Innantóm kosningaloforð Líf Magneudóttir skrifar 16. apríl 2018 12:03 Um helgina kynnti Sjálfstæðisflokkurinn í borginni kosningaloforðin sín í aðdraganda komandi borgarstjórnakosninganna. Á stuttum lista yfir það sem sennilega eiga að vera kjarnaatriði stefnunnar var ýmislegt sem flestir flokkar hafa á stefnuskrá sinni eins og að draga úr mengun, koma börnum fyrr að í leikskóla og gera Reykjavík að grænustu borg Evrópu. Kosningaloforð eru oft misraunhæf. Stundum er loforðin þess efnis að það mætti telja það heppni að ná þeim á einu kjörtímabili. Önnur loforð rætast nánast af sjálfu sér. Sum loforða sjálfstæðismanna eru á meðal þess sem þegar er unnið að og ætti að raungerast án þeirra atbeina, t.d. loforðið um byggingu tvö þúsund íbúða á ári. Það er hins vegar alltaf vandræðalegt þegar frambjóðendur hafa ekki unnið heimavinnuna sína og lofa einhverju sem þeir geta ekki staðið við. Og á stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins er einmitt eitt slíkt loforð: Niðurfelling fasteignagjalda á fólk sem er 70 ára og eldra. Nú er því þannig háttað sveitarfélögum ber að fara eftir lögum um tekjustofna sveitarfélaga. Veita þau lög aðeins takmarkaðar heimildir til niðurfellingar fasteignagjalda. Er það ekki bara skýrt af lögunum heldur hefur ráðuneytið auk þess úrskurðað um að það er ólöglegt að fella niður fasteignagjöld óháð tekjum fólks eða eftir aldri. Með öðrum orðum er beinlínis ólöglegt að miða við tiltekinn aldur fólks í niðurfellingu fasteignagjalda. Þess fyrir utan standa rök ekki til þess sérstaklega að lækka skatta á hópa sem eru eignamiklir og geta vel staðið undir skattgreiðslunum. Í Reykjavík höfum við farið leið jöfnuðar og nýtt okkur svigrúmið í lögum og lækkað fasteignaskatta á tekjulágt eldra fólk og öryrkja. En Sjálfstæðismönnum er líklega sama um jöfnuð og réttlæti. Hefði það frekar átt að rata í kosningastefnuskrána þeirra að þeir lofa misskiptingu og ójöfnuði í borginni enda væri það sannleikanum samkvæmt í ljósi þessara kosningaloforða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Líf Magneudóttir Sveitarstjórnarmál Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Um helgina kynnti Sjálfstæðisflokkurinn í borginni kosningaloforðin sín í aðdraganda komandi borgarstjórnakosninganna. Á stuttum lista yfir það sem sennilega eiga að vera kjarnaatriði stefnunnar var ýmislegt sem flestir flokkar hafa á stefnuskrá sinni eins og að draga úr mengun, koma börnum fyrr að í leikskóla og gera Reykjavík að grænustu borg Evrópu. Kosningaloforð eru oft misraunhæf. Stundum er loforðin þess efnis að það mætti telja það heppni að ná þeim á einu kjörtímabili. Önnur loforð rætast nánast af sjálfu sér. Sum loforða sjálfstæðismanna eru á meðal þess sem þegar er unnið að og ætti að raungerast án þeirra atbeina, t.d. loforðið um byggingu tvö þúsund íbúða á ári. Það er hins vegar alltaf vandræðalegt þegar frambjóðendur hafa ekki unnið heimavinnuna sína og lofa einhverju sem þeir geta ekki staðið við. Og á stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins er einmitt eitt slíkt loforð: Niðurfelling fasteignagjalda á fólk sem er 70 ára og eldra. Nú er því þannig háttað sveitarfélögum ber að fara eftir lögum um tekjustofna sveitarfélaga. Veita þau lög aðeins takmarkaðar heimildir til niðurfellingar fasteignagjalda. Er það ekki bara skýrt af lögunum heldur hefur ráðuneytið auk þess úrskurðað um að það er ólöglegt að fella niður fasteignagjöld óháð tekjum fólks eða eftir aldri. Með öðrum orðum er beinlínis ólöglegt að miða við tiltekinn aldur fólks í niðurfellingu fasteignagjalda. Þess fyrir utan standa rök ekki til þess sérstaklega að lækka skatta á hópa sem eru eignamiklir og geta vel staðið undir skattgreiðslunum. Í Reykjavík höfum við farið leið jöfnuðar og nýtt okkur svigrúmið í lögum og lækkað fasteignaskatta á tekjulágt eldra fólk og öryrkja. En Sjálfstæðismönnum er líklega sama um jöfnuð og réttlæti. Hefði það frekar átt að rata í kosningastefnuskrána þeirra að þeir lofa misskiptingu og ójöfnuði í borginni enda væri það sannleikanum samkvæmt í ljósi þessara kosningaloforða.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun