Sádí-Arabíu boðið að taka þátt í Eurovision Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. maí 2018 07:41 Netta tilkynnti á sviðinu í Lissabon að keppnin yrði haldin í Jerúsalem að ári. VÍSIR/AP Ísraelsk stjórnvöld hafa formlega boðið Sádí-Arabíu og öðrum Persaflóaríkjum að taka þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva á næsta ári. Framlag Ísraela bar sigur úr býtum í keppninni í ár og tilkynnti söngkonan Netta Barzilai á sviðinu í Lissabon að keppnin færi fram í Jerúsalem að ári. Samskiptaráðherra Ísraels, Ayoub Kara, sagði í samtali við ísraelska fjölmiðla á mánudag að hann hafi sent formlegt boð til stjórnvalda í ríkjum Arabíuskagans um þátttöku í Eurovision árið 2019.#Eurovision : le ministre israélien de la Communication l'affirme, #Israel "va inviter l'Arabie Sadouite, Dubai, Abou Dabi la Tunisie et autres pays de la région" à participer au concours l'an prochain à #Jerusalem. Précision : le ministre est un habitué des déclarations étranges— Julien Bahloul (@julienbahloul) May 21, 2018 Ríki í Austurlöndum nær hafa áður lýst yfir áhuga á þátttöku í keppninni. Það gerði til að mynda Katar árið 2009 og Líbanon árið 2005. Síðarnefnda ríkið var meira að segja búið að velja sér fulltrúa en var neytt til að draga sig úr keppninni eftir að hafa neitað að sýna ísraelska framlagið. Stærsta þátttökuskilyrðið sem ríki þurfa að uppfylla til að mega taka þátt í Eurovision er að vera meðlimur í Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva. Sádí-Arabía og önnur ríki Arabíuskagans uppfylla hins vegar ekki þau skilyrði.Sjá einnig: Stjórn RÚV ræðir áskorun vegna ÍsraelsTugþúsundir Íslendinga hafa hvatt Ríkisútvarpið til að sniðganga keppnina á næsta ári. Vilja þeir með því mótmæla framgöngu ísraelskra stjórnvalda gegn Palestínumönnum. Ætla má að boð Ísraelsmanna kunni að tengjast ólgunni vegna opnun sendiráðs Bandaríkjamanna í Jerúsalem. Borgin er heilög í augum þriggja trúarbragða og þótti öðrum ríkjum fyrir botni Miðjarðarhafs sendiráðsopnunin vera staðfesting á yfirráðum Ísraelsmanna yfir Jerúsalem. Eurovision Katar Sádi-Arabía Tengdar fréttir Fjölmörgum blöskrar blóðbaðið í Palestínu Hópur fólks kom saman til samtöðufundar með palestínu á Austurvelli í dag. 15. maí 2018 18:30 Stjórn RÚV ræðir áskorun vegna Ísraels Áskoranir tugþúsunda um sniðgöngu Eurovision til umræðu í stjórn RÚV. Ekki liggur fyrir á hvers borði ákvörðunin endar. Dagskrárstjóri RÚV segir að haft verði samráð við norrænu stöðvarnar áður en ákvörðun verður tekin. 17. maí 2018 08:00 Tæplega 16.000 manns vilja að Ísland sniðgangi Eurovision Tæplega 16.000 manns hafa nú ritað nafn sitt á undirskriftalistann sem stofnað var til á netinu um helgina þar sem þess er krafist að Ísland afþakki þátttöku í Eurovision í Ísrael að ári. 16. maí 2018 07:53 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Sjá meira
