Ótti við gegnsæi ríkur innan stjórnmálanna Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 17. febrúar 2018 07:30 Jón Ólafsson prófessor fer fyrir stýrihópi um eflingu trausts á stjórnmálum. Fréttablaðið/Anton Brink Formaður stýrihóps um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu segir að kerfið og stjórnmálamenn eigi að líta á greitt aðgengi að upplýsingum sem hjálpartæki, til að sýna fram á að viðkomandi hagi starfi sínu í þágu almennings.„Það er langáhrifaríkast til lengri tíma litið að aðgangur að upplýsingum sé greiður. Þá stendur fólk frammi fyrir því að þurfa alltaf að geta forsvarað það sem það gerir og það hefur áhrif. Ef menn hefðu til dæmis gert ráð fyrir því að þessar greiðslur yrðu á almannavitorði þá hefðu þeir kannski hagað innheimtu sinni öðruvísi,“ segir Jón Ólafsson prófessor, formaður Gagnsæis og formaður stýrihóps um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu. Alþingi og stjórnsýsla þess hefur verið harðlega gagnrýnd að undanförnu vegna leyndar sem hvílir yfir ferða-, dvalar- og starfskostnaðargreiðslum til þingmanna. Aðspurður segir Jón að svo virðist sem menn óttist helst að umræðan verði neikvæð ef upplýsingar liggja fyrir. „Ótti manna við gegnsæið virðist helst á því byggður að fólk muni rangtúlka og mistúlka upplýsingar. Það eru hins vegar miklu meiri líkur á tortryggni þegar fólk veit ekki heldur en þegar það veit,“ segir Jón. Jón bendir á að kerfið og stjórnmálamennirnir ættu mun frekar að líta á greitt aðgengi að upplýsingum sem hjálpartæki og leið til að tryggja og sýna fram á að hann eða hún hagi starfi sínu í þágu almennings. „Eina leiðin sem fólk hefur til að sýna hvað það er að gera er að hafa allt uppi á borði,“ segir Jón. „Það virðist nánast ríkjandi viðhorf í stjórnsýslunni að það þurfi sérstök rök til að veita upplýsingar. Þessu þarf að snúa við þannig að það þurfi sérstök rök til að veita þær ekki,“ segir Jón og bætir við: „Ef þessi viðhorfsbreyting gæti orðið erum við strax komin í mun eðlilegra umhverfi og með þessu getum við líka dregið úr líkum á að fólk misnoti stöðu sína.“ Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Útför páfans á laugardag Erlent Fleiri fréttir Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Sjá meira
Formaður stýrihóps um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu segir að kerfið og stjórnmálamenn eigi að líta á greitt aðgengi að upplýsingum sem hjálpartæki, til að sýna fram á að viðkomandi hagi starfi sínu í þágu almennings.„Það er langáhrifaríkast til lengri tíma litið að aðgangur að upplýsingum sé greiður. Þá stendur fólk frammi fyrir því að þurfa alltaf að geta forsvarað það sem það gerir og það hefur áhrif. Ef menn hefðu til dæmis gert ráð fyrir því að þessar greiðslur yrðu á almannavitorði þá hefðu þeir kannski hagað innheimtu sinni öðruvísi,“ segir Jón Ólafsson prófessor, formaður Gagnsæis og formaður stýrihóps um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu. Alþingi og stjórnsýsla þess hefur verið harðlega gagnrýnd að undanförnu vegna leyndar sem hvílir yfir ferða-, dvalar- og starfskostnaðargreiðslum til þingmanna. Aðspurður segir Jón að svo virðist sem menn óttist helst að umræðan verði neikvæð ef upplýsingar liggja fyrir. „Ótti manna við gegnsæið virðist helst á því byggður að fólk muni rangtúlka og mistúlka upplýsingar. Það eru hins vegar miklu meiri líkur á tortryggni þegar fólk veit ekki heldur en þegar það veit,“ segir Jón. Jón bendir á að kerfið og stjórnmálamennirnir ættu mun frekar að líta á greitt aðgengi að upplýsingum sem hjálpartæki og leið til að tryggja og sýna fram á að hann eða hún hagi starfi sínu í þágu almennings. „Eina leiðin sem fólk hefur til að sýna hvað það er að gera er að hafa allt uppi á borði,“ segir Jón. „Það virðist nánast ríkjandi viðhorf í stjórnsýslunni að það þurfi sérstök rök til að veita upplýsingar. Þessu þarf að snúa við þannig að það þurfi sérstök rök til að veita þær ekki,“ segir Jón og bætir við: „Ef þessi viðhorfsbreyting gæti orðið erum við strax komin í mun eðlilegra umhverfi og með þessu getum við líka dregið úr líkum á að fólk misnoti stöðu sína.“
Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Útför páfans á laugardag Erlent Fleiri fréttir Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent