Til skoðunar að setja hluta Sæbrautar í stokk Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. febrúar 2018 11:50 Björn Axelsson, skipulagsfulltrúi Reykjavíkurborgar, á sviði. Vísir/Hanna Hugmyndir um að setja hluta Sæbrautar í stokk eru til skoðunar hjá Reykjavíkurborg í tengslum við uppbyggingu við fyrirhugaða borgarlínu. Björn Axelsson, skipulagsfulltrúi Reykjavíkurborgar, kynnti hugmyndirnar á kynningarfundi um borgarlínu og uppbyggingarverkefni tengd henni í Ráðhúsinu í dag. Í máli Björns kom fram að borgin hafi fengið verkfræðistofuna Mannvit, Landslag og Teiknistofuna Tröð til þess að teikna upp mögulega útfærslu á hugmyndinni. Á myndinni hér fyrir neðan má sjá yfirlitsmynd þar sem búið er að teikna inn á fyrirhugaða uppbyggingu í Vogabyggð og á Ártúnshöfða þar sem gert ráð fyrir mikilli uppbyggingu á næstu árum. Rauða línan táknar mögulega legu hinnar fyrirhuguðu borgarlínu og rauðu kassarnir mögulega staðsetningu biðstöðva fyrir borgarlínuna. Var myndin útbúin til þess að skoða mögulega útfærslu á því hvernig borgarlínan gæti þverað bæði Elliðaárnar og Sæbrautina.Yfirlitsmynd af mögulegri útfærsluGengur hugmyndin út frá því að við mislægu gatnamótin sem tengja saman Sæbraut og Reykjanesbraut verði byggð brú fyrir borgarlínuna yfir Sæbraut. Sæbrautin færi þá undir og inn í um 500 metra langan stokk. Þar fyrir ofan mætti svo byggja íbúðir, verslanir eða aðra þjónustu svo tengja mætti hina fyrirhuguðu Vogabyggð við hið eldra Vogahverfi. Í samtali við Vísi segir Björn að ekki sé um nýja hugmynd að ræða en árið 2014 kölluðu íbúar á svæðinu eftir því að huga þyrfti vel að tengingum á milli hverfanna, meðal annars með því að leggja þennan hluta Sæbrautar í stokk. Mögulegt sé að gera þetta í áföngum, byrja á brúnni og halda svo áfram og bendir Björn á að landslagið á þessu tiltekna svæði sé hagstætt þar sem Sæbrautin liggi neðarlega á þessu svæði, því ætti til að mynda að vera auðveldara að koma Sæbrautinni í stokk en Miklubrautinni, líkt og hugmyndir gera ráð fyrir.Líkt og fyrr segir er málið enn á hugmyndastigi en gerir Björn ráð fyrir því að það verði unnið áfram innan borgarkerfisins á næstu mánuðum. Borgarlína Samgöngur Skipulag Tengdar fréttir Sjálfkeyrandi bílar ekki svarið við uppbyggingu almenningssamgangna Pawel Bartoszek, fyrrverandi þingmaður Viðreisnar, telur að miðað við stærð höfuðborgarsvæðisins sé eðlilegt að sveitarstjórnir á svæðinu skoði leiðir til þess að bæta almenningssamgöngur. 23. janúar 2018 12:15 Vilja færa einkabílinn ofan í jörðina Hægt væri að fjölga íbúum umhverfis Miklubraut um nokkur þúsund með því að færa hluta götunnar í stokk. Niðurstaða frumgreiningar á svæðinu verður kynnt á íbúafundi í Hlíðunum í kvöld, en áætlaður framkvæmdakostnaður er um 20 milljarðar. 1. febrúar 2018 20:00 Andstæðir pólar tókust á um ágæti borgarlínu Segja má að fulltrúar andstæðra póla um hvort byggja ætti hina svokölluðu borgarlínu eða ekki hafi tekist á á hádegisfundi Félags viðskipta- og hagfræðinga í dag 7. febrúar 2018 16:00 Meirihluti Íslendinga hlynntur Borgarlínunni Fleiri Íslendingar á aldrinum 18 til 75 ára eru hlynntir en andvígir Borgarlínunni samkvæmt könnun sem rannsóknarfyrirtækið Maskína framkvæmdi á dögunum. 26. janúar 2018 19:18 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Áfall fyrir RIFF Innlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Fleiri fréttir Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Sjá meira
