Vilja móta risavaxna andlitsmynd af Trump í bráðnandi jökul Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. maí 2018 10:57 Um það bil svona sér hópurinn fyrir sér að verkið muni líta út. Vísir/ProjectTrumpmore Hópur Finna sem berst gegn loftslagsbreytingum hyggst safna fé til þess að móta risavaxna andlitsmynd af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna í einn af jöklum norðurslóða sem stendur frammi fyrir bráðnum af völdum hlýnun jarðar. Ef marka má mynd á vefsíðu samtakanna er Ísland möguleg staðsetning andslitsmyndarinnar. Markmið hópsins er að safna hálfri milljón dollara, um fimmtíu milljón króna, svo að andslitsmyndin geti orðið að veruleika. Er markmiðið að safna fénu með svokallaðri hópfjármögnun. Verkefnið hefur fengið nafnið „Project Trumpmore“ í anda Mount Rushmore minnismerkisins í Bandaríkjunum þar sem finna má fjórar risavaxnar andlitsmyndir af forsetum Bandaríkjanna sem skornar voru út í Rushmore-fjallið í Suður-Dakóta á síðustu öld.Mögulegar staðsetningar fyrir minnismerkið að mati hópsins.Mynd/ProjectTrumpmoreÍ tilkynningu þar sem verkefnið var kynnt var haft eftir Nicolas Prieto, formanni finnska hópsins sem stendur fyrir verkefninu, að loftslagsbreytingar séu eitt af alvarlegustu málum dagsins í dag. Með því að skera andslitsmynd af Trump í bráðnandi ísjaka eða jökul verði hægt að vekja athygli á áhrifum loftslagsbreytinga. „Við viljum reisa minnismerkið fyrir okkur öll, svo að við getum séð hversu lengi andlitsmyndin endist áður en hún bráðnar. Fólk trúir oft ekki hlutum fyrr en það sér þá með eigin augum,“ segir Prieto en Trump hefur ítrekað lýst yfir efasemdum sínum um alvarleika áhrifa hlýnun jarðar. Takist söfnunin mun hópurinn streyma gerð andlitsmyndarinnar beint á netinu en ráðgert er að andlitsmyndin af Trump verði risavaxinn, 35 metra há og tuttugu metra breið, eða áþekk andlitsmyndunum á Rushmore-fjalli að stærð. Á vefsíðu samtakanna segir að endanleg staðsetning liggi ekki fyrir utan þess að andlitsmyndin verður mótuð á einn af jöklum norðurslóða. Á mynd á vefsíðu má samtakanna er búið að merkja inn mögulegar staðsetningar í Kanada, Grænlandi og á Íslandi. Donald Trump Loftslagsmál Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Fleiri fréttir Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Sjá meira
Hópur Finna sem berst gegn loftslagsbreytingum hyggst safna fé til þess að móta risavaxna andlitsmynd af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna í einn af jöklum norðurslóða sem stendur frammi fyrir bráðnum af völdum hlýnun jarðar. Ef marka má mynd á vefsíðu samtakanna er Ísland möguleg staðsetning andslitsmyndarinnar. Markmið hópsins er að safna hálfri milljón dollara, um fimmtíu milljón króna, svo að andslitsmyndin geti orðið að veruleika. Er markmiðið að safna fénu með svokallaðri hópfjármögnun. Verkefnið hefur fengið nafnið „Project Trumpmore“ í anda Mount Rushmore minnismerkisins í Bandaríkjunum þar sem finna má fjórar risavaxnar andlitsmyndir af forsetum Bandaríkjanna sem skornar voru út í Rushmore-fjallið í Suður-Dakóta á síðustu öld.Mögulegar staðsetningar fyrir minnismerkið að mati hópsins.Mynd/ProjectTrumpmoreÍ tilkynningu þar sem verkefnið var kynnt var haft eftir Nicolas Prieto, formanni finnska hópsins sem stendur fyrir verkefninu, að loftslagsbreytingar séu eitt af alvarlegustu málum dagsins í dag. Með því að skera andslitsmynd af Trump í bráðnandi ísjaka eða jökul verði hægt að vekja athygli á áhrifum loftslagsbreytinga. „Við viljum reisa minnismerkið fyrir okkur öll, svo að við getum séð hversu lengi andlitsmyndin endist áður en hún bráðnar. Fólk trúir oft ekki hlutum fyrr en það sér þá með eigin augum,“ segir Prieto en Trump hefur ítrekað lýst yfir efasemdum sínum um alvarleika áhrifa hlýnun jarðar. Takist söfnunin mun hópurinn streyma gerð andlitsmyndarinnar beint á netinu en ráðgert er að andlitsmyndin af Trump verði risavaxinn, 35 metra há og tuttugu metra breið, eða áþekk andlitsmyndunum á Rushmore-fjalli að stærð. Á vefsíðu samtakanna segir að endanleg staðsetning liggi ekki fyrir utan þess að andlitsmyndin verður mótuð á einn af jöklum norðurslóða. Á mynd á vefsíðu má samtakanna er búið að merkja inn mögulegar staðsetningar í Kanada, Grænlandi og á Íslandi.
Donald Trump Loftslagsmál Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Fleiri fréttir Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Sjá meira