Þingmaður Evrópusambandsins segir dísilvélina dauðadæmda Finnur Thorlacius skrifar 31. maí 2018 08:00 Vonast er til að bílaframleiðendur leggi meiri áherslu á rafmagns- og tengiltvinnbíla í framtíðinni. Elzbieta Bienkowska, þingmaður Evrópusambandsins, segir daga dísilvélarinnar brátt liðna og að tilvist hennar muni algjörlega heyra sögunni til. Hún segir að dísilvélasvindl Volkswagen hafi opnað augu fólks fyrir þeirri hættulegu NOx mengun dísilvélarinnar og að þrýstingur frá ráðandi opinberum öflum muni valda því að allir bílaframleiðendur hætti framleiðslu á bílum með dísilvélar. Nokkrir bílaframleiðendur hafa þegar lýst því yfir að þeir muni alfarið hætta framleiðslu á dísilbílum, meðal annars Volvo og Fiat Chrysler Automobiles. Volvo hefur sagt að frekari þróun dísilvéla sé þegar hætt og að þeir bílar sem þeir enn bjóða með dísilvélum muni renna sitt skeið með tilkomu síðustu kynslóða þeirra. Fiat Chrysler ætlar alfarið að hætta að selja dísilbíla árið 2022, eða eftir aðeins fjögur ár.Ýtir dísilvélinni út í kuldann Aðrir bílaframleiðendur eins og Mercedes Benz og Jaguar Land Rover hafa réttlætt tilvist dísilvélarinnar vegna þess að þær eyða svo litlu, en öll löggjöf sem unnið er að í löndum Evrópu er á þá lund að erfitt getur reynst bílaframleiðendum að halda áfram sölu dísilbíla og kröfur um stórminnkandi hættulega mengun verða sífellt strangari. Elzbieta segir að með því sé bílaframleiðendum ýtt að framleiðslu tengiltvinnbíla og rafmagnsbíla og þar hefur bílaframleiðandi eins og Volkswagen Group sannarlega brugðist hratt við og brátt munu allar bílgerðir fyrirtækisins brátt verða þannig útbúnar. Enn fremur hræðast bílaframleiðendur þau bönn sem annaðhvort nú þegar hafa verið sett eða verða sett á dísilbíla, en þeir verða bannaðir í mörgum borgum og jafnvel heilu löndunum, eins og Hollandi, eftir nokkur ár. Með því muni kaupendur hræðast dísilbíla og bílaframleiðendum nauðugur einn kostur að hætta framleiðslu á þeim. Birtist í Fréttablaðinu Bílar Tengdar fréttir Kolefnisgjald tvöfaldað til að draga úr losun Ríkisstjórnin leggur til græna skatta á eldsneyti og framlengdar ívilnanir fyrir rafbíla til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. 12. september 2017 11:49 Tilgangur hækkunar er að draga úr notkun bensínbíla Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segir hækkun kolefnisgjalds sé stefnumörkun ríkisstjórnarinnar til að draga úr losun koltvísýrings. Markmiðið sé að fá fólk til að draga úr notkun bensínknúinna ökutækja. Framkvæmdastjóri FÍB telur þetta hreina skattheimtu þar sem tekjurnar séu ekki eyrnamerktar sérstökum aðgerðum í loftslagsmálum. 7. apríl 2018 10:00 Bensínverð hækkar og umhverfisvænir bílar verða ódýrari í innflutningi Gert er ráð fyrir því í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar að kolefnisgjald sem leggst ofan á bensínverð hækki um 10 prósent á næsta ári og svo aftur um 10 prósent árið 2020. Hvor hækkun um sig á að skila ríkissjóði 600 milljónir króna árlega en markmiðið er að draga úr losun koltvísýrings. Þá verða vörugjöld á umhverfisvæna bíla lækkuð til að hvetja fólk til að velja þá frekar. 6. apríl 2018 12:00 Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Sjá meira
