Stjórnarandstaðan fagnar tímabundnum sigri í veiðigjaldamálinu Heimir Már Pétursson skrifar 8. júní 2018 14:21 Oddný Harðardóttir er þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Vísir/Anton Alþingi mun ljúka störfum snemma í næstu viku eftir að samkomulag tókst milli flokka á þingi um afgreiðslu mála fyrir sumarhlé. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir mestu muna um að tekist hafi að koma í veg fyrir lækkun veiðigjalda, en einnig var samið um að hver flokkur stjórnarandstöðunnar fái eitt af sínum forgangsmálum afgreidd. Þingflokksformenn og formenn flokka á Alþingi hafa setið á fundum alla þessa viku til að ná samkomulagi um hvaða mál verði afgreidd fyrir þinghlé og náðu loks niðurstöðu seint í gærkvöldi. Samkvæmt starfsáætlun átti þingi að ljúka í gær en nú er sennilegt að það dragist jafnvel fram á þriðjudag í næstu viku. Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar er ánægðust með að tekist hafi að stöðva frumvarp meirihluta atvinnuveganefndar um lækkun veiðigjalda upp á tæpa þrjá milljarða í upphafi næsta fiskveiðiárs hinn 1. september. „Það var gengið að öllum okkar kröfum varðandi það mál. En þótt við höfum komið í veg fyrir að útgerðin fengi tæpa þrjá milljarða í afslátt núna er deilunni ekki lokið. Henni er frestað til haustsins og ég hef áhyggjur af þessum tóni sem þau voru að slá, stjórnarmeirihlutinn, í þessu auðlindamáli,” segir Oddný.Stjórnarandstaðan ekki með í ráðum Helstu rök stjórnarmeirihlutans fyrir lækkun veiðigjaldanna voru að koma til móts við smærri og meðalstórar útgerðir vegna versnandi afkomu þeirra og að færa viðmið gjaldsins, það er að segja aflaverðmætið, nær þeim tíma sem gjöldin eru lögð á. En í dag nær viðmiðið allt að þrjú ár aftur í tímann.Er Það ekki eðlilegt markmið í sjálfu sér? „Jú, það er eðlilegt að skoða það en við í stjórnarandstöðunni höfum ekki fengið að koma að samningu þessa nýja frumvarps. Við vitum ekki hvað stjórnarmeirihlutinn hefur í huga. En við höfðum áhyggjur af því þegar þau ætluðu að þröngva hér í gegn afslætti fyrir stórútgerðina; að það verði eitthvað áþann veg sem nýja frumvarpið ber í sér,” segir þingflokksformaðurinn. Venja hefur skapast fyrir því á undanförnum kjörtímabilum að stjórnarandstöðuflokkar fái afgreidd eitt til tvö af forgangsmálum sínum hver flokkur og gert er ráð fyrir því í samkomulaginu frá því í gærkvöldi. „Samfylkingin fær breytingu á barnalögum á dagskrá, Miðflokkurinn fær mál um vexti og verðtryggingu á dagskrá, borgaralaunin hjá Pírötum, skattfrelsi uppbóta á lífeyri frá Flokki fólksins og Viðreisn fær þjóðarsátt um bætt kjör kvennastétta,” segir Oddný. Það þýði ekki að samkomulag sé um að öll þessi mál verði samþykkt en þau komist á dagskrá og fái afgreiðslu. Mörg smærri mál verða afgreidd fyrir þinghlé en einnig nokkur stórmál eins og frumvarp um persónuvernd og fjármálaáætlun en áætlað er að umræðum um hana ljúki um hádegisbil. „Ef allt gengur snuðrulaust og vinna í nefndum gengur vel um helgina ættum við að geta lokið hér störfum á mánudag eða þriðjudag. En síðan verðum við auðvitað bara að sjá til. Það er ekki búið fyrr en það er búið,” segir Oddný G. Harðardóttir. Alþingi Tengdar fréttir Leggur til óbreytt fyrirkomulag veiðigjalda til áramóta Nái tillaga Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, fram að ganga á Alþingi varðandi veiðigjöld á útgerðarfyrirtæki verður kerfið eins og það er núna framlengt til áramóta. Þetta herma heimildir Vísis en Katrín lagði þessa lausn til á Alþingi í dag. 5. júní 2018 23:23 Líkur á breyttu veiðigjaldafrumvarpi Leiðtogar stjórnmálaflokkanna á Alþingi funduðu stíft í bakherbergjum þingsins í gær til að ná sáttum um þinglok. Veiðigjaldafrumvarpið gæti tekið breytingum til að friða stjórnarandstöðuna. Þingflokkarnir stefna á að ná samkomulagi um þinglok í dag. 6. júní 2018 06:00 Frumvarp um lækkun veiðigjalda Alþingi veitti frumvarpi til laga um lækkun veiðgjalda flýtimeðferð á dögunum. 7. júní 2018 07:00 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi: Ibrahim hafi verið sjáanlegur í rúma hálfa mínútu Innlent Svona var stemmningin við setningu Alþingis Innlent Skotárás í sænskum skóla Erlent Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Innlent Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Erlent Fleiri fréttir Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi: Ibrahim hafi verið sjáanlegur í rúma hálfa mínútu Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Sjá meira
