Frans páfi vill efla baráttu gegn ofbeldi Þórdís Valsdóttir skrifar 21. janúar 2018 10:31 Frans páfi er í vikulangri heimsókn í Suður Ameríku um þessar mundir. Vísir/getty Frans páfi er í heimsókn í Perú um þessar mundir og lagði orð í belg um ofbeldi gegn konum í Suður Ameríku. Páfinn segir ofbeldi sem konur verða fyrir í álfunni vera „plágu“ sem þarf að kljást við. BBC greinir frá. „Það eru svo mörg dæmi um ofbeldi sem þaggað er niður í á bakvið svo marga veggi,“ sagði Páfinn í messu í bænum Trujillo í Perú á laugardag. Helmingur þeirra 25 landa með hæstu tíðni morða á konum í heiminum eru í Suður Ameríku samkvæmt tölum frá Sameinuðu þjóðunum. „Ég biðla til ykkar að berjast gegn þessari uppsprettu þjáninga, þar á meðal með löggjöf og menningu sem hafnar hvers kyns ofbeldi,“ sagði Frans páfi.Móðgaði þolendur misnotkunar Frans páfi hefur verið í Perú frá því á fimmtudag eftir að hafa verið í Síle. Í Síle reitti páfinn þolendur misnotkunar til reiði með því að saka þolendurna um að rægja biskup í landinu. Þolendurnir sem voru misnotaðir af kaþólska prestsinum Fernando Kardima sökuðu biskupinn um að hylma yfir brotum prestsins. Páfinn sagði að „engar sannanir“ væru fyrir því að biskupinn, Juan Barros, hafi hylmt yfir með níðingsprestinum. „Það er ekki eitt einasta sönnungargagn gegn honum. Þetta er allt rógur. Er það skilið?,“ sagði páfinn. Hann sagði einnig við blaðamenn á svæðinu að hann myndi ræða málið frekar ef einhver sönnunargögn gegn Barros kæmu upp á yfirborðið. Níðingspresturinn Kardima var sakaður um að hafa misnotað fjölda unglingsstráka í höfuðborginni Santiago frá árinu 1980. Vatíkanið dæmdi hann sekann árið 2011 og dæmdi hann til lífslangrar betrunar og bæna. Kardima var ekki sóttur til saka í Síle því brotin voru fyrnd. Þolendur Kardima hafa borið vitni um að Barros biskup hafi verið vitni að misnotkuninni. „Það sem páfinn hefur gert hérna í dag er móðgandi og særandi, ekki einungis við okkur, heldur alla sem vilja binda enda á misnotkun,“ sagði einn þolenda Kardima í viðtali við BBC. Chile Suður-Ameríka Trúmál Tengdar fréttir Páfi ætlar að hitta fórnarlömb Pinochet í Síle Um þrjú þúsund manns voru myrtir eða látnir hverfa í Síle í valdatíð einræðisherrans Augusto Pinochet. 11. janúar 2018 14:17 Rányrkju á Amazon-svæðinu verði hætt Frans páfi sagði að aldrei hafi meiri hætta steðjað að frumbyggjum Amazon-frumskógarins. 20. janúar 2018 10:30 Páfi hvetur ríki heimsins til að skella ekki í lás Frans páfi sagði það ekki samræmast kristinni trú að skella í lás. Hvatti ríki heims til að taka á móti innflytjendum sem hefðu þurft að þola mikla kúgun. 19. janúar 2018 07:00 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Sjá meira
Frans páfi er í heimsókn í Perú um þessar mundir og lagði orð í belg um ofbeldi gegn konum í Suður Ameríku. Páfinn segir ofbeldi sem konur verða fyrir í álfunni vera „plágu“ sem þarf að kljást við. BBC greinir frá. „Það eru svo mörg dæmi um ofbeldi sem þaggað er niður í á bakvið svo marga veggi,“ sagði Páfinn í messu í bænum Trujillo í Perú á laugardag. Helmingur þeirra 25 landa með hæstu tíðni morða á konum í heiminum eru í Suður Ameríku samkvæmt tölum frá Sameinuðu þjóðunum. „Ég biðla til ykkar að berjast gegn þessari uppsprettu þjáninga, þar á meðal með löggjöf og menningu sem hafnar hvers kyns ofbeldi,“ sagði Frans páfi.Móðgaði þolendur misnotkunar Frans páfi hefur verið í Perú frá því á fimmtudag eftir að hafa verið í Síle. Í Síle reitti páfinn þolendur misnotkunar til reiði með því að saka þolendurna um að rægja biskup í landinu. Þolendurnir sem voru misnotaðir af kaþólska prestsinum Fernando Kardima sökuðu biskupinn um að hylma yfir brotum prestsins. Páfinn sagði að „engar sannanir“ væru fyrir því að biskupinn, Juan Barros, hafi hylmt yfir með níðingsprestinum. „Það er ekki eitt einasta sönnungargagn gegn honum. Þetta er allt rógur. Er það skilið?,“ sagði páfinn. Hann sagði einnig við blaðamenn á svæðinu að hann myndi ræða málið frekar ef einhver sönnunargögn gegn Barros kæmu upp á yfirborðið. Níðingspresturinn Kardima var sakaður um að hafa misnotað fjölda unglingsstráka í höfuðborginni Santiago frá árinu 1980. Vatíkanið dæmdi hann sekann árið 2011 og dæmdi hann til lífslangrar betrunar og bæna. Kardima var ekki sóttur til saka í Síle því brotin voru fyrnd. Þolendur Kardima hafa borið vitni um að Barros biskup hafi verið vitni að misnotkuninni. „Það sem páfinn hefur gert hérna í dag er móðgandi og særandi, ekki einungis við okkur, heldur alla sem vilja binda enda á misnotkun,“ sagði einn þolenda Kardima í viðtali við BBC.
Chile Suður-Ameríka Trúmál Tengdar fréttir Páfi ætlar að hitta fórnarlömb Pinochet í Síle Um þrjú þúsund manns voru myrtir eða látnir hverfa í Síle í valdatíð einræðisherrans Augusto Pinochet. 11. janúar 2018 14:17 Rányrkju á Amazon-svæðinu verði hætt Frans páfi sagði að aldrei hafi meiri hætta steðjað að frumbyggjum Amazon-frumskógarins. 20. janúar 2018 10:30 Páfi hvetur ríki heimsins til að skella ekki í lás Frans páfi sagði það ekki samræmast kristinni trú að skella í lás. Hvatti ríki heims til að taka á móti innflytjendum sem hefðu þurft að þola mikla kúgun. 19. janúar 2018 07:00 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Sjá meira
Páfi ætlar að hitta fórnarlömb Pinochet í Síle Um þrjú þúsund manns voru myrtir eða látnir hverfa í Síle í valdatíð einræðisherrans Augusto Pinochet. 11. janúar 2018 14:17
Rányrkju á Amazon-svæðinu verði hætt Frans páfi sagði að aldrei hafi meiri hætta steðjað að frumbyggjum Amazon-frumskógarins. 20. janúar 2018 10:30
Páfi hvetur ríki heimsins til að skella ekki í lás Frans páfi sagði það ekki samræmast kristinni trú að skella í lás. Hvatti ríki heims til að taka á móti innflytjendum sem hefðu þurft að þola mikla kúgun. 19. janúar 2018 07:00