Formlegar meirihlutaviðræður í borginni hefjast líklega á morgun Heimir Már Pétursson skrifar 27. maí 2018 18:33 Óformlegar þreifingar um myndun nýs meirihluta í borginni eru þegar hafnar en reiknað er með að formlegar viðræður hefjist á morgun. Sjálfstæðisflokkurinn er í mun þrengri stöðu en Samfylkingin í Reykjavík varðandi möguleika á þátttöku í myndun nýs meirihluta þótt flokkurinn sé ótvíræður sigurvegari kosninganna í gær. Sveitarstjórnarkosningarnar eru að baki og í dag var verið að rífa kjörklefana niður. Kosninganóttin var mjög spennandi í Reykjavík. Allt frá fyrstu tölum var Sjálfstæðisflokkurinn í forystu og um tíma leit út fyrir að hann fengi níu borgarfulltrúa. En þegar upp verður staðið gæti farið svo að flokkurinn hafi unnið orrustuna en tapað stríðinu. Úrslitin í Reykjavík eru þau bestu sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur fengið í tólf ár eða frá kosningunum árið 2006, fékk 30,8 prósent atkvæða og átta fulltrúa. En það er annar sigurvegari sem mun ráða för við myndun nýs meirihluta í borginni og það er Viðreisn með tvo borgarfulltrúa.Í grundvallaratriðum lítur staðan svona út: Gömlu meirihlutaflokkarnir sem við getum kallað vinstri-miðflokka eru með tíu borgarfulltrúa og hægri-miðflokkarnir með Sjálfstæðisflokkinn í farabroddi eru með tíu en tólf fulltrúa þarf til myndunar meirihluta. Og þá koma tveir mikilvægir borgarfulltrúar Viðreisnar til sögunnar. Flokkurinn getur tryggt báðum blokkum meirihluta í borgarstjórn. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar ítrekaði eins og borgarfulltrúar flokksins í kosningavöku Stöðvar 2 í gærkvöldi að málefnin myndu ráða för að hálfu flokksins í meirihlutaviðræðum. „En við munum selja okkur dýrt,” sagði Þorgerður Katrín. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir sagði í dag að oddvitar flokkanna hefðu í raun eytt meiri tíma saman en með sínu samflokksfólki. Nú er ég að fara að tala við mitt folk. Þannig að við erum öll búin að vera að tala saman. „Við oddvitarnir erum búin að vera meira og minna saman síðan klukkan tíu í gær. Ég er í raun búin að vera meira með oddvitum hinna flokkanna en í raun með mínu eigin fólki. En það eru ekki búin að vera nein „klukka” í gangi ennþá,” sagði Þórdís Lóa skömmu fyrir hádegi í dag. Fræðilega séð mætti stækka meirihlutan vinstra megin í þrettán fulltrúa með þátttöku Sósíalistaflokksins og jafnvel upp í 14 með fulltrúa Flokks fólksins. En samkvæmt heimildum fréttastofunnar væri ekki mikill áhugi á því hjá Viðreisn, þar sem menn telja kjósendur ekki hafa verið að kalla eftir flokkum lengst til hægri og vinstri. Þá gætu Vinstri græn í ljósi stjórnarsamstarfsins farið í samstarf með Sjálfstæðisflokknum en flestir telja að það yrði endanlegt pólitískt sjálfsmorð að hálfu flokksins í borginni. Samkvæmt heimildum fréttastofu hófust óformlegar þreifingar milli leiðtoga helstu flokka strax á kosninganótt og hafa þær haldið áfram í dag. Hins vegar er ekki reiknað með að formlega meirihlutaviðræður hefjist fyrr en í fyrsta lagi á morgun. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Rýnt í úrslit borgarstjórnarkosninga: Viðreisn í lykilstöðu Meirihluti Samfylkingar, Vinstri grænna, Pírata og Bjartrar framtíðar er fallinn. 27. maí 2018 08:46 Óvíst hvort Lóa tæki Dag eða Eyþór með í sumarbústað Viðreisn fær tvo borgarfulltrúa samkvæmt fyrstu tölum. 27. maí 2018 00:22 Lokatölur í Reykjavík: Meirihlutinn er fallinn Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn í Reykjavík með átta fulltrúa af tuttugu og þremur. Samfylkingin er næststærst með sjö og Viðreisn fær tvo fulltrúa. 