Trump reiður eftir að Sanders viðurkenndi tilvist þagnarsamkomulags Samúel Karl Ólason skrifar 8. mars 2018 22:15 Donald Trump og Stephanie Clifford, einnig þekkt sem Stormy Daniels. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er reiður Sarah Huckabee Sanders, talskonu Hvíta hússins, eftir að hún virtist óvart viðurkenna í gær að Trump hefði gert þagnarsamkomulag við klámmyndaleikkonuna Stormy Daniels, sem heitir réttu nafni Stephanie Clifford. Leikkonan höfðaði mál gegn forsetanum í vikunni og segir þagnarsamkomulag þeirra dautt og ómerkt vegna þess að Trump hafi ekki skrifað undir það.Fréttir af samkomulaginu voru fyrirferðamiklar í upphafi árs en lögmaður Bandaríkjaforseta, Michael Cohen, er sagður hafa greitt Clifford 130 þúsund dali, skömmu fyrir forsetakosningarnar 2016, svo hún segði ekki frá kynlífi hennar með forsetanum árið 2006. Trump og Melania Trump gengu í það heilaga árið 2005 og á framhjáhaldið að hafa átt sér stað skömmu eftir að Melania fæddi Baron Trump, son þeirra hjóna. Hvíta húsið hefur ætíð þvertekið fyrir að þetta sé satt.Cohen viðurkenndi að hafa greitt Daniels en sagðist hafa gert það úr eigin vasa og þvertók fyrir að það væri vegna umrædds samkomulags. Tilefni ummæla Cohen var að yfirkjörstjórn Bandaríkjanna og Dómsmálaráðuneytið hafa verið beðin um að kanna hvort að greiðslan hafi komið úr kosningasjóði Trump og hvort hún hafi verið ólögleg. Hins vegar sagði Sanders við blaðamenn í gær ásakanirnar um samkomulagið væru ósannar en bætti við að Trump hefði unnið málið gegn Daniels og virtist hún þar með staðfesta að þagnarsamkomulagið væri raunverulegt. Rétt á eftir því að hafa sagt þetta vera ósannar ásakanir. Samkvæmt heimildum CNN er Trump verulega reiður vegna þessa.Lögmaður Daniels segir að Trump hafi ekki unnið málið. Í lögsókn Daniels segir að framhjáhaldið hafi haldið áfram langt á árið 2007 og að Daniels eigi „skilaboð og/eða myndir“ því til sönnunar. Klámmyndaleikkonan er ekki sú eina sem heldur því fram að hafa gert þagnarsamkomulag við Trump. Playboy-fyrirsætan Karen McDougal sagði New Yorker í síðasta mánuði að í ágúst 2016 hefði hún fengið 150 þúsund dali frá fjölmiðlafyrirtækinu American Media Inc. fyrir sögu hennar af níu mánaða sambandi hennar og Trump. Sagan birtist þó aldrei. Í umfjöllun New Yorker segir að framkvæmdastjóri AMI, David Pecker, sé vinur Trump og hann hafi reglulega keypt réttinn af sögum fólks til þess að koma í veg fyrir birtingu þeirra. Donald Trump Tengdar fréttir Fox News sat á frétt um Trump og klámstjörnu í kosningabaráttunni Íhaldssama fréttastöðin segist ekki hafa geta staðfest fréttir um meint samband Donalds Trump við Stormy Daniels. 17. janúar 2018 08:48 Klámmyndaleikkonan kærir Trump Stormy Daniels segir Bandaríkjaforseta aldrei hafa undirritað umtalað þagnarsamkomulag þeirra. 7. mars 2018 06:39 Lögmaður Trump segist hafa borgað klámmyndaleikkonu úr eigin vasa Michael Cohen segir 130 þúsund dala greiðslu til Stormy Daniels, sem sagðist hafa sofið hjá Donald Trump árið 2006, ekki koma forsetanum við. 14. febrúar 2018 10:04 Fleiri klámmyndaleikkonur segjast hafa átt í samskiptum við Trump Klámmyndaleikkonan Alana Evans segir að sér hafi verið boðið upp á hótelherbergi Donalds Trump árið 2006. 