Þjóðarsorg hefur verið lýst yfir á Kúbu í kjölfar flugslyssins sem varð á leið frá Havana, höfuðborgar Kúbu til borgarinnar Holguin í austur hluta landsins í gær.
Þetta kemur fram á vef Reuters. Yfir 100 manns létust en 3 hafa nú verið færðir á spítala og liggja þar þungt haldnir.
Unnið er að því að bera kennsl á hina látnu.
Miguel Diaz-Canel, nýr forseti Kúbu, sagði við fjölmiðla að rannsókn yfirvalda á tildrögum slyssins væri hafin.
Slysið varð á Boeing 737-201 vél flugfélagsins Cubana sem var í láni frá Mexíkóska félaginu Damojh.
Vélin sem var smíðuð árið 1979 hafði gengið í gegnum skoðun í nóvember síðastliðnum.
Þjóðarsorg lýst yfir á Kúbu

Tengdar fréttir

Yfir hundrað létust í flugslysinu á Kúbu
Viðbragðsaðilar náðu að koma þremur farþegum til bjargar en þeir voru dregnir úr flaki flugvélarinnar. Þeir liggja nú þungt haldnir á spítala.

Brotlenti skömmu eftir flugtak í Havana
Hundrað og fjórir farþegar voru um borð í vélinni.