Undirbúa sig fyrir viðskiptaþvinganir Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. maí 2018 06:27 Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, vill standa vörð um hagsmuni evrópskra fyrirtækja. Vísir/EPa Evrópusambandið reynir nú að blása lífi í löggjöf sem myndi gera evrópskum fyrirtækjum kleift að stunda viðskipti í Íran, þrátt fyrir viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna. Hin svokallaða „hömlunarlöggjöf,“ eins og hún er kölluð á vef breska ríkisútvarpsins, var kynnt til sögunnar árið 1996 í tengslum við viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna gegn Kúbu. Henni var hins vegar aldrei beitt og hefur því í raun legið óhreyfð í rúma tvo áratugi. Evrópusambandið ákvað hins vegar í morgun að byrja að endurskrifa löggjöfina svo hún nái til nýjustu viðskiptaþvingananna gegn Íran. Bandaríkjastjórn tilkynnti í liðinni viku að hún hygðist draga sig úr kjarnorkusamningnum við Íran og innleiða aftur víðtækar viðskiptaþvinganir gegn stjórnvöldum í Teheran. Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir að löggjöfin verði nýtt til að standa vörð um hagsmuni evrópskra stórfyrirtækja í Íran.Sjá einnig: Bandaríkin hóta evrópskum stórfyrirtækjumBandaríkjastórn hefur ýjað að því að að beita viðskiptaþvingunum gegn fyrirtækjunum sem munu halda áfram að stunda viðskipti í Íran eftir að Bandaríkin sögðu sig úr kjarnorkusamningnum við ríkið. Við þessu vill Juncker bregðast, ef allt fer á versta veg. „Það er skylda okkar að verja evrópsk fyrirtæki og á það jafnt við um litlar sem og meðalstórar einingar,“ sagði Juncker á blaðamannafundi í Búlgaríu í dag. Talið er að löggjöfin muni kveðja á um digran sjóð sem notaður verður til að aðstoða bandarísk fyrirtæki við að standa straum af þeim kostnaði sem af bandarísku viðskiptaþvingununum kann að hljótast. Bandaríkin Evrópusambandið Kúba Tengdar fréttir Bandaríkin hóta evrópskum stórfyrirtækjum Donald Trump er reiðubúinn að beita viðskiptaþvingunum gegn evrópskum fyrirtækjum sem munu halda áfram að eiga viðskipti í Íran eftir að Bandaríkin sögðu sig úr kjarnorkusamningnum við ríkið. 14. maí 2018 06:22 Fyrstu viðskiptaþvinganirnar taka gildi Bandaríkjastjórn kynnti í gærkvöld viðskiptaþvinganir gegn sex einstaklingum og þremur fyrirtækjum sem sögðu eru hafa tengsl við írönsku byltingarverðina. 11. maí 2018 06:29 Ólíðandi að Trump geti stöðvað evrópska samninga við Íran Utanríkisráðherra Frakklands segir algjörlega ótækt að evrópsk fyrirtæki þurfi að rifta milljarðasamningum vegna einhliða ákvarðana Bandaríkjastjórnar. Hann fordæmir þá ákvörðun Trump stjórnarinnar að virða ekki gerða samninga við Íran. 11. maí 2018 08:54 Mest lesið Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Sjá meira
Evrópusambandið reynir nú að blása lífi í löggjöf sem myndi gera evrópskum fyrirtækjum kleift að stunda viðskipti í Íran, þrátt fyrir viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna. Hin svokallaða „hömlunarlöggjöf,“ eins og hún er kölluð á vef breska ríkisútvarpsins, var kynnt til sögunnar árið 1996 í tengslum við viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna gegn Kúbu. Henni var hins vegar aldrei beitt og hefur því í raun legið óhreyfð í rúma tvo áratugi. Evrópusambandið ákvað hins vegar í morgun að byrja að endurskrifa löggjöfina svo hún nái til nýjustu viðskiptaþvingananna gegn Íran. Bandaríkjastjórn tilkynnti í liðinni viku að hún hygðist draga sig úr kjarnorkusamningnum við Íran og innleiða aftur víðtækar viðskiptaþvinganir gegn stjórnvöldum í Teheran. Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir að löggjöfin verði nýtt til að standa vörð um hagsmuni evrópskra stórfyrirtækja í Íran.Sjá einnig: Bandaríkin hóta evrópskum stórfyrirtækjumBandaríkjastórn hefur ýjað að því að að beita viðskiptaþvingunum gegn fyrirtækjunum sem munu halda áfram að stunda viðskipti í Íran eftir að Bandaríkin sögðu sig úr kjarnorkusamningnum við ríkið. Við þessu vill Juncker bregðast, ef allt fer á versta veg. „Það er skylda okkar að verja evrópsk fyrirtæki og á það jafnt við um litlar sem og meðalstórar einingar,“ sagði Juncker á blaðamannafundi í Búlgaríu í dag. Talið er að löggjöfin muni kveðja á um digran sjóð sem notaður verður til að aðstoða bandarísk fyrirtæki við að standa straum af þeim kostnaði sem af bandarísku viðskiptaþvingununum kann að hljótast.
Bandaríkin Evrópusambandið Kúba Tengdar fréttir Bandaríkin hóta evrópskum stórfyrirtækjum Donald Trump er reiðubúinn að beita viðskiptaþvingunum gegn evrópskum fyrirtækjum sem munu halda áfram að eiga viðskipti í Íran eftir að Bandaríkin sögðu sig úr kjarnorkusamningnum við ríkið. 14. maí 2018 06:22 Fyrstu viðskiptaþvinganirnar taka gildi Bandaríkjastjórn kynnti í gærkvöld viðskiptaþvinganir gegn sex einstaklingum og þremur fyrirtækjum sem sögðu eru hafa tengsl við írönsku byltingarverðina. 11. maí 2018 06:29 Ólíðandi að Trump geti stöðvað evrópska samninga við Íran Utanríkisráðherra Frakklands segir algjörlega ótækt að evrópsk fyrirtæki þurfi að rifta milljarðasamningum vegna einhliða ákvarðana Bandaríkjastjórnar. Hann fordæmir þá ákvörðun Trump stjórnarinnar að virða ekki gerða samninga við Íran. 11. maí 2018 08:54 Mest lesið Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Sjá meira
Bandaríkin hóta evrópskum stórfyrirtækjum Donald Trump er reiðubúinn að beita viðskiptaþvingunum gegn evrópskum fyrirtækjum sem munu halda áfram að eiga viðskipti í Íran eftir að Bandaríkin sögðu sig úr kjarnorkusamningnum við ríkið. 14. maí 2018 06:22
Fyrstu viðskiptaþvinganirnar taka gildi Bandaríkjastjórn kynnti í gærkvöld viðskiptaþvinganir gegn sex einstaklingum og þremur fyrirtækjum sem sögðu eru hafa tengsl við írönsku byltingarverðina. 11. maí 2018 06:29
Ólíðandi að Trump geti stöðvað evrópska samninga við Íran Utanríkisráðherra Frakklands segir algjörlega ótækt að evrópsk fyrirtæki þurfi að rifta milljarðasamningum vegna einhliða ákvarðana Bandaríkjastjórnar. Hann fordæmir þá ákvörðun Trump stjórnarinnar að virða ekki gerða samninga við Íran. 11. maí 2018 08:54