14. janúar 2018 15:38 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er reiður Sarah Huckabee Sanders, talskonu Hvíta hússins, eftir að hún virtist óvart viðurkenna í gær að Trump hefði gert þagnarsamkomulag við klámmyndaleikkonuna Stormy Daniels, sem heitir réttu nafni Stephanie Clifford. Leikkonan höfðaði mál gegn forsetanum í vikunni og segir þagnarsamkomulag þeirra dautt og ómerkt vegna þess að Trump hafi ekki skrifað undir það.Fréttir af samkomulaginu voru fyrirferðamiklar í upphafi árs en lögmaður Bandaríkjaforseta, Michael Cohen, er sagður hafa greitt Clifford 130 þúsund dali, skömmu fyrir forsetakosningarnar 2016, svo hún segði ekki frá kynlífi hennar með forsetanum árið 2006. Trump og Melania Trump gengu í það heilaga árið 2005 og á framhjáhaldið að hafa átt sér stað skömmu eftir að Melania fæddi Baron Trump, son þeirra hjóna. Hvíta húsið hefur ætíð þvertekið fyrir að þetta sé satt.Cohen viðurkenndi að hafa greitt Daniels en sagðist hafa gert það úr eigin vasa og þvertók fyrir að það væri vegna umrædds samkomulags. Tilefni ummæla Cohen var að yfirkjörstjórn Bandaríkjanna og Dómsmálaráðuneytið hafa verið beðin um að kanna hvort að greiðslan hafi komið úr kosningasjóði Trump og hvort hún hafi verið ólögleg. Hins vegar sagði Sanders við blaðamenn í gær ásakanirnar um samkomulagið væru ósannar en bætti við að Trump hefði unnið málið gegn Daniels og virtist hún þar með staðfesta að þagnarsamkomulagið væri raunverulegt. Rétt á eftir því að hafa sagt þetta vera ósannar ásakanir. Samkvæmt heimildum CNN er Trump verulega reiður vegna þessa.Lögmaður Daniels segir að Trump hafi ekki unnið málið. Í lögsókn Daniels segir að framhjáhaldið hafi haldið áfram langt á árið 2007 og að Daniels eigi „skilaboð og/eða myndir“ því til sönnunar. Klámmyndaleikkonan er ekki sú eina sem heldur því fram að hafa gert þagnarsamkomulag við Trump. Playboy-fyrirsætan Karen McDougal sagði New Yorker í síðasta mánuði að í ágúst 2016 hefði hún fengið 150 þúsund dali frá fjölmiðlafyrirtækinu American Media Inc. fyrir sögu hennar af níu mánaða sambandi hennar og Trump. Sagan birtist þó aldrei. Í umfjöllun New Yorker segir að framkvæmdastjóri AMI, David Pecker, sé vinur Trump og hann hafi reglulega keypt réttinn af sögum fólks til þess að koma í veg fyrir birtingu þeirra.
Donald Trump Tengdar fréttir Fox News sat á frétt um Trump og klámstjörnu í kosningabaráttunni Íhaldssama fréttastöðin segist ekki hafa geta staðfest fréttir um meint samband Donalds Trump við Stormy Daniels. 17. janúar 2018 08:48 Klámmyndaleikkonan kærir Trump Stormy Daniels segir Bandaríkjaforseta aldrei hafa undirritað umtalað þagnarsamkomulag þeirra. 7. mars 2018 06:39 Lögmaður Trump segist hafa borgað klámmyndaleikkonu úr eigin vasa Michael Cohen segir 130 þúsund dala greiðslu til Stormy Daniels, sem sagðist hafa sofið hjá Donald Trump árið 2006, ekki koma forsetanum við. 14. febrúar 2018 10:04 Fleiri klámmyndaleikkonur segjast hafa átt í samskiptum við Trump Klámmyndaleikkonan Alana Evans segir að sér hafi verið boðið upp á hótelherbergi Donalds Trump árið 2006. 14. janúar 2018 15:38 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Sjá meira
Fox News sat á frétt um Trump og klámstjörnu í kosningabaráttunni Íhaldssama fréttastöðin segist ekki hafa geta staðfest fréttir um meint samband Donalds Trump við Stormy Daniels. 17. janúar 2018 08:48
Klámmyndaleikkonan kærir Trump Stormy Daniels segir Bandaríkjaforseta aldrei hafa undirritað umtalað þagnarsamkomulag þeirra. 7. mars 2018 06:39
Lögmaður Trump segist hafa borgað klámmyndaleikkonu úr eigin vasa Michael Cohen segir 130 þúsund dala greiðslu til Stormy Daniels, sem sagðist hafa sofið hjá Donald Trump árið 2006, ekki koma forsetanum við. 14. febrúar 2018 10:04
Fleiri klámmyndaleikkonur segjast hafa átt í samskiptum við Trump Klámmyndaleikkonan Alana Evans segir að sér hafi verið boðið upp á hótelherbergi Donalds Trump árið 2006. 14. janúar 2018 15:38