Formlegar meirihlutaviðræður í borginni hefjast líklega á morgun Heimir Már Pétursson skrifar 27. maí 2018 18:33 Óformlegar þreifingar um myndun nýs meirihluta í borginni eru þegar hafnar en reiknað er með að formlegar viðræður hefjist á morgun. Sjálfstæðisflokkurinn er í mun þrengri stöðu en Samfylkingin í Reykjavík varðandi möguleika á þátttöku í myndun nýs meirihluta þótt flokkurinn sé ótvíræður sigurvegari kosninganna í gær. Sveitarstjórnarkosningarnar eru að baki og í dag var verið að rífa kjörklefana niður. Kosninganóttin var mjög spennandi í Reykjavík. Allt frá fyrstu tölum var Sjálfstæðisflokkurinn í forystu og um tíma leit út fyrir að hann fengi níu borgarfulltrúa. En þegar upp verður staðið gæti farið svo að flokkurinn hafi unnið orrustuna en tapað stríðinu. Úrslitin í Reykjavík eru þau bestu sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur fengið í tólf ár eða frá kosningunum árið 2006, fékk 30,8 prósent atkvæða og átta fulltrúa. En það er annar sigurvegari sem mun ráða för við myndun nýs meirihluta í borginni og það er Viðreisn með tvo borgarfulltrúa.Í grundvallaratriðum lítur staðan svona út: Gömlu meirihlutaflokkarnir sem við getum kallað vinstri-miðflokka eru með tíu borgarfulltrúa og hægri-miðflokkarnir með Sjálfstæðisflokkinn í farabroddi eru með tíu en tólf fulltrúa þarf til myndunar meirihluta. Og þá koma tveir mikilvægir borgarfulltrúar Viðreisnar til sögunnar. Flokkurinn getur tryggt báðum blokkum meirihluta í borgarstjórn. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar ítrekaði eins og borgarfulltrúar flokksins í kosningavöku Stöðvar 2 í gærkvöldi að málefnin myndu ráða för að hálfu flokksins í meirihlutaviðræðum. „En við munum selja okkur dýrt,” sagði Þorgerður Katrín. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir sagði í dag að oddvitar flokkanna hefðu í raun eytt meiri tíma saman en með sínu samflokksfólki. Nú er ég að fara að tala við mitt folk. Þannig að við erum öll búin að vera að tala saman. „Við oddvitarnir erum búin að vera meira og minna saman síðan klukkan tíu í gær. Ég er í raun búin að vera meira með oddvitum hinna flokkanna en í raun með mínu eigin fólki. En það eru ekki búin að vera nein „klukka” í gangi ennþá,” sagði Þórdís Lóa skömmu fyrir hádegi í dag. Fræðilega séð mætti stækka meirihlutan vinstra megin í þrettán fulltrúa með þátttöku Sósíalistaflokksins og jafnvel upp í 14 með fulltrúa Flokks fólksins. En samkvæmt heimildum fréttastofunnar væri ekki mikill áhugi á því hjá Viðreisn, þar sem menn telja kjósendur ekki hafa verið að kalla eftir flokkum lengst til hægri og vinstri. Þá gætu Vinstri græn í ljósi stjórnarsamstarfsins farið í samstarf með Sjálfstæðisflokknum en flestir telja að það yrði endanlegt pólitískt sjálfsmorð að hálfu flokksins í borginni. Samkvæmt heimildum fréttastofu hófust óformlegar þreifingar milli leiðtoga helstu flokka strax á kosninganótt og hafa þær haldið áfram í dag. Hins vegar er ekki reiknað með að formlega meirihlutaviðræður hefjist fyrr en í fyrsta lagi á morgun. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Rýnt í úrslit borgarstjórnarkosninga: Viðreisn í lykilstöðu Meirihluti Samfylkingar, Vinstri grænna, Pírata og Bjartrar framtíðar er fallinn. 27. maí 2018 08:46 Óvíst hvort Lóa tæki Dag eða Eyþór með í sumarbústað Viðreisn fær tvo borgarfulltrúa samkvæmt fyrstu tölum. 27. maí 2018 00:22 Lokatölur í Reykjavík: Meirihlutinn er fallinn Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn í Reykjavík með átta fulltrúa af tuttugu og þremur. Samfylkingin er næststærst með sjö og Viðreisn fær tvo fulltrúa. 27. maí 2018 06:44 Kosninganóttin í borginni gerð upp í myndum Rakel Ósk Sigurðardóttir og Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndarar Vísis, voru á ferðinni í nótt. 27. maí 2018 12:07 Mest lesið Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Fleiri fréttir Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Sjá meira
Óformlegar þreifingar um myndun nýs meirihluta í borginni eru þegar hafnar en reiknað er með að formlegar viðræður hefjist á morgun. Sjálfstæðisflokkurinn er í mun þrengri stöðu en Samfylkingin í Reykjavík varðandi möguleika á þátttöku í myndun nýs meirihluta þótt flokkurinn sé ótvíræður sigurvegari kosninganna í gær. Sveitarstjórnarkosningarnar eru að baki og í dag var verið að rífa kjörklefana niður. Kosninganóttin var mjög spennandi í Reykjavík. Allt frá fyrstu tölum var Sjálfstæðisflokkurinn í forystu og um tíma leit út fyrir að hann fengi níu borgarfulltrúa. En þegar upp verður staðið gæti farið svo að flokkurinn hafi unnið orrustuna en tapað stríðinu. Úrslitin í Reykjavík eru þau bestu sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur fengið í tólf ár eða frá kosningunum árið 2006, fékk 30,8 prósent atkvæða og átta fulltrúa. En það er annar sigurvegari sem mun ráða för við myndun nýs meirihluta í borginni og það er Viðreisn með tvo borgarfulltrúa.Í grundvallaratriðum lítur staðan svona út: Gömlu meirihlutaflokkarnir sem við getum kallað vinstri-miðflokka eru með tíu borgarfulltrúa og hægri-miðflokkarnir með Sjálfstæðisflokkinn í farabroddi eru með tíu en tólf fulltrúa þarf til myndunar meirihluta. Og þá koma tveir mikilvægir borgarfulltrúar Viðreisnar til sögunnar. Flokkurinn getur tryggt báðum blokkum meirihluta í borgarstjórn. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar ítrekaði eins og borgarfulltrúar flokksins í kosningavöku Stöðvar 2 í gærkvöldi að málefnin myndu ráða för að hálfu flokksins í meirihlutaviðræðum. „En við munum selja okkur dýrt,” sagði Þorgerður Katrín. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir sagði í dag að oddvitar flokkanna hefðu í raun eytt meiri tíma saman en með sínu samflokksfólki. Nú er ég að fara að tala við mitt folk. Þannig að við erum öll búin að vera að tala saman. „Við oddvitarnir erum búin að vera meira og minna saman síðan klukkan tíu í gær. Ég er í raun búin að vera meira með oddvitum hinna flokkanna en í raun með mínu eigin fólki. En það eru ekki búin að vera nein „klukka” í gangi ennþá,” sagði Þórdís Lóa skömmu fyrir hádegi í dag. Fræðilega séð mætti stækka meirihlutan vinstra megin í þrettán fulltrúa með þátttöku Sósíalistaflokksins og jafnvel upp í 14 með fulltrúa Flokks fólksins. En samkvæmt heimildum fréttastofunnar væri ekki mikill áhugi á því hjá Viðreisn, þar sem menn telja kjósendur ekki hafa verið að kalla eftir flokkum lengst til hægri og vinstri. Þá gætu Vinstri græn í ljósi stjórnarsamstarfsins farið í samstarf með Sjálfstæðisflokknum en flestir telja að það yrði endanlegt pólitískt sjálfsmorð að hálfu flokksins í borginni. Samkvæmt heimildum fréttastofu hófust óformlegar þreifingar milli leiðtoga helstu flokka strax á kosninganótt og hafa þær haldið áfram í dag. Hins vegar er ekki reiknað með að formlega meirihlutaviðræður hefjist fyrr en í fyrsta lagi á morgun.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Rýnt í úrslit borgarstjórnarkosninga: Viðreisn í lykilstöðu Meirihluti Samfylkingar, Vinstri grænna, Pírata og Bjartrar framtíðar er fallinn. 27. maí 2018 08:46 Óvíst hvort Lóa tæki Dag eða Eyþór með í sumarbústað Viðreisn fær tvo borgarfulltrúa samkvæmt fyrstu tölum. 27. maí 2018 00:22 Lokatölur í Reykjavík: Meirihlutinn er fallinn Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn í Reykjavík með átta fulltrúa af tuttugu og þremur. Samfylkingin er næststærst með sjö og Viðreisn fær tvo fulltrúa. 27. maí 2018 06:44 Kosninganóttin í borginni gerð upp í myndum Rakel Ósk Sigurðardóttir og Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndarar Vísis, voru á ferðinni í nótt. 27. maí 2018 12:07 Mest lesið Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Fleiri fréttir Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Sjá meira
Rýnt í úrslit borgarstjórnarkosninga: Viðreisn í lykilstöðu Meirihluti Samfylkingar, Vinstri grænna, Pírata og Bjartrar framtíðar er fallinn. 27. maí 2018 08:46
Óvíst hvort Lóa tæki Dag eða Eyþór með í sumarbústað Viðreisn fær tvo borgarfulltrúa samkvæmt fyrstu tölum. 27. maí 2018 00:22
Lokatölur í Reykjavík: Meirihlutinn er fallinn Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn í Reykjavík með átta fulltrúa af tuttugu og þremur. Samfylkingin er næststærst með sjö og Viðreisn fær tvo fulltrúa. 27. maí 2018 06:44
Kosninganóttin í borginni gerð upp í myndum Rakel Ósk Sigurðardóttir og Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndarar Vísis, voru á ferðinni í nótt. 27. maí 2018 12:07