Ísraelsk stjórnvöld hafa formlega boðið Sádí-Arabíu og öðrum Persaflóaríkjum að taka þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva á næsta ári. Framlag Ísraela bar sigur úr býtum í keppninni í ár og tilkynnti söngkonan Netta Barzilai á sviðinu í Lissabon að keppnin færi fram í Jerúsalem að ári. Samskiptaráðherra Ísraels, Ayoub Kara, sagði í samtali við ísraelska fjölmiðla á mánudag að hann hafi sent formlegt boð til stjórnvalda í ríkjum Arabíuskagans um þátttöku í Eurovision árið 2019.#Eurovision : le ministre israélien de la Communication l'affirme, #Israel "va inviter l'Arabie Sadouite, Dubai, Abou Dabi la Tunisie et autres pays de la région" à participer au concours l'an prochain à #Jerusalem. Précision : le ministre est un habitué des déclarations étranges— Julien Bahloul (@julienbahloul) May 21, 2018 Ríki í Austurlöndum nær hafa áður lýst yfir áhuga á þátttöku í keppninni. Það gerði til að mynda Katar árið 2009 og Líbanon árið 2005. Síðarnefnda ríkið var meira að segja búið að velja sér fulltrúa en var neytt til að draga sig úr keppninni eftir að hafa neitað að sýna ísraelska framlagið. Stærsta þátttökuskilyrðið sem ríki þurfa að uppfylla til að mega taka þátt í Eurovision er að vera meðlimur í Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva. Sádí-Arabía og önnur ríki Arabíuskagans uppfylla hins vegar ekki þau skilyrði.Sjá einnig: Stjórn RÚV ræðir áskorun vegna ÍsraelsTugþúsundir Íslendinga hafa hvatt Ríkisútvarpið til að sniðganga keppnina á næsta ári. Vilja þeir með því mótmæla framgöngu ísraelskra stjórnvalda gegn Palestínumönnum. Ætla má að boð Ísraelsmanna kunni að tengjast ólgunni vegna opnun sendiráðs Bandaríkjamanna í Jerúsalem. Borgin er heilög í augum þriggja trúarbragða og þótti öðrum ríkjum fyrir botni Miðjarðarhafs sendiráðsopnunin vera staðfesting á yfirráðum Ísraelsmanna yfir Jerúsalem.
Eurovision Katar Sádi-Arabía Tengdar fréttir Fjölmörgum blöskrar blóðbaðið í Palestínu Hópur fólks kom saman til samtöðufundar með palestínu á Austurvelli í dag. 15. maí 2018 18:30 Stjórn RÚV ræðir áskorun vegna Ísraels Áskoranir tugþúsunda um sniðgöngu Eurovision til umræðu í stjórn RÚV. Ekki liggur fyrir á hvers borði ákvörðunin endar. Dagskrárstjóri RÚV segir að haft verði samráð við norrænu stöðvarnar áður en ákvörðun verður tekin. 17. maí 2018 08:00 Tæplega 16.000 manns vilja að Ísland sniðgangi Eurovision Tæplega 16.000 manns hafa nú ritað nafn sitt á undirskriftalistann sem stofnað var til á netinu um helgina þar sem þess er krafist að Ísland afþakki þátttöku í Eurovision í Ísrael að ári. 16. maí 2018 07:53 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Sjá meira
Fjölmörgum blöskrar blóðbaðið í Palestínu Hópur fólks kom saman til samtöðufundar með palestínu á Austurvelli í dag. 15. maí 2018 18:30
Stjórn RÚV ræðir áskorun vegna Ísraels Áskoranir tugþúsunda um sniðgöngu Eurovision til umræðu í stjórn RÚV. Ekki liggur fyrir á hvers borði ákvörðunin endar. Dagskrárstjóri RÚV segir að haft verði samráð við norrænu stöðvarnar áður en ákvörðun verður tekin. 17. maí 2018 08:00
Tæplega 16.000 manns vilja að Ísland sniðgangi Eurovision Tæplega 16.000 manns hafa nú ritað nafn sitt á undirskriftalistann sem stofnað var til á netinu um helgina þar sem þess er krafist að Ísland afþakki þátttöku í Eurovision í Ísrael að ári. 16. maí 2018 07:53