Mark og stoðsending frá Isco á gamla heimavellinum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Isco á fleygiferð í leiknum í dag.
Isco á fleygiferð í leiknum í dag. vísir/getty
Real Madrid kláraði Malaga, 2-1, í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld en með sigrinum skaust Real í þriðja sætið.

Fyrsta mark leiksins kom á 29. mínútu er Isco skoraði beint úr aukaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur. Isco var einmitt keyptur til Real frá Malaga.

Casemiro tvöfaldaði forystuna svo eftir rúman klukkutíma eftir undirbúning Isco en með síðustu spyrnu leiksins minnkaði Diego Rolan muninn fyrir Malaga. Lokatölur 2-1.

Real er í þriðja sætinu, fjórum stigum á eftir Atletico sem er í öðru sætinu, og fimmtán stigum á eftir Barcelona sem er á toppnum.

Malaga er á botninum með sautján stig, fjórtán stigum frá öruggu sæti.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira