Forsætisráðherra segir Landsbankann ekki verða seldan í bráð Heimir Már Pétursson skrifar 1. mars 2018 15:32 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, ræddi mögulega sölu Landsbankans á þingfundi í dag við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins. vísir/ernir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ekki tímabært að ræða sölu á hlut ríkisins í Landsbanka Íslands. Formaður Miðflokksins undrast byggingaráform bankans á Hörpureitnum en bankinn kynnti nýlega útlit nýrra höfuðstöðva þar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins gerði sölu ríkissins á 13 prósenta hlut þess í Arion banka og væntanlegar nýjar höfuðstöðvar Landsbankans á Hörpureitnum að umtalsefni í fyrirspurn til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra á Alþingi í morgun. En Miðflokkurinn einn flokka hefur haft uppi gagnrýni á hvernig samningar um kaup vogunarsjóða sem eiga meirihluta í Arion hafa verið framkvæmdir. „Þar hafa stjórnvöld ítrekað gefið eftir stöðu stjórnvalda. Stöðu ríkisins og kostað þar með skattgreiðendur, kostað almening, í landinu verulegar upphæðir,“ sagði Sigmundur Davíð. Katrín Jakobsdóttir minnti á að sérstök umræða færi fram um þetta mál í næstu viku að ósk Sigmundar Davíðs. Hann þekkti auðvitað allt þetta mál. „Hluthafa samkomulagið, samþykkt Alþingis 2010, samþykkt Alþingis 2012 stöðugleikasamningana sem byggðu á stöðugleikaskilyrðunum. Sem hafa nú verið birtir þannig að allir geti kynnt sér þetta. Sem gera ráð fyrir því að hagsmunir annarra hluthafa og ríkisins muni í raun og veru fara saman í því að hámarka virði bankans,“ segir Katrín. Þar með væri hagsmunir ríkisins og almennings tryggði og hefði ríkið nú þegar hagnast um 150 milljlarða umfram það sem lagt hafi verið til bankans eftir hrun. En þá spurði Sigmundur Davíð út í áformaðar höfuðstöðvar Landsbankans á Hörpureitnum sem hann sagði að yrðu á stærri lóð en þar sem bankinn hafi áður fyrirhugað að byggja á Hafnartorgi fyrir hrun. „Á tímum þegar eru að verða algjörar grundvallar breytingar í bankaþjónustu. Þegar ljóst er að umfang bankaþjónustu eða yfirbygging mun minnka. Auk þess er ljóst að fyrir dyrum er veruleg endurskipulagning bankans. Það stendur til að selja stóran hlut í bankanum og endurskipuleggja starfsemi hans,“ sagði formaður Miðflokksins. Í Morgunblaðinu í dag segir Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans að nú sé góður tími fyrir ríkið að selja hlut af 98 prósent eign sinni á Landsbankanum. En forsætisráðherra tekur ekki undir það. Hún reikni hins vegar með að áætlanir um nýjar höfuðstöðvar verði yfirfarnar í stjórn bankans þar sem Bankasýsla ríkisins færi með hlut þess. „Hins vegar kannast ég ekki við að Landsbankinn sé kominn á sölu eins og mér fannst háttvirtur þingmaður gefa hér í skyn í fyrirspurn sinni. Það liggur fyrir að minni hálfu að ég tel enga ástæðu til þess að fara að selja hlut í Landsbankanum á næstunni,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Alþingi Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ekki tímabært að ræða sölu á hlut ríkisins í Landsbanka Íslands. Formaður Miðflokksins undrast byggingaráform bankans á Hörpureitnum en bankinn kynnti nýlega útlit nýrra höfuðstöðva þar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins gerði sölu ríkissins á 13 prósenta hlut þess í Arion banka og væntanlegar nýjar höfuðstöðvar Landsbankans á Hörpureitnum að umtalsefni í fyrirspurn til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra á Alþingi í morgun. En Miðflokkurinn einn flokka hefur haft uppi gagnrýni á hvernig samningar um kaup vogunarsjóða sem eiga meirihluta í Arion hafa verið framkvæmdir. „Þar hafa stjórnvöld ítrekað gefið eftir stöðu stjórnvalda. Stöðu ríkisins og kostað þar með skattgreiðendur, kostað almening, í landinu verulegar upphæðir,“ sagði Sigmundur Davíð. Katrín Jakobsdóttir minnti á að sérstök umræða færi fram um þetta mál í næstu viku að ósk Sigmundar Davíðs. Hann þekkti auðvitað allt þetta mál. „Hluthafa samkomulagið, samþykkt Alþingis 2010, samþykkt Alþingis 2012 stöðugleikasamningana sem byggðu á stöðugleikaskilyrðunum. Sem hafa nú verið birtir þannig að allir geti kynnt sér þetta. Sem gera ráð fyrir því að hagsmunir annarra hluthafa og ríkisins muni í raun og veru fara saman í því að hámarka virði bankans,“ segir Katrín. Þar með væri hagsmunir ríkisins og almennings tryggði og hefði ríkið nú þegar hagnast um 150 milljlarða umfram það sem lagt hafi verið til bankans eftir hrun. En þá spurði Sigmundur Davíð út í áformaðar höfuðstöðvar Landsbankans á Hörpureitnum sem hann sagði að yrðu á stærri lóð en þar sem bankinn hafi áður fyrirhugað að byggja á Hafnartorgi fyrir hrun. „Á tímum þegar eru að verða algjörar grundvallar breytingar í bankaþjónustu. Þegar ljóst er að umfang bankaþjónustu eða yfirbygging mun minnka. Auk þess er ljóst að fyrir dyrum er veruleg endurskipulagning bankans. Það stendur til að selja stóran hlut í bankanum og endurskipuleggja starfsemi hans,“ sagði formaður Miðflokksins. Í Morgunblaðinu í dag segir Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans að nú sé góður tími fyrir ríkið að selja hlut af 98 prósent eign sinni á Landsbankanum. En forsætisráðherra tekur ekki undir það. Hún reikni hins vegar með að áætlanir um nýjar höfuðstöðvar verði yfirfarnar í stjórn bankans þar sem Bankasýsla ríkisins færi með hlut þess. „Hins vegar kannast ég ekki við að Landsbankinn sé kominn á sölu eins og mér fannst háttvirtur þingmaður gefa hér í skyn í fyrirspurn sinni. Það liggur fyrir að minni hálfu að ég tel enga ástæðu til þess að fara að selja hlut í Landsbankanum á næstunni,“ sagði Katrín Jakobsdóttir.
Alþingi Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Sjá meira