Sigurður Ingi endurkjörinn: Vill nýta fjármuni úr bönkunum í samgöngumál Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifa 10. mars 2018 20:01 Sigurður Ingi Jóhansson hlaut endurkjör sem formaður Framsóknarflokksins á flokksþingi sem fram fór í dag. Sigurður Ingi fékk 94 prósent atkvæða sem formaður, Lilja Alfreðsdóttir fékk 97 prósent atkvæða sem varaformaður og Jón Björn Hákonarson var endurkjörinn ritari með 95 prósentum atkvæða. Sigurður Ingi hélt yfirlitsræðu á þinginu þar sem hann boðaði stóraukin útgjöld til samgöngumála sem ekki var gert ráð fyrir í áætlun þessa árs. Hann segir að ný fjármálaáætlun til fimm ára komi fram um páskana og samgönguáætlun komi fram í haust og þá ráðist endanlega hvar verði hafist handa. „Umferðaröryggi myndi þar skipta mjög miklu máli, hvort sem við erum að tala um Vesturlandsveg, Suðurlandsveg eða Reykjanesbraut. En við erum líka að tala um aðra vegi eins og Grindavíkurveg og aðra vegi sem umferðaröryggi er ekki nægilegt,“ segir Sigurður og nefnir Vestfjarðavegina, vegi við Dettifoss og einbreiðar brýr í því samhengi. Hann segir að fjármunir frá bönkunum verði notaðir í framkvæmdirnar. „Þar sem ríkið á nú tvo af bönkunum þá munu arðgreiðslur falla til frá þeim. Á sama tíma hefur líka orðið sala á þriðja bankanum þannig að það eru fjármunir til. Hvernig við nýtum þá og hversu háar upphæðir – það mun koma í ljós.“ Sigurður Ingi boðar jafnframt niðurgreiðslu á innanlandsflugi og í fyrsta áfanga verði fimm til sjöhundruð milljónum varið í verkefnið. „Nákvæmlega hverju það mun skila í lækkunum get ég ekki fullyrt um á þessum tíma. Við erum að skoða þetta með það fyrir augum að flugið verið einn liður í almenningssamgöngum.“ Í ræðu Sigurðar Inga í morgun kom fram að ætlunin sé að gistináttagjald færist alfarið yfir til sveitarfélaga. „Á sama tíma er líka verið að koma á komugjöldum í samstarfi við ferðaþjónustuna og aðra samstarfsaðila,“ segir Sigurður. Stj.mál Tengdar fréttir Samgönguráðherra segir ekki koma til greina að flytja innanlandsflug til Keflavíkur Jón Gunnarsson, samgönguráðherra vill leita lausna í deilunni um framtíð Reykjavíkurflugvallar. 13. janúar 2017 14:38 Borgin með aðgerðaáætlun í fjármálum: Vill að gistináttaskattur renni til sveitarfélaga Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti í morgun nýja aðgerðaáætlun sem miðar að því að draga úr rekstrarhalla hjá borginni. 8. október 2015 14:58 Sigurður Ingi vill leyfa hjónum að eiga sitt hvort lögheimilið Leggur fram frumvarp til breytingar á lögum um lögheimili í mars næstkomandi. 19. febrúar 2018 13:53 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhansson hlaut endurkjör sem formaður Framsóknarflokksins á flokksþingi sem fram fór í dag. Sigurður Ingi fékk 94 prósent atkvæða sem formaður, Lilja Alfreðsdóttir fékk 97 prósent atkvæða sem varaformaður og Jón Björn Hákonarson var endurkjörinn ritari með 95 prósentum atkvæða. Sigurður Ingi hélt yfirlitsræðu á þinginu þar sem hann boðaði stóraukin útgjöld til samgöngumála sem ekki var gert ráð fyrir í áætlun þessa árs. Hann segir að ný fjármálaáætlun til fimm ára komi fram um páskana og samgönguáætlun komi fram í haust og þá ráðist endanlega hvar verði hafist handa. „Umferðaröryggi myndi þar skipta mjög miklu máli, hvort sem við erum að tala um Vesturlandsveg, Suðurlandsveg eða Reykjanesbraut. En við erum líka að tala um aðra vegi eins og Grindavíkurveg og aðra vegi sem umferðaröryggi er ekki nægilegt,“ segir Sigurður og nefnir Vestfjarðavegina, vegi við Dettifoss og einbreiðar brýr í því samhengi. Hann segir að fjármunir frá bönkunum verði notaðir í framkvæmdirnar. „Þar sem ríkið á nú tvo af bönkunum þá munu arðgreiðslur falla til frá þeim. Á sama tíma hefur líka orðið sala á þriðja bankanum þannig að það eru fjármunir til. Hvernig við nýtum þá og hversu háar upphæðir – það mun koma í ljós.“ Sigurður Ingi boðar jafnframt niðurgreiðslu á innanlandsflugi og í fyrsta áfanga verði fimm til sjöhundruð milljónum varið í verkefnið. „Nákvæmlega hverju það mun skila í lækkunum get ég ekki fullyrt um á þessum tíma. Við erum að skoða þetta með það fyrir augum að flugið verið einn liður í almenningssamgöngum.“ Í ræðu Sigurðar Inga í morgun kom fram að ætlunin sé að gistináttagjald færist alfarið yfir til sveitarfélaga. „Á sama tíma er líka verið að koma á komugjöldum í samstarfi við ferðaþjónustuna og aðra samstarfsaðila,“ segir Sigurður.
Stj.mál Tengdar fréttir Samgönguráðherra segir ekki koma til greina að flytja innanlandsflug til Keflavíkur Jón Gunnarsson, samgönguráðherra vill leita lausna í deilunni um framtíð Reykjavíkurflugvallar. 13. janúar 2017 14:38 Borgin með aðgerðaáætlun í fjármálum: Vill að gistináttaskattur renni til sveitarfélaga Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti í morgun nýja aðgerðaáætlun sem miðar að því að draga úr rekstrarhalla hjá borginni. 8. október 2015 14:58 Sigurður Ingi vill leyfa hjónum að eiga sitt hvort lögheimilið Leggur fram frumvarp til breytingar á lögum um lögheimili í mars næstkomandi. 19. febrúar 2018 13:53 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira
Samgönguráðherra segir ekki koma til greina að flytja innanlandsflug til Keflavíkur Jón Gunnarsson, samgönguráðherra vill leita lausna í deilunni um framtíð Reykjavíkurflugvallar. 13. janúar 2017 14:38
Borgin með aðgerðaáætlun í fjármálum: Vill að gistináttaskattur renni til sveitarfélaga Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti í morgun nýja aðgerðaáætlun sem miðar að því að draga úr rekstrarhalla hjá borginni. 8. október 2015 14:58
Sigurður Ingi vill leyfa hjónum að eiga sitt hvort lögheimilið Leggur fram frumvarp til breytingar á lögum um lögheimili í mars næstkomandi. 19. febrúar 2018 13:53