27. maí 2018 06:44 Kosninganóttin í borginni gerð upp í myndum Rakel Ósk Sigurðardóttir og Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndarar Vísis, voru á ferðinni í nótt. 27. maí 2018 12:07 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Óformlegar þreifingar um myndun nýs meirihluta í borginni eru þegar hafnar en reiknað er með að formlegar viðræður hefjist á morgun. Sjálfstæðisflokkurinn er í mun þrengri stöðu en Samfylkingin í Reykjavík varðandi möguleika á þátttöku í myndun nýs meirihluta þótt flokkurinn sé ótvíræður sigurvegari kosninganna í gær. Sveitarstjórnarkosningarnar eru að baki og í dag var verið að rífa kjörklefana niður. Kosninganóttin var mjög spennandi í Reykjavík. Allt frá fyrstu tölum var Sjálfstæðisflokkurinn í forystu og um tíma leit út fyrir að hann fengi níu borgarfulltrúa. En þegar upp verður staðið gæti farið svo að flokkurinn hafi unnið orrustuna en tapað stríðinu. Úrslitin í Reykjavík eru þau bestu sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur fengið í tólf ár eða frá kosningunum árið 2006, fékk 30,8 prósent atkvæða og átta fulltrúa. En það er annar sigurvegari sem mun ráða för við myndun nýs meirihluta í borginni og það er Viðreisn með tvo borgarfulltrúa.Í grundvallaratriðum lítur staðan svona út: Gömlu meirihlutaflokkarnir sem við getum kallað vinstri-miðflokka eru með tíu borgarfulltrúa og hægri-miðflokkarnir með Sjálfstæðisflokkinn í farabroddi eru með tíu en tólf fulltrúa þarf til myndunar meirihluta. Og þá koma tveir mikilvægir borgarfulltrúar Viðreisnar til sögunnar. Flokkurinn getur tryggt báðum blokkum meirihluta í borgarstjórn. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar ítrekaði eins og borgarfulltrúar flokksins í kosningavöku Stöðvar 2 í gærkvöldi að málefnin myndu ráða för að hálfu flokksins í meirihlutaviðræðum. „En við munum selja okkur dýrt,” sagði Þorgerður Katrín. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir sagði í dag að oddvitar flokkanna hefðu í raun eytt meiri tíma saman en með sínu samflokksfólki. Nú er ég að fara að tala við mitt folk. Þannig að við erum öll búin að vera að tala saman. „Við oddvitarnir erum búin að vera meira og minna saman síðan klukkan tíu í gær. Ég er í raun búin að vera meira með oddvitum hinna flokkanna en í raun með mínu eigin fólki. En það eru ekki búin að vera nein „klukka” í gangi ennþá,” sagði Þórdís Lóa skömmu fyrir hádegi í dag. Fræðilega séð mætti stækka meirihlutan vinstra megin í þrettán fulltrúa með þátttöku Sósíalistaflokksins og jafnvel upp í 14 með fulltrúa Flokks fólksins. En samkvæmt heimildum fréttastofunnar væri ekki mikill áhugi á því hjá Viðreisn, þar sem menn telja kjósendur ekki hafa verið að kalla eftir flokkum lengst til hægri og vinstri. Þá gætu Vinstri græn í ljósi stjórnarsamstarfsins farið í samstarf með Sjálfstæðisflokknum en flestir telja að það yrði endanlegt pólitískt sjálfsmorð að hálfu flokksins í borginni. Samkvæmt heimildum fréttastofu hófust óformlegar þreifingar milli leiðtoga helstu flokka strax á kosninganótt og hafa þær haldið áfram í dag. Hins vegar er ekki reiknað með að formlega meirihlutaviðræður hefjist fyrr en í fyrsta lagi á morgun.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Rýnt í úrslit borgarstjórnarkosninga: Viðreisn í lykilstöðu Meirihluti Samfylkingar, Vinstri grænna, Pírata og Bjartrar framtíðar er fallinn. 27. maí 2018 08:46 Óvíst hvort Lóa tæki Dag eða Eyþór með í sumarbústað Viðreisn fær tvo borgarfulltrúa samkvæmt fyrstu tölum. 27. maí 2018 00:22 Lokatölur í Reykjavík: Meirihlutinn er fallinn Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn í Reykjavík með átta fulltrúa af tuttugu og þremur. Samfylkingin er næststærst með sjö og Viðreisn fær tvo fulltrúa. 27. maí 2018 06:44 Kosninganóttin í borginni gerð upp í myndum Rakel Ósk Sigurðardóttir og Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndarar Vísis, voru á ferðinni í nótt. 27. maí 2018 12:07 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Rýnt í úrslit borgarstjórnarkosninga: Viðreisn í lykilstöðu Meirihluti Samfylkingar, Vinstri grænna, Pírata og Bjartrar framtíðar er fallinn. 27. maí 2018 08:46
Óvíst hvort Lóa tæki Dag eða Eyþór með í sumarbústað Viðreisn fær tvo borgarfulltrúa samkvæmt fyrstu tölum. 27. maí 2018 00:22
Lokatölur í Reykjavík: Meirihlutinn er fallinn Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn í Reykjavík með átta fulltrúa af tuttugu og þremur. Samfylkingin er næststærst með sjö og Viðreisn fær tvo fulltrúa. 27. maí 2018 06:44
Kosninganóttin í borginni gerð upp í myndum Rakel Ósk Sigurðardóttir og Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndarar Vísis, voru á ferðinni í nótt. 27. maí 2018 12:07