvador í London í fimm og hálft ár. 9. janúar 2018 21:10 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Lenin Moreno, forseti Ekvadors, lýsir Julian Assange, stofnanda Wikileaks, sem vandamáli sem stjórn hans hefur „fengið í arf“. Assange hafi verið „meira en óþægindi“ fyrir ríkisstjórn hans, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Assange hefur búið í sendiráði Ekvadors í London í fimm og hálft ár eftir að hann sótti um pólitískt hæli þar. Þrátt fyrir að rannsókn á nauðgun í Svíþjóð hafi verið látin falla niður hefur Assange ekki hætt sér úr sendiráðinu af ótta við að hann verði framseldur til Bandaríkjanna. Þar hefur Assange haldið áfram að birta efni á Wikileaks, þar á meðal tölvupósta Demókrataflokksins í Bandaríkjunum í aðdraganda forsetakosninganna þar árið 2016, þrátt fyrir að Moreno hafi varað hann við að skipta sér ekki af stjórnmálum í Ekvador eða vinalöndum þess. Rafael Correa, forveri Moreno, veitti Assange hæli. Ríkisstjórn Moreno hefur sagt að hún muni áfram veita Assange hæli en hefur einnig reynt að koma honum úr sendiráðinu án þess að hann verði handtekinn og sendur til Bandaríkjanna. Assange fékk ríkisborgararétt í Ekvador í desember. Bresk stjórnvöld höfnuðu hins vegar að veita Assange réttindi sem sendifulltrúi Ekvador. Þau hefðu veitt Asssange friðhelgi. Moreno sagðist í sjónvarpsviðtali í gær vera vonsvikinn með viðbrögð Breta. „Þetta hefði verið góð niðurstaða. Því miður gengu hlutirnir ekki eftir eins og utanríkisráðuneytið hafði áætlað þannig að vandamálið er enn til staðar,“ sagði Moreno sem ætlar að leita eftir aðstoð „mikilvægs fólks“ til að leysa vandamálið með Assange.
Ekvador Suður-Ameríka Tengdar fréttir Veittu Assange ríkisborgararétt Yfirvöld Ekvadór báðu Breta um að viðurkenna Julian Assange sem erindreka svo hann gæti yfirgefið sendiráð þeirra í London. Beiðninni var hafnað. 11. janúar 2018 18:23 Skoða leiðir til að koma Assange úr sendiráðinu Julian Assange, stofnandi Wikileaks, hefur haldið til í sendiráði Ekvador í London í fimm og hálft ár. 9. janúar 2018 21:10 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Veittu Assange ríkisborgararétt Yfirvöld Ekvadór báðu Breta um að viðurkenna Julian Assange sem erindreka svo hann gæti yfirgefið sendiráð þeirra í London. Beiðninni var hafnað. 11. janúar 2018 18:23
Skoða leiðir til að koma Assange úr sendiráðinu Julian Assange, stofnandi Wikileaks, hefur haldið til í sendiráði Ekvador í London í fimm og hálft ár. 9. janúar 2018 21:10