Alþingi mun ljúka störfum snemma í næstu viku eftir að samkomulag tókst milli flokka á þingi um afgreiðslu mála fyrir sumarhlé. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir mestu muna um að tekist hafi að koma í veg fyrir lækkun veiðigjalda, en einnig var samið um að hver flokkur stjórnarandstöðunnar fái eitt af sínum forgangsmálum afgreidd. Þingflokksformenn og formenn flokka á Alþingi hafa setið á fundum alla þessa viku til að ná samkomulagi um hvaða mál verði afgreidd fyrir þinghlé og náðu loks niðurstöðu seint í gærkvöldi. Samkvæmt starfsáætlun átti þingi að ljúka í gær en nú er sennilegt að það dragist jafnvel fram á þriðjudag í næstu viku. Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar er ánægðust með að tekist hafi að stöðva frumvarp meirihluta atvinnuveganefndar um lækkun veiðigjalda upp á tæpa þrjá milljarða í upphafi næsta fiskveiðiárs hinn 1. september. „Það var gengið að öllum okkar kröfum varðandi það mál. En þótt við höfum komið í veg fyrir að útgerðin fengi tæpa þrjá milljarða í afslátt núna er deilunni ekki lokið. Henni er frestað til haustsins og ég hef áhyggjur af þessum tóni sem þau voru að slá, stjórnarmeirihlutinn, í þessu auðlindamáli,” segir Oddný.Stjórnarandstaðan ekki með í ráðum Helstu rök stjórnarmeirihlutans fyrir lækkun veiðigjaldanna voru að koma til móts við smærri og meðalstórar útgerðir vegna versnandi afkomu þeirra og að færa viðmið gjaldsins, það er að segja aflaverðmætið, nær þeim tíma sem gjöldin eru lögð á. En í dag nær viðmiðið allt að þrjú ár aftur í tímann.Er Það ekki eðlilegt markmið í sjálfu sér? „Jú, það er eðlilegt að skoða það en við í stjórnarandstöðunni höfum ekki fengið að koma að samningu þessa nýja frumvarps. Við vitum ekki hvað stjórnarmeirihlutinn hefur í huga. En við höfðum áhyggjur af því þegar þau ætluðu að þröngva hér í gegn afslætti fyrir stórútgerðina; að það verði eitthvað áþann veg sem nýja frumvarpið ber í sér,” segir þingflokksformaðurinn. Venja hefur skapast fyrir því á undanförnum kjörtímabilum að stjórnarandstöðuflokkar fái afgreidd eitt til tvö af forgangsmálum sínum hver flokkur og gert er ráð fyrir því í samkomulaginu frá því í gærkvöldi. „Samfylkingin fær breytingu á barnalögum á dagskrá, Miðflokkurinn fær mál um vexti og verðtryggingu á dagskrá, borgaralaunin hjá Pírötum, skattfrelsi uppbóta á lífeyri frá Flokki fólksins og Viðreisn fær þjóðarsátt um bætt kjör kvennastétta,” segir Oddný. Það þýði ekki að samkomulag sé um að öll þessi mál verði samþykkt en þau komist á dagskrá og fái afgreiðslu. Mörg smærri mál verða afgreidd fyrir þinghlé en einnig nokkur stórmál eins og frumvarp um persónuvernd og fjármálaáætlun en áætlað er að umræðum um hana ljúki um hádegisbil. „Ef allt gengur snuðrulaust og vinna í nefndum gengur vel um helgina ættum við að geta lokið hér störfum á mánudag eða þriðjudag. En síðan verðum við auðvitað bara að sjá til. Það er ekki búið fyrr en það er búið,” segir Oddný G. Harðardóttir.
Alþingi Tengdar fréttir Leggur til óbreytt fyrirkomulag veiðigjalda til áramóta Nái tillaga Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, fram að ganga á Alþingi varðandi veiðigjöld á útgerðarfyrirtæki verður kerfið eins og það er núna framlengt til áramóta. Þetta herma heimildir Vísis en Katrín lagði þessa lausn til á Alþingi í dag. 5. júní 2018 23:23 Líkur á breyttu veiðigjaldafrumvarpi Leiðtogar stjórnmálaflokkanna á Alþingi funduðu stíft í bakherbergjum þingsins í gær til að ná sáttum um þinglok. Veiðigjaldafrumvarpið gæti tekið breytingum til að friða stjórnarandstöðuna. Þingflokkarnir stefna á að ná samkomulagi um þinglok í dag. 6. júní 2018 06:00 Frumvarp um lækkun veiðigjalda Alþingi veitti frumvarpi til laga um lækkun veiðgjalda flýtimeðferð á dögunum. 7. júní 2018 07:00 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi: Ibrahim hafi verið sjáanlegur í rúma hálfa mínútu Innlent Svona var stemmningin við setningu Alþingis Innlent Skotárás í sænskum skóla Erlent Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Innlent Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Erlent Fleiri fréttir Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi: Ibrahim hafi verið sjáanlegur í rúma hálfa mínútu Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Sjá meira
Leggur til óbreytt fyrirkomulag veiðigjalda til áramóta Nái tillaga Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, fram að ganga á Alþingi varðandi veiðigjöld á útgerðarfyrirtæki verður kerfið eins og það er núna framlengt til áramóta. Þetta herma heimildir Vísis en Katrín lagði þessa lausn til á Alþingi í dag. 5. júní 2018 23:23
Líkur á breyttu veiðigjaldafrumvarpi Leiðtogar stjórnmálaflokkanna á Alþingi funduðu stíft í bakherbergjum þingsins í gær til að ná sáttum um þinglok. Veiðigjaldafrumvarpið gæti tekið breytingum til að friða stjórnarandstöðuna. Þingflokkarnir stefna á að ná samkomulagi um þinglok í dag. 6. júní 2018 06:00
Frumvarp um lækkun veiðigjalda Alþingi veitti frumvarpi til laga um lækkun veiðgjalda flýtimeðferð á dögunum. 7. júní 2018 07:00