Iniesta kvaddi með sigri Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 20. maí 2018 20:45 Iniesta klappaði fyrir stuðningsmönnunum þegar hann gekk út af Nývangi í hinsta sinn. Vísir/AFP Andres Iniesta kvaddi Barcelona eftir 16 ár hjá félaginu í kvöld þegar hann fékk heiðursskiptingu undir lok leiks Barcelona og Real Sociedad. Iniesta gekk til liðs við unglingaakademíu Barcelona árið 1996 og hefur verið hjá félaginu alla tíð síðan. Hann er einn af bestu leikmönnum knattspyrnusögunnar í huga margra og hefur unnið fjöldan allan af titlum með Barcelona ásamt því að hafa orðið Heims- og Evrópumeistari með spænska landsliðinu.La Liga Copa Del Rey Spanish Super Cup Champions League Super Cup LEGEND! pic.twitter.com/IDOXc0RQl0 — BBC Sport (@BBCSport) May 20, 2018 Barcelona, sem var búið að tryggja sér sigur í La Liga fyrir loka umferðina, vann leikinn 1-0 með marki frá Philippe Coutinho á 57. mínútu. Markið var af dýrari gerðinni, skot af vítateigslínunni og í samskeytin. Leikurinn snérist þó lítið um úrslitin þar sem Real Sociedad var ekki í fallbaráttu og var aðal sviðsljósið á Iniesta. Ekki hefur verið staðfest hvert hann muni nú halda en sögusagnir herma að Kína gæti orðið næsti áfangastaður. Spænski boltinn Tengdar fréttir Iniesta kveður Barcelona │ „Mun aldrei spila gegn Barca“ Andres Iniesta mun yfirgefa Barcelona í lok þessa tímabils en hann staðfesti þetta á blaðamannafundi í dag. 27. apríl 2018 12:31 Kínaför Iniesta í uppnámi Kínaför Andres Iniesta gæti verið í hættu eftir að Chongqing Lifan, félagið sem Iniesta átti að ganga í raðir, sögðu að þeir myndu ekki borga þau laun sem Spánverjinn hafði óskað eftir. 8. maí 2018 06:00
Andres Iniesta kvaddi Barcelona eftir 16 ár hjá félaginu í kvöld þegar hann fékk heiðursskiptingu undir lok leiks Barcelona og Real Sociedad. Iniesta gekk til liðs við unglingaakademíu Barcelona árið 1996 og hefur verið hjá félaginu alla tíð síðan. Hann er einn af bestu leikmönnum knattspyrnusögunnar í huga margra og hefur unnið fjöldan allan af titlum með Barcelona ásamt því að hafa orðið Heims- og Evrópumeistari með spænska landsliðinu.La Liga Copa Del Rey Spanish Super Cup Champions League Super Cup LEGEND! pic.twitter.com/IDOXc0RQl0 — BBC Sport (@BBCSport) May 20, 2018 Barcelona, sem var búið að tryggja sér sigur í La Liga fyrir loka umferðina, vann leikinn 1-0 með marki frá Philippe Coutinho á 57. mínútu. Markið var af dýrari gerðinni, skot af vítateigslínunni og í samskeytin. Leikurinn snérist þó lítið um úrslitin þar sem Real Sociedad var ekki í fallbaráttu og var aðal sviðsljósið á Iniesta. Ekki hefur verið staðfest hvert hann muni nú halda en sögusagnir herma að Kína gæti orðið næsti áfangastaður.
Spænski boltinn Tengdar fréttir Iniesta kveður Barcelona │ „Mun aldrei spila gegn Barca“ Andres Iniesta mun yfirgefa Barcelona í lok þessa tímabils en hann staðfesti þetta á blaðamannafundi í dag. 27. apríl 2018 12:31 Kínaför Iniesta í uppnámi Kínaför Andres Iniesta gæti verið í hættu eftir að Chongqing Lifan, félagið sem Iniesta átti að ganga í raðir, sögðu að þeir myndu ekki borga þau laun sem Spánverjinn hafði óskað eftir. 8. maí 2018 06:00
Iniesta kveður Barcelona │ „Mun aldrei spila gegn Barca“ Andres Iniesta mun yfirgefa Barcelona í lok þessa tímabils en hann staðfesti þetta á blaðamannafundi í dag. 27. apríl 2018 12:31
Kínaför Iniesta í uppnámi Kínaför Andres Iniesta gæti verið í hættu eftir að Chongqing Lifan, félagið sem Iniesta átti að ganga í raðir, sögðu að þeir myndu ekki borga þau laun sem Spánverjinn hafði óskað eftir. 8. maí 2018 06:00
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti