Berjast við að aftra útbreiðslu ebóluveiru í Austur-Kongó Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 26. maí 2018 06:00 Öllu máli skiptir að upplýsa íbúa um forvarnir við ebólu. Vísir/getty Heilbrigðisstarfsmenn í Austur-Kongó freista þess nú að aftra útbreiðslu ebólufaraldursins sem spratt upp á strjálbýlu svæði í vesturhluta landsins í apríl síðastliðnum. Síðan þá hafa tæplega sextíu smitast af veirunni, af þeim hafa 27 látist. Þetta er í níunda skipti sem ebólu-faraldur kemur upp í Austur-Kongó síðan veiran uppgötvaðist árið 1976. Þó svo að heimamenn séu alkunnugir þeim hörmungum sem fylgja veirunni þá hafa heilbrigðisstarfsmenn mætt töluverðri tortryggni og efasemdum heimamanna um það hvernig best sé að forðast smit. Sérfræðingar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) segja ekki tímabært að lýsa yfir alþjóðlegu neyðarástandi, en vonir standa til að hægt verði að hægja verulega á útbreiðslu veirunnar með öflugu forvarnastarfi og skjótri meðhöndlun þeirra sem smitast hafa af veirunni eða komist í tæri við sýkta einstaklinga. Með þessum hætti megi koma í veg fyrir að veiran berist til þéttbýlissvæða. Einna helst óttast sérfræðingar að veiran berist til borgarinnar Mbandaka þar sem 1,2 milljónir manna búa. Nú þegar hafa þrjú staðfest tilfelli komið upp í borginni. Festi veiran rætur í borginni eru taldar miklar líkur á því að hún komi upp í höfuðborginni Kinshasha, stærstu og fjölmennustu borg Austur-Kongó. Gríðarlegur viðbúnaður er í borgunum tveimur. Í Kinshasha eru allir flugfarþegar skimaðir fyrir veirunni og við hafnir Mbandaka er sami háttur hafður á.Sjá einnig: Ekki alþjóðlegt neyðarástand Peter Salama, yfirmaður neyðaráætlana hjá WHO, sagði miklar vísindaframfarir hafa átt sér stað síðan síðasti ebólu-faraldur kom upp. Viðbragðsaðilar séu í betri stöðu nú til að bregðast við með skilvirkum hætti. „Áður fyrr var höfuðáhersla lögð á að loka tilteknum svæðum, að hefta útbreiðsluna,“ segir Salama. „Núna getum við boðið þessum einstaklingum aðra og betri þjónustu.“ Þannig hefur WHO dreift 7.500 skömmtum af tilraunabóluefni við ebólu til íbúa í vesturhluta Austur-Kongó og víðar. Jafnframt hefur heilbrigðistarfsfólk á svæðunum verið bólusett fyrir veirunni. Ótti íbúa hefur gert heilbrigðisstarfsfólki erfitt fyrir. Læknum og hjúkrunarfræðingum hefur verið hótað og þau sökuð um að dreifa veirunni. Þá ruddist fjölskylda tveggja stúlkna sem smitaðar voru af ebólu inn á sjúkrahús og flutti þær á brott. Önnur þeirra var flutt í nálæga kirkju þar sem 19 manns sameinuðust í bæn og þau þökkuðu guði fyrir að lækna stúlkuna af veirunni. Hún lést daginn eftir og miklar líkar eru taldar á að þeir sem tóku þátt í bænastundinni hafi smitast. Ebóla uppgötvaðist árið 1976 við samnefnda á í Austur-Kongó. Veiran veldur meiriháttar innvortis blæðingum og leiðir til dauða í um helmingi tilfella. Ekkert staðfest bóluefni er til við veirunni, en þó eru nokkur tilraunalyf í notkun. Birtist í Fréttablaðinu Ebóla Tengdar fréttir Tilfellum fjölgar í Austur-Kongó Fjöldi tilfella af Ebólu hafa greinst í landinu á undanförnum vikum, tilkynnt var um 3 ný í milljónaborginni Mbandaka 19. maí 2018 13:00 Ekki alþjóðlegt neyðarástand Ekki er enn tilefni til þess að lýsa yfir alþjóðlegu neyðarástandi vegna ebólufaraldurs sem geisar nú í Austur-Kongó. Þessa afstöðu tók Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) á fundi sínum í Genf í gær. 19. maí 2018 08:30 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira
