„Martraðarflug“ Icelandair til Manchester til rannsóknar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. mars 2018 16:43 Skjáskot úr myndbandi sem sýnir aðflug vélarinnar yfir flugvöllinn í Manchester. Mynd/Skjáskot Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur tekið flug Icelandair til Manchester þann 23. febrúar á síðasta ári til rannsóknar. Þotan lenti í miklum vandræðum vegna veðurs þegar hún átti að lenda í Manchester. RÚV greindi fyrst frá.Var flugi víða frestað í Bretlandi þennan dagn vega stormsins sem Doris reið yfir Bretland þennan dag og náðu vindhviður allt að 44 metrum á sekúndu. Vegna slæmra lendingaskilyrða sökum vinds varð flugvélin að hætta við lendingu á Manchesterflugvelli. Því var tekin ákvörðun um að fljúga til varaflugvallar flugsins, flugvallarins í Liverpool. Í Liverpool reyndust lendingaraðstæður engu betri en í Manchester og ekki tókst að lenda flugvélinni þar sökum mikils vinds. Var tekin ákvörðun um að snúa aftur til Manchester-flugvallar.Sjá einnig: Flugstjóri Icelandair lýsti yfir neyðarástandi eftir að hafa þurft í tvígang að hætta við lendingu Þegar flugmenn þotunnar nálguðust Manchesterflugvöll sáu þeir að eldsneytisstaða flugvélarinnar var orðin lág. Lýsti flugstjóri TF-FIP því yfir neyðarástandi og óskaði eftir forgangi inn til lendingar á Manchesterflugvelli. Forgangurinn var veittur og tókst flugmönnum TF-FIP að lenda flugvélinni á Manchesterflugvelli við erfiðar lendingaraðstæður sökum vinds. Tilraunir flugmannanna til þess að lenda náðust á myndband og vakti það töluverða athygli í breskum fjölmiðlum.UPDATE EMERGENCY Icelandair #FI440 just landed on second attempt at Manchester. Watch live on https://t.co/pvXE9CRKq6 pic.twitter.com/4CGeQALWk8— AIRLIVE (@airlivenet) February 23, 2017 „Það voru sumir sem þurftu að fara út úr vélinni í hjólastól því þeir gátu ekki gengið. Einhverjum farþegum var boðið upp á áfallahjálp. Það var einn sem sat nálægt mér sem var búinn að æla yfir sig allan og ein kona stutt frá mér sem var búin að missa meðvitund,“ sagði Guðrún Gísladóttir í samtali við Fréttablaðið vegna málsins.Sjá einnig: Farþegar æptu og ældu í martröð í Manchester„Korteri áður en við áttum að lenda í fyrsta skiptið var tilkynnt um ókyrrð í lofti. Dekkin voru komin niður en skyndilega var vélinni kippt upp aftur. Þegar við vorum yfir ánni í Liverpool leit ég út um gluggann og fann að vélin var nánast á hlið. Það voru allir öskrandi og ælandi þetta var bara alveg hræðilegt,“ sagði Guðrún.Sagðu hún einnig að flugmennirnir hefðu átt mikið hrós fyrir að lenda flugvélinni á heilu og höldnu miðað við veðuraðstæður.Rannsókn Rannsóknarnefndar samgönguslysa beinist að varaeldsneytismálum sem og verklagi við ákvörðun um flug eða frestun flugs, hjá flugfélaginu. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Farþegar æptu og ældu í martröð í Manchester Flugstjóri farþegaþotu Icelandair lýsti yfir neyðarástandi til að fá forgang í lendingu í Manchester í gær. Hann var búinn að reyna að lenda bæði í Manchester og Liverpool. Farþegi segir konu hafa misst meðvitund í gríðarlegum hrist 24. febrúar 2017 07:00 Flugstjóri Icelandair lýsti yfir neyðarástandi eftir að hafa þurft í tvígang að hætta við lendingu "Það var farið að ganga á eldsneytið eftir þennan biðtíma.“ 23. febrúar 2017 16:06 Mest lesið Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Fleiri fréttir „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Sjá meira
Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur tekið flug Icelandair til Manchester þann 23. febrúar á síðasta ári til rannsóknar. Þotan lenti í miklum vandræðum vegna veðurs þegar hún átti að lenda í Manchester. RÚV greindi fyrst frá.Var flugi víða frestað í Bretlandi þennan dagn vega stormsins sem Doris reið yfir Bretland þennan dag og náðu vindhviður allt að 44 metrum á sekúndu. Vegna slæmra lendingaskilyrða sökum vinds varð flugvélin að hætta við lendingu á Manchesterflugvelli. Því var tekin ákvörðun um að fljúga til varaflugvallar flugsins, flugvallarins í Liverpool. Í Liverpool reyndust lendingaraðstæður engu betri en í Manchester og ekki tókst að lenda flugvélinni þar sökum mikils vinds. Var tekin ákvörðun um að snúa aftur til Manchester-flugvallar.Sjá einnig: Flugstjóri Icelandair lýsti yfir neyðarástandi eftir að hafa þurft í tvígang að hætta við lendingu Þegar flugmenn þotunnar nálguðust Manchesterflugvöll sáu þeir að eldsneytisstaða flugvélarinnar var orðin lág. Lýsti flugstjóri TF-FIP því yfir neyðarástandi og óskaði eftir forgangi inn til lendingar á Manchesterflugvelli. Forgangurinn var veittur og tókst flugmönnum TF-FIP að lenda flugvélinni á Manchesterflugvelli við erfiðar lendingaraðstæður sökum vinds. Tilraunir flugmannanna til þess að lenda náðust á myndband og vakti það töluverða athygli í breskum fjölmiðlum.UPDATE EMERGENCY Icelandair #FI440 just landed on second attempt at Manchester. Watch live on https://t.co/pvXE9CRKq6 pic.twitter.com/4CGeQALWk8— AIRLIVE (@airlivenet) February 23, 2017 „Það voru sumir sem þurftu að fara út úr vélinni í hjólastól því þeir gátu ekki gengið. Einhverjum farþegum var boðið upp á áfallahjálp. Það var einn sem sat nálægt mér sem var búinn að æla yfir sig allan og ein kona stutt frá mér sem var búin að missa meðvitund,“ sagði Guðrún Gísladóttir í samtali við Fréttablaðið vegna málsins.Sjá einnig: Farþegar æptu og ældu í martröð í Manchester„Korteri áður en við áttum að lenda í fyrsta skiptið var tilkynnt um ókyrrð í lofti. Dekkin voru komin niður en skyndilega var vélinni kippt upp aftur. Þegar við vorum yfir ánni í Liverpool leit ég út um gluggann og fann að vélin var nánast á hlið. Það voru allir öskrandi og ælandi þetta var bara alveg hræðilegt,“ sagði Guðrún.Sagðu hún einnig að flugmennirnir hefðu átt mikið hrós fyrir að lenda flugvélinni á heilu og höldnu miðað við veðuraðstæður.Rannsókn Rannsóknarnefndar samgönguslysa beinist að varaeldsneytismálum sem og verklagi við ákvörðun um flug eða frestun flugs, hjá flugfélaginu.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Farþegar æptu og ældu í martröð í Manchester Flugstjóri farþegaþotu Icelandair lýsti yfir neyðarástandi til að fá forgang í lendingu í Manchester í gær. Hann var búinn að reyna að lenda bæði í Manchester og Liverpool. Farþegi segir konu hafa misst meðvitund í gríðarlegum hrist 24. febrúar 2017 07:00 Flugstjóri Icelandair lýsti yfir neyðarástandi eftir að hafa þurft í tvígang að hætta við lendingu "Það var farið að ganga á eldsneytið eftir þennan biðtíma.“ 23. febrúar 2017 16:06 Mest lesið Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Fleiri fréttir „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Sjá meira
Farþegar æptu og ældu í martröð í Manchester Flugstjóri farþegaþotu Icelandair lýsti yfir neyðarástandi til að fá forgang í lendingu í Manchester í gær. Hann var búinn að reyna að lenda bæði í Manchester og Liverpool. Farþegi segir konu hafa misst meðvitund í gríðarlegum hrist 24. febrúar 2017 07:00
Flugstjóri Icelandair lýsti yfir neyðarástandi eftir að hafa þurft í tvígang að hætta við lendingu "Það var farið að ganga á eldsneytið eftir þennan biðtíma.“ 23. febrúar 2017 16:06