Erlent

Tugir látnir eftir eld í meðferðarstofnun

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Eldurinn var gríðarlegur.
Eldurinn var gríðarlegur. IHA
Hið minnsta 26 eru látnir eftir að eldur kom upp í meðferðarstofnun í Bakú, höfuðborg Aserbaídsjan, í morgun.

Fjórir voru jafnframt fluttir alvarlega særðir á sjúkrahús. Eldsupptök eru ókunn en á sjónvarpsmyndum má sjá að eldurinn var gríðarlegur. Að sögn Al Jazeera er búið að ráða niðurlögum hans.

Rimlar eru fyrir mörgum gluggum stofnunarinnar, þar sem langt leiddir áfengis- og vímuefnasjúklingar hafa sótt meðferð. Talið er að það hafi orðið til þess að margir sjúklinganna hafi ekki átt neina undankomuleið þegar eldurinn kom upp.

Byggingin er sögð gjörónýtt eftir brunann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×