Heilbrigðisstarfsmenn í Austur-Kongó freista þess nú að aftra útbreiðslu ebólufaraldursins sem spratt upp á strjálbýlu svæði í vesturhluta landsins í apríl síðastliðnum. Síðan þá hafa tæplega sextíu smitast af veirunni, af þeim hafa 27 látist. Þetta er í níunda skipti sem ebólu-faraldur kemur upp í Austur-Kongó síðan veiran uppgötvaðist árið 1976. Þó svo að heimamenn séu alkunnugir þeim hörmungum sem fylgja veirunni þá hafa heilbrigðisstarfsmenn mætt töluverðri tortryggni og efasemdum heimamanna um það hvernig best sé að forðast smit. Sérfræðingar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) segja ekki tímabært að lýsa yfir alþjóðlegu neyðarástandi, en vonir standa til að hægt verði að hægja verulega á útbreiðslu veirunnar með öflugu forvarnastarfi og skjótri meðhöndlun þeirra sem smitast hafa af veirunni eða komist í tæri við sýkta einstaklinga. Með þessum hætti megi koma í veg fyrir að veiran berist til þéttbýlissvæða. Einna helst óttast sérfræðingar að veiran berist til borgarinnar Mbandaka þar sem 1,2 milljónir manna búa. Nú þegar hafa þrjú staðfest tilfelli komið upp í borginni. Festi veiran rætur í borginni eru taldar miklar líkur á því að hún komi upp í höfuðborginni Kinshasha, stærstu og fjölmennustu borg Austur-Kongó. Gríðarlegur viðbúnaður er í borgunum tveimur. Í Kinshasha eru allir flugfarþegar skimaðir fyrir veirunni og við hafnir Mbandaka er sami háttur hafður á.Sjá einnig: Ekki alþjóðlegt neyðarástand Peter Salama, yfirmaður neyðaráætlana hjá WHO, sagði miklar vísindaframfarir hafa átt sér stað síðan síðasti ebólu-faraldur kom upp. Viðbragðsaðilar séu í betri stöðu nú til að bregðast við með skilvirkum hætti. „Áður fyrr var höfuðáhersla lögð á að loka tilteknum svæðum, að hefta útbreiðsluna,“ segir Salama. „Núna getum við boðið þessum einstaklingum aðra og betri þjónustu.“ Þannig hefur WHO dreift 7.500 skömmtum af tilraunabóluefni við ebólu til íbúa í vesturhluta Austur-Kongó og víðar. Jafnframt hefur heilbrigðistarfsfólk á svæðunum verið bólusett fyrir veirunni. Ótti íbúa hefur gert heilbrigðisstarfsfólki erfitt fyrir. Læknum og hjúkrunarfræðingum hefur verið hótað og þau sökuð um að dreifa veirunni. Þá ruddist fjölskylda tveggja stúlkna sem smitaðar voru af ebólu inn á sjúkrahús og flutti þær á brott. Önnur þeirra var flutt í nálæga kirkju þar sem 19 manns sameinuðust í bæn og þau þökkuðu guði fyrir að lækna stúlkuna af veirunni. Hún lést daginn eftir og miklar líkar eru taldar á að þeir sem tóku þátt í bænastundinni hafi smitast. Ebóla uppgötvaðist árið 1976 við samnefnda á í Austur-Kongó. Veiran veldur meiriháttar innvortis blæðingum og leiðir til dauða í um helmingi tilfella. Ekkert staðfest bóluefni er til við veirunni, en þó eru nokkur tilraunalyf í notkun.
Birtist í Fréttablaðinu Ebóla Tengdar fréttir Tilfellum fjölgar í Austur-Kongó Fjöldi tilfella af Ebólu hafa greinst í landinu á undanförnum vikum, tilkynnt var um 3 ný í milljónaborginni Mbandaka 19. maí 2018 13:00 Ekki alþjóðlegt neyðarástand Ekki er enn tilefni til þess að lýsa yfir alþjóðlegu neyðarástandi vegna ebólufaraldurs sem geisar nú í Austur-Kongó. Þessa afstöðu tók Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) á fundi sínum í Genf í gær. 19. maí 2018 08:30 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira
Tilfellum fjölgar í Austur-Kongó Fjöldi tilfella af Ebólu hafa greinst í landinu á undanförnum vikum, tilkynnt var um 3 ný í milljónaborginni Mbandaka 19. maí 2018 13:00
Ekki alþjóðlegt neyðarástand Ekki er enn tilefni til þess að lýsa yfir alþjóðlegu neyðarástandi vegna ebólufaraldurs sem geisar nú í Austur-Kongó. Þessa afstöðu tók Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) á fundi sínum í Genf í gær. 19. maí 2018 08:30