14 látin eftir rútuslys í Kanada Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. apríl 2018 09:40 Fjórtán létu lífið og aðrir fjórtán eru slasaðir eftir að flutningabíll og rúta skullu saman. Lögregluyfirvöld í Kanada hafa staðfest að þrettán ungmenni, auk bílstjóra, létust þegar vöruflutningabíll lenti á rútu með 28 farþegum í gær. Í rútunni var ungmennaliðið í íshokkí Humboldt Broncos sem eru á aldrinum 16 til 21 árs. Hinir 14 þurftu að leita aðhlynningar á sjúkrahúsi og þá eru þrír eru alvarlega slasaðir. Íshokkíliðið var skammt norður af Tisdale í Saskatchewanhéraði þegar bifreiðarnar skullu saman. Klukkan var fimm að kanadískum tíma. Ted Munro, aðalvarðstjóri, segir í samtali við breska ríkisútvarpið að viðbragðsaðilar hafi sett upp upplýsinga-og stuðningsmiðstöð í Nipawin Apostolic kirkjunni fyrir aðstandendur. „Við biðjum fyrir fjölskyldunum,“ segir Munro. Myles Shumlanski, faðir eins stráksins sem lenti í slysinu, mætti á vettvang slyssins eftir að sonur hans hringdi í hann. Faðirinn sagði frá því hvað fyrir augum bar: „Þetta var stórslys. Það þurfti krana til að lyfta rútunni,“ segir Shumlanski sem segir aðkomuna hafa verið skelfilega. Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, tjáði sig um slysið á Twitter í nótt og sagðist ekki getað ímyndað sér hvað foreldrarnir væru að ganga í gegnum.I cannot imagine what these parents are going through, and my heart goes out to everyone affected by this terrible tragedy, in the Humboldt community and beyond. https://t.co/2cIn2CTy08— Justin Trudeau (@JustinTrudeau) April 7, 2018 Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Fleiri fréttir Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sjá meira
Lögregluyfirvöld í Kanada hafa staðfest að þrettán ungmenni, auk bílstjóra, létust þegar vöruflutningabíll lenti á rútu með 28 farþegum í gær. Í rútunni var ungmennaliðið í íshokkí Humboldt Broncos sem eru á aldrinum 16 til 21 árs. Hinir 14 þurftu að leita aðhlynningar á sjúkrahúsi og þá eru þrír eru alvarlega slasaðir. Íshokkíliðið var skammt norður af Tisdale í Saskatchewanhéraði þegar bifreiðarnar skullu saman. Klukkan var fimm að kanadískum tíma. Ted Munro, aðalvarðstjóri, segir í samtali við breska ríkisútvarpið að viðbragðsaðilar hafi sett upp upplýsinga-og stuðningsmiðstöð í Nipawin Apostolic kirkjunni fyrir aðstandendur. „Við biðjum fyrir fjölskyldunum,“ segir Munro. Myles Shumlanski, faðir eins stráksins sem lenti í slysinu, mætti á vettvang slyssins eftir að sonur hans hringdi í hann. Faðirinn sagði frá því hvað fyrir augum bar: „Þetta var stórslys. Það þurfti krana til að lyfta rútunni,“ segir Shumlanski sem segir aðkomuna hafa verið skelfilega. Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, tjáði sig um slysið á Twitter í nótt og sagðist ekki getað ímyndað sér hvað foreldrarnir væru að ganga í gegnum.I cannot imagine what these parents are going through, and my heart goes out to everyone affected by this terrible tragedy, in the Humboldt community and beyond. https://t.co/2cIn2CTy08— Justin Trudeau (@JustinTrudeau) April 7, 2018
Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Fleiri fréttir Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sjá meira