Elzbieta Bienkowska, þingmaður Evrópusambandsins, segir daga dísilvélarinnar brátt liðna og að tilvist hennar muni algjörlega heyra sögunni til. Hún segir að dísilvélasvindl Volkswagen hafi opnað augu fólks fyrir þeirri hættulegu NOx mengun dísilvélarinnar og að þrýstingur frá ráðandi opinberum öflum muni valda því að allir bílaframleiðendur hætti framleiðslu á bílum með dísilvélar. Nokkrir bílaframleiðendur hafa þegar lýst því yfir að þeir muni alfarið hætta framleiðslu á dísilbílum, meðal annars Volvo og Fiat Chrysler Automobiles. Volvo hefur sagt að frekari þróun dísilvéla sé þegar hætt og að þeir bílar sem þeir enn bjóða með dísilvélum muni renna sitt skeið með tilkomu síðustu kynslóða þeirra. Fiat Chrysler ætlar alfarið að hætta að selja dísilbíla árið 2022, eða eftir aðeins fjögur ár.Ýtir dísilvélinni út í kuldann Aðrir bílaframleiðendur eins og Mercedes Benz og Jaguar Land Rover hafa réttlætt tilvist dísilvélarinnar vegna þess að þær eyða svo litlu, en öll löggjöf sem unnið er að í löndum Evrópu er á þá lund að erfitt getur reynst bílaframleiðendum að halda áfram sölu dísilbíla og kröfur um stórminnkandi hættulega mengun verða sífellt strangari. Elzbieta segir að með því sé bílaframleiðendum ýtt að framleiðslu tengiltvinnbíla og rafmagnsbíla og þar hefur bílaframleiðandi eins og Volkswagen Group sannarlega brugðist hratt við og brátt munu allar bílgerðir fyrirtækisins brátt verða þannig útbúnar. Enn fremur hræðast bílaframleiðendur þau bönn sem annaðhvort nú þegar hafa verið sett eða verða sett á dísilbíla, en þeir verða bannaðir í mörgum borgum og jafnvel heilu löndunum, eins og Hollandi, eftir nokkur ár. Með því muni kaupendur hræðast dísilbíla og bílaframleiðendum nauðugur einn kostur að hætta framleiðslu á þeim.
Birtist í Fréttablaðinu Bílar Tengdar fréttir Kolefnisgjald tvöfaldað til að draga úr losun Ríkisstjórnin leggur til græna skatta á eldsneyti og framlengdar ívilnanir fyrir rafbíla til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. 12. september 2017 11:49 Tilgangur hækkunar er að draga úr notkun bensínbíla Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segir hækkun kolefnisgjalds sé stefnumörkun ríkisstjórnarinnar til að draga úr losun koltvísýrings. Markmiðið sé að fá fólk til að draga úr notkun bensínknúinna ökutækja. Framkvæmdastjóri FÍB telur þetta hreina skattheimtu þar sem tekjurnar séu ekki eyrnamerktar sérstökum aðgerðum í loftslagsmálum. 7. apríl 2018 10:00 Bensínverð hækkar og umhverfisvænir bílar verða ódýrari í innflutningi Gert er ráð fyrir því í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar að kolefnisgjald sem leggst ofan á bensínverð hækki um 10 prósent á næsta ári og svo aftur um 10 prósent árið 2020. Hvor hækkun um sig á að skila ríkissjóði 600 milljónir króna árlega en markmiðið er að draga úr losun koltvísýrings. Þá verða vörugjöld á umhverfisvæna bíla lækkuð til að hvetja fólk til að velja þá frekar. 6. apríl 2018 12:00 Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Sjá meira
Kolefnisgjald tvöfaldað til að draga úr losun Ríkisstjórnin leggur til græna skatta á eldsneyti og framlengdar ívilnanir fyrir rafbíla til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. 12. september 2017 11:49
Tilgangur hækkunar er að draga úr notkun bensínbíla Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segir hækkun kolefnisgjalds sé stefnumörkun ríkisstjórnarinnar til að draga úr losun koltvísýrings. Markmiðið sé að fá fólk til að draga úr notkun bensínknúinna ökutækja. Framkvæmdastjóri FÍB telur þetta hreina skattheimtu þar sem tekjurnar séu ekki eyrnamerktar sérstökum aðgerðum í loftslagsmálum. 7. apríl 2018 10:00
Bensínverð hækkar og umhverfisvænir bílar verða ódýrari í innflutningi Gert er ráð fyrir því í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar að kolefnisgjald sem leggst ofan á bensínverð hækki um 10 prósent á næsta ári og svo aftur um 10 prósent árið 2020. Hvor hækkun um sig á að skila ríkissjóði 600 milljónir króna árlega en markmiðið er að draga úr losun koltvísýrings. Þá verða vörugjöld á umhverfisvæna bíla lækkuð til að hvetja fólk til að velja þá frekar. 6. apríl 2018 12:00