Varaþingmaður segist hafa hagað sér skammarlega á Hótel Sögu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. apríl 2018 14:11 Guðmundur S. Sævarsson segist þegar hafa hafið meðferð vegna áfengisvandamáls síns. Guðmundur Sævar Sævarsson, hjúkrunardeildarstjóri og varaþingmaður Flokks fólksins, segist hafa drukkið úr hófi og hagað sér skammarlega í þingveislu á Hótel Sögu á föstudagskvöldið. Fréttablaðið greindi frá því í hádeginu að Guðmundur hefði áreitt konur í veislusalnum með óviðeigandi snertingum þar til fólk hafi fengið nóg. Starfsmaður hótelsins hafi verið kallaður til og vísað honum á dyr. Guðmundur segist í samtali við Vísi hafa beðið tiltekna aðila afsökunar á hegðun sinni. Á sama tíma hafi hann gert þeim ljóst að hann ætti við áfengisvandamál að stríða. Hann myndi leita sér aðstoðar strax, sem hann hafi þegar byrjað að gera. Viðkomandi aðilar hafi þegið afsökunarbeiðni sína sem honum þótti innilega vænt um. Í áætlun Alþingis um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni og ofbeldi, frá því í júní í fyrra, segir að allir starfsmenn eigi rétt á því að komið sé fram við þá af virðingu. Þá segir að á skrifstofu Alþingis verði einelti, kynferðisleg og kyndbundin áreitni eða ofbeldi ekki látið viðgangast. Guðmundur segir lítið annað um málið að segja en hann hafi þegar leitað sér aðstoðar sem fyrr segir. Hvorki náðist í Ingu Sæland, formann Flokks fólksins, né þingflokksformanninn Ólaf Ísleifsson við vinnslu fréttarinnar. Alþingi Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Sjá meira
Guðmundur Sævar Sævarsson, hjúkrunardeildarstjóri og varaþingmaður Flokks fólksins, segist hafa drukkið úr hófi og hagað sér skammarlega í þingveislu á Hótel Sögu á föstudagskvöldið. Fréttablaðið greindi frá því í hádeginu að Guðmundur hefði áreitt konur í veislusalnum með óviðeigandi snertingum þar til fólk hafi fengið nóg. Starfsmaður hótelsins hafi verið kallaður til og vísað honum á dyr. Guðmundur segist í samtali við Vísi hafa beðið tiltekna aðila afsökunar á hegðun sinni. Á sama tíma hafi hann gert þeim ljóst að hann ætti við áfengisvandamál að stríða. Hann myndi leita sér aðstoðar strax, sem hann hafi þegar byrjað að gera. Viðkomandi aðilar hafi þegið afsökunarbeiðni sína sem honum þótti innilega vænt um. Í áætlun Alþingis um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni og ofbeldi, frá því í júní í fyrra, segir að allir starfsmenn eigi rétt á því að komið sé fram við þá af virðingu. Þá segir að á skrifstofu Alþingis verði einelti, kynferðisleg og kyndbundin áreitni eða ofbeldi ekki látið viðgangast. Guðmundur segir lítið annað um málið að segja en hann hafi þegar leitað sér aðstoðar sem fyrr segir. Hvorki náðist í Ingu Sæland, formann Flokks fólksins, né þingflokksformanninn Ólaf Ísleifsson við vinnslu fréttarinnar.
Alþingi Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Sjá meira