Berjast við að aftra útbreiðslu ebóluveiru í Austur-Kongó Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 26. maí 2018 06:00 Öllu máli skiptir að upplýsa íbúa um forvarnir við ebólu. Vísir/getty Heilbrigðisstarfsmenn í Austur-Kongó freista þess nú að aftra útbreiðslu ebólufaraldursins sem spratt upp á strjálbýlu svæði í vesturhluta landsins í apríl síðastliðnum. Síðan þá hafa tæplega sextíu smitast af veirunni, af þeim hafa 27 látist. Þetta er í níunda skipti sem ebólu-faraldur kemur upp í Austur-Kongó síðan veiran uppgötvaðist árið 1976. Þó svo að heimamenn séu alkunnugir þeim hörmungum sem fylgja veirunni þá hafa heilbrigðisstarfsmenn mætt töluverðri tortryggni og efasemdum heimamanna um það hvernig best sé að forðast smit. Sérfræðingar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) segja ekki tímabært að lýsa yfir alþjóðlegu neyðarástandi, en vonir standa til að hægt verði að hægja verulega á útbreiðslu veirunnar með öflugu forvarnastarfi og skjótri meðhöndlun þeirra sem smitast hafa af veirunni eða komist í tæri við sýkta einstaklinga. Með þessum hætti megi koma í veg fyrir að veiran berist til þéttbýlissvæða. Einna helst óttast sérfræðingar að veiran berist til borgarinnar Mbandaka þar sem 1,2 milljónir manna búa. Nú þegar hafa þrjú staðfest tilfelli komið upp í borginni. Festi veiran rætur í borginni eru taldar miklar líkur á því að hún komi upp í höfuðborginni Kinshasha, stærstu og fjölmennustu borg Austur-Kongó. Gríðarlegur viðbúnaður er í borgunum tveimur. Í Kinshasha eru allir flugfarþegar skimaðir fyrir veirunni og við hafnir Mbandaka er sami háttur hafður á.Sjá einnig: Ekki alþjóðlegt neyðarástand Peter Salama, yfirmaður neyðaráætlana hjá WHO, sagði miklar vísindaframfarir hafa átt sér stað síðan síðasti ebólu-faraldur kom upp. Viðbragðsaðilar séu í betri stöðu nú til að bregðast við með skilvirkum hætti. „Áður fyrr var höfuðáhersla lögð á að loka tilteknum svæðum, að hefta útbreiðsluna,“ segir Salama. „Núna getum við boðið þessum einstaklingum aðra og betri þjónustu.“ Þannig hefur WHO dreift 7.500 skömmtum af tilraunabóluefni við ebólu til íbúa í vesturhluta Austur-Kongó og víðar. Jafnframt hefur heilbrigðistarfsfólk á svæðunum verið bólusett fyrir veirunni. Ótti íbúa hefur gert heilbrigðisstarfsfólki erfitt fyrir. Læknum og hjúkrunarfræðingum hefur verið hótað og þau sökuð um að dreifa veirunni. Þá ruddist fjölskylda tveggja stúlkna sem smitaðar voru af ebólu inn á sjúkrahús og flutti þær á brott. Önnur þeirra var flutt í nálæga kirkju þar sem 19 manns sameinuðust í bæn og þau þökkuðu guði fyrir að lækna stúlkuna af veirunni. Hún lést daginn eftir og miklar líkar eru taldar á að þeir sem tóku þátt í bænastundinni hafi smitast. Ebóla uppgötvaðist árið 1976 við samnefnda á í Austur-Kongó. Veiran veldur meiriháttar innvortis blæðingum og leiðir til dauða í um helmingi tilfella. Ekkert staðfest bóluefni er til við veirunni, en þó eru nokkur tilraunalyf í notkun. Birtist í Fréttablaðinu Ebóla Tengdar fréttir Tilfellum fjölgar í Austur-Kongó Fjöldi tilfella af Ebólu hafa greinst í landinu á undanförnum vikum, tilkynnt var um 3 ný í milljónaborginni Mbandaka 19. maí 2018 13:00 Ekki alþjóðlegt neyðarástand Ekki er enn tilefni til þess að lýsa yfir alþjóðlegu neyðarástandi vegna ebólufaraldurs sem geisar nú í Austur-Kongó. Þessa afstöðu tók Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) á fundi sínum í Genf í gær. 19. maí 2018 08:30 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Innlent Fleiri fréttir Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Sjá meira
Heilbrigðisstarfsmenn í Austur-Kongó freista þess nú að aftra útbreiðslu ebólufaraldursins sem spratt upp á strjálbýlu svæði í vesturhluta landsins í apríl síðastliðnum. Síðan þá hafa tæplega sextíu smitast af veirunni, af þeim hafa 27 látist. Þetta er í níunda skipti sem ebólu-faraldur kemur upp í Austur-Kongó síðan veiran uppgötvaðist árið 1976. Þó svo að heimamenn séu alkunnugir þeim hörmungum sem fylgja veirunni þá hafa heilbrigðisstarfsmenn mætt töluverðri tortryggni og efasemdum heimamanna um það hvernig best sé að forðast smit. Sérfræðingar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) segja ekki tímabært að lýsa yfir alþjóðlegu neyðarástandi, en vonir standa til að hægt verði að hægja verulega á útbreiðslu veirunnar með öflugu forvarnastarfi og skjótri meðhöndlun þeirra sem smitast hafa af veirunni eða komist í tæri við sýkta einstaklinga. Með þessum hætti megi koma í veg fyrir að veiran berist til þéttbýlissvæða. Einna helst óttast sérfræðingar að veiran berist til borgarinnar Mbandaka þar sem 1,2 milljónir manna búa. Nú þegar hafa þrjú staðfest tilfelli komið upp í borginni. Festi veiran rætur í borginni eru taldar miklar líkur á því að hún komi upp í höfuðborginni Kinshasha, stærstu og fjölmennustu borg Austur-Kongó. Gríðarlegur viðbúnaður er í borgunum tveimur. Í Kinshasha eru allir flugfarþegar skimaðir fyrir veirunni og við hafnir Mbandaka er sami háttur hafður á.Sjá einnig: Ekki alþjóðlegt neyðarástand Peter Salama, yfirmaður neyðaráætlana hjá WHO, sagði miklar vísindaframfarir hafa átt sér stað síðan síðasti ebólu-faraldur kom upp. Viðbragðsaðilar séu í betri stöðu nú til að bregðast við með skilvirkum hætti. „Áður fyrr var höfuðáhersla lögð á að loka tilteknum svæðum, að hefta útbreiðsluna,“ segir Salama. „Núna getum við boðið þessum einstaklingum aðra og betri þjónustu.“ Þannig hefur WHO dreift 7.500 skömmtum af tilraunabóluefni við ebólu til íbúa í vesturhluta Austur-Kongó og víðar. Jafnframt hefur heilbrigðistarfsfólk á svæðunum verið bólusett fyrir veirunni. Ótti íbúa hefur gert heilbrigðisstarfsfólki erfitt fyrir. Læknum og hjúkrunarfræðingum hefur verið hótað og þau sökuð um að dreifa veirunni. Þá ruddist fjölskylda tveggja stúlkna sem smitaðar voru af ebólu inn á sjúkrahús og flutti þær á brott. Önnur þeirra var flutt í nálæga kirkju þar sem 19 manns sameinuðust í bæn og þau þökkuðu guði fyrir að lækna stúlkuna af veirunni. Hún lést daginn eftir og miklar líkar eru taldar á að þeir sem tóku þátt í bænastundinni hafi smitast. Ebóla uppgötvaðist árið 1976 við samnefnda á í Austur-Kongó. Veiran veldur meiriháttar innvortis blæðingum og leiðir til dauða í um helmingi tilfella. Ekkert staðfest bóluefni er til við veirunni, en þó eru nokkur tilraunalyf í notkun.
Birtist í Fréttablaðinu Ebóla Tengdar fréttir Tilfellum fjölgar í Austur-Kongó Fjöldi tilfella af Ebólu hafa greinst í landinu á undanförnum vikum, tilkynnt var um 3 ný í milljónaborginni Mbandaka 19. maí 2018 13:00 Ekki alþjóðlegt neyðarástand Ekki er enn tilefni til þess að lýsa yfir alþjóðlegu neyðarástandi vegna ebólufaraldurs sem geisar nú í Austur-Kongó. Þessa afstöðu tók Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) á fundi sínum í Genf í gær. 19. maí 2018 08:30 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Innlent Fleiri fréttir Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Sjá meira
Tilfellum fjölgar í Austur-Kongó Fjöldi tilfella af Ebólu hafa greinst í landinu á undanförnum vikum, tilkynnt var um 3 ný í milljónaborginni Mbandaka 19. maí 2018 13:00
Ekki alþjóðlegt neyðarástand Ekki er enn tilefni til þess að lýsa yfir alþjóðlegu neyðarástandi vegna ebólufaraldurs sem geisar nú í Austur-Kongó. Þessa afstöðu tók Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) á fundi sínum í Genf í gær. 19. maí 2018 08:30