Ari er annar á svið í Altice-höllinni í Lissabon í Portúgal en hann segist hafa notið hverrar stundar í þessu Eurovision-ferðalagi sínu. Eitt sem hafi komið honum á óvart er hversu stór Eurovision-heimurinn, sé. „Hann er miklu stærri en ég átti von á. Þetta er svolítið djúp laug sem ég stakk mér út í og ótrúlega mikið af aðdáendum en góðu fólki í kringum þetta batterí.“
„Ég hef alltaf sagt að þetta væri stærsti atburður utan íþróttanna sem er sýndur um heiminn og nú eru Bandaríkin og Asía búin að bætast við svo þessi heimur fer stækkandi.“

Ari viðurkennir að Eurovision hafi opnað fjölmargar dyr sem geti hjálpað honum í framtíðinni. „Ég get ekki alveg farið út í það. En það hafa komið upp tækifæri sem munu vonandi hjálpa mér í framtíðinni,“ segir Ari sem er bjartsýnn fyrir kvöldið. „Áfram Ísland,“ segir hann og hlær.