Hugmyndir um að setja hluta Sæbrautar í stokk eru til skoðunar hjá Reykjavíkurborg í tengslum við uppbyggingu við fyrirhugaða borgarlínu. Björn Axelsson, skipulagsfulltrúi Reykjavíkurborgar, kynnti hugmyndirnar á kynningarfundi um borgarlínu og uppbyggingarverkefni tengd henni í Ráðhúsinu í dag. Í máli Björns kom fram að borgin hafi fengið verkfræðistofuna Mannvit, Landslag og Teiknistofuna Tröð til þess að teikna upp mögulega útfærslu á hugmyndinni. Á myndinni hér fyrir neðan má sjá yfirlitsmynd þar sem búið er að teikna inn á fyrirhugaða uppbyggingu í Vogabyggð og á Ártúnshöfða þar sem gert ráð fyrir mikilli uppbyggingu á næstu árum. Rauða línan táknar mögulega legu hinnar fyrirhuguðu borgarlínu og rauðu kassarnir mögulega staðsetningu biðstöðva fyrir borgarlínuna. Var myndin útbúin til þess að skoða mögulega útfærslu á því hvernig borgarlínan gæti þverað bæði Elliðaárnar og Sæbrautina.Yfirlitsmynd af mögulegri útfærsluGengur hugmyndin út frá því að við mislægu gatnamótin sem tengja saman Sæbraut og Reykjanesbraut verði byggð brú fyrir borgarlínuna yfir Sæbraut. Sæbrautin færi þá undir og inn í um 500 metra langan stokk. Þar fyrir ofan mætti svo byggja íbúðir, verslanir eða aðra þjónustu svo tengja mætti hina fyrirhuguðu Vogabyggð við hið eldra Vogahverfi. Í samtali við Vísi segir Björn að ekki sé um nýja hugmynd að ræða en árið 2014 kölluðu íbúar á svæðinu eftir því að huga þyrfti vel að tengingum á milli hverfanna, meðal annars með því að leggja þennan hluta Sæbrautar í stokk. Mögulegt sé að gera þetta í áföngum, byrja á brúnni og halda svo áfram og bendir Björn á að landslagið á þessu tiltekna svæði sé hagstætt þar sem Sæbrautin liggi neðarlega á þessu svæði, því ætti til að mynda að vera auðveldara að koma Sæbrautinni í stokk en Miklubrautinni, líkt og hugmyndir gera ráð fyrir.Líkt og fyrr segir er málið enn á hugmyndastigi en gerir Björn ráð fyrir því að það verði unnið áfram innan borgarkerfisins á næstu mánuðum.
Borgarlína Samgöngur Skipulag Tengdar fréttir Sjálfkeyrandi bílar ekki svarið við uppbyggingu almenningssamgangna Pawel Bartoszek, fyrrverandi þingmaður Viðreisnar, telur að miðað við stærð höfuðborgarsvæðisins sé eðlilegt að sveitarstjórnir á svæðinu skoði leiðir til þess að bæta almenningssamgöngur. 23. janúar 2018 12:15 Vilja færa einkabílinn ofan í jörðina Hægt væri að fjölga íbúum umhverfis Miklubraut um nokkur þúsund með því að færa hluta götunnar í stokk. Niðurstaða frumgreiningar á svæðinu verður kynnt á íbúafundi í Hlíðunum í kvöld, en áætlaður framkvæmdakostnaður er um 20 milljarðar. 1. febrúar 2018 20:00 Andstæðir pólar tókust á um ágæti borgarlínu Segja má að fulltrúar andstæðra póla um hvort byggja ætti hina svokölluðu borgarlínu eða ekki hafi tekist á á hádegisfundi Félags viðskipta- og hagfræðinga í dag 7. febrúar 2018 16:00 Meirihluti Íslendinga hlynntur Borgarlínunni Fleiri Íslendingar á aldrinum 18 til 75 ára eru hlynntir en andvígir Borgarlínunni samkvæmt könnun sem rannsóknarfyrirtækið Maskína framkvæmdi á dögunum. 26. janúar 2018 19:18 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Áfall fyrir RIFF Innlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Fleiri fréttir Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Sjá meira
Sjálfkeyrandi bílar ekki svarið við uppbyggingu almenningssamgangna Pawel Bartoszek, fyrrverandi þingmaður Viðreisnar, telur að miðað við stærð höfuðborgarsvæðisins sé eðlilegt að sveitarstjórnir á svæðinu skoði leiðir til þess að bæta almenningssamgöngur. 23. janúar 2018 12:15
Vilja færa einkabílinn ofan í jörðina Hægt væri að fjölga íbúum umhverfis Miklubraut um nokkur þúsund með því að færa hluta götunnar í stokk. Niðurstaða frumgreiningar á svæðinu verður kynnt á íbúafundi í Hlíðunum í kvöld, en áætlaður framkvæmdakostnaður er um 20 milljarðar. 1. febrúar 2018 20:00
Andstæðir pólar tókust á um ágæti borgarlínu Segja má að fulltrúar andstæðra póla um hvort byggja ætti hina svokölluðu borgarlínu eða ekki hafi tekist á á hádegisfundi Félags viðskipta- og hagfræðinga í dag 7. febrúar 2018 16:00
Meirihluti Íslendinga hlynntur Borgarlínunni Fleiri Íslendingar á aldrinum 18 til 75 ára eru hlynntir en andvígir Borgarlínunni samkvæmt könnun sem rannsóknarfyrirtækið Maskína framkvæmdi á dögunum. 26. janúar 2018 19:18