Þegar allt varð vitlaust á landsleik í Höllinni Grétar Þór Sigurðsson skrifar 9. apríl 2018 06:00 Leikmönnum liðsins sem unnu hinn frækna sigur og eiginkonum þeirra var boðið til Bessastaða í gær. Fremstur stendur Jón Hjaltalín. Vísir/Eyþór Í gær voru 50 ár liðin frá 15-10 sigri Íslendinga á Dönum í handbolta. Sigurinn markaði tímamót því liðið hafði aldrei unnið það danska áður. Þá var sigurinn einnig mikilvægur fyrir íþróttalega sjálfsmynd hinnar ungu þjóðar því árið áður höfðu Íslendingar tapað 14-2 gegn Dönum í fótbolta á Parken eins og frægt er orðið. Danir voru á þessum tíma með eitt sterkasta handboltalið í heimi og höfðu unnið til silfuverðlauna á HM árið áður. Liðið kom til Íslands til að leika tvo æfingaleiki í Laugardalshöll og tapaði íslenska liðið fyrri leiknum 14-17. Í tilefni tímamótanna bauð Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, liðsmönnum og eiginkonum þeirra til Bessastaða. „Við höfðum samband við forsetann og spurðum hvort hann vildi koma í boð til okkar. Hann sneri þessu bara við og bauð okkur til sín,“ segir Jón Hjaltalín Magnússon, einn af landsliðsmönnunum. Jón segir tilvalið að fagna afmælinu í sunnudagskaffi á Bessastöðum. Leikurinn sjálfur var leikinn á sunnudegi og raskaði hann ófáum kaffiboðum. „Þetta hafði náttúrlega áhrif á fermingarveislur, því allir voru límdir við útvarpið að hlusta á lýsinguna,“ bendir Jón á.Fermingarbarnið Guðjón GuðmundssonFermingarbarnið Guðjón „Gaupi“ Guðmundsson, sem nú starfar sem íþróttafréttamaður, hafði ekki miklar áhyggjur af sinni eigin veislu. Hann fór að lokinni fermingu í Dómkirkjunni niður í Laugardal til að horfa á leikinn og segir hann ógleymanlegan. Gaupi minnist sérstaklega upphafs leiksins. „Fyrsta mark leiksins skoraði Jón Hjaltalín frá miðju, úr frumkasti. Þá stóð í rammanum markvörðurinn Bent Mortensen sem var á þeim tíma líklega albesti markvörður í heiminum.“ Hann telur þetta mark hafa gefið liðinu mikinn drifkraft inn í leikinn. Að sögn Jóns stóðst Bent ekki samanburð við markmann íslenska liðsins, Þorstein Björnsson. Þorsteinn hafi nánast lokað markinu og skipti það sköpum. Þá hafi vörnin verið skipuð hávöxnum og sterkum leikmönnum og sóknin gengið vel upp. Leikurinn hafi því sem næst verið fullkominn. Fagnaðarlætin eftir leik eru þeim báðum eftirminnileg. Gylfi Þ. Gíslason, þáverandi menntamálaráðherra, rauk inn á völlinn að leik loknum til að hrópa ferfalt húrra fyrir liðinu. Jón segir knattspyrnuleikinn fræga sem endaði 14-2 enn hafa setið í fólki og rifjar sérstaklega upp hamingjuóskir frá eldri manni. Sá hafði tekið í höndina á honum og þakkað fyrir góða frammistöðu með orðunum: „Þarna urðum við Íslendingar loksins sjálfstæðir.“ Birtist í Fréttablaðinu Íslenski handboltinn Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
Í gær voru 50 ár liðin frá 15-10 sigri Íslendinga á Dönum í handbolta. Sigurinn markaði tímamót því liðið hafði aldrei unnið það danska áður. Þá var sigurinn einnig mikilvægur fyrir íþróttalega sjálfsmynd hinnar ungu þjóðar því árið áður höfðu Íslendingar tapað 14-2 gegn Dönum í fótbolta á Parken eins og frægt er orðið. Danir voru á þessum tíma með eitt sterkasta handboltalið í heimi og höfðu unnið til silfuverðlauna á HM árið áður. Liðið kom til Íslands til að leika tvo æfingaleiki í Laugardalshöll og tapaði íslenska liðið fyrri leiknum 14-17. Í tilefni tímamótanna bauð Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, liðsmönnum og eiginkonum þeirra til Bessastaða. „Við höfðum samband við forsetann og spurðum hvort hann vildi koma í boð til okkar. Hann sneri þessu bara við og bauð okkur til sín,“ segir Jón Hjaltalín Magnússon, einn af landsliðsmönnunum. Jón segir tilvalið að fagna afmælinu í sunnudagskaffi á Bessastöðum. Leikurinn sjálfur var leikinn á sunnudegi og raskaði hann ófáum kaffiboðum. „Þetta hafði náttúrlega áhrif á fermingarveislur, því allir voru límdir við útvarpið að hlusta á lýsinguna,“ bendir Jón á.Fermingarbarnið Guðjón GuðmundssonFermingarbarnið Guðjón „Gaupi“ Guðmundsson, sem nú starfar sem íþróttafréttamaður, hafði ekki miklar áhyggjur af sinni eigin veislu. Hann fór að lokinni fermingu í Dómkirkjunni niður í Laugardal til að horfa á leikinn og segir hann ógleymanlegan. Gaupi minnist sérstaklega upphafs leiksins. „Fyrsta mark leiksins skoraði Jón Hjaltalín frá miðju, úr frumkasti. Þá stóð í rammanum markvörðurinn Bent Mortensen sem var á þeim tíma líklega albesti markvörður í heiminum.“ Hann telur þetta mark hafa gefið liðinu mikinn drifkraft inn í leikinn. Að sögn Jóns stóðst Bent ekki samanburð við markmann íslenska liðsins, Þorstein Björnsson. Þorsteinn hafi nánast lokað markinu og skipti það sköpum. Þá hafi vörnin verið skipuð hávöxnum og sterkum leikmönnum og sóknin gengið vel upp. Leikurinn hafi því sem næst verið fullkominn. Fagnaðarlætin eftir leik eru þeim báðum eftirminnileg. Gylfi Þ. Gíslason, þáverandi menntamálaráðherra, rauk inn á völlinn að leik loknum til að hrópa ferfalt húrra fyrir liðinu. Jón segir knattspyrnuleikinn fræga sem endaði 14-2 enn hafa setið í fólki og rifjar sérstaklega upp hamingjuóskir frá eldri manni. Sá hafði tekið í höndina á honum og þakkað fyrir góða frammistöðu með orðunum: „Þarna urðum við Íslendingar loksins sjálfstæðir.“
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski handboltinn Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira