ASÍ mótmælir harðlega lækkun veiðigjalda Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. júní 2018 18:00 Gylfi Arnbjörnsson er forseti ASÍ. VÍSIR/VILHELM Alþýðusamband Íslands, ASÍ, mótmælir harðlega fyrirhugaðri lækkun veiðigjalda í umsögn sem sambandið hefur sent inn til Alþingis vegna frumvarps meirihluta atvinnuveganefndar þar sem lagt er til að veiðigjöld verði lækkuð. Í umsögn sinni segir ASÍ að verið sé að „létta eðlilegu endurgjaldi fyrir afnot af þjóðarauðlind af nokkrum best stöddu fyrirtækjum landsins. Erfiðleika sem minni útgerðir glíma við þarf að leysa á annan hátt og ekki hægt að nota vanda þeirra til að rökstyðja almenna lækkun veiðigjalda.“ Greint var frá því í Fréttablaðinu í dag að heildarlækkun veiðigjaldanna nemur um 2,6 milljörðum króna, verði lækkun veiðigjaldanna 24 prósent eins og frumvarpið gerir ráð fyrir á algengustu tegundirnar. Fágætari tegundir eiga það til að lækka meira og því gæti heildarlækkunin orðið enn meiri, en af þessum 2,6 milljörðum munu gjöld 10 stærstu útgerðanna lækka um rúmlega 1,3 milljarða með breytingunum. Þær munu því taka til sín um helming lækkunarinnar. ASÍ segir í umsögn sinni að sú leið sem farin sé við ákvörðun veiðigjalda sé fjarri því að vera skilvirk. „Þegar vel hefur gengið í sjávarútvegi hafa lækkanir verið rökstuddar með því að horfur séu slæmar fram í tímann, og þegar staðan þrengist eru þau aftur lækkuð með sömu rökum,“ segir í umsögninni. Þá segir jafnframt að ASÍ hafi ítrekað gagnrýnt að veik rekstrarstaða smárra útgerða sé notuð til að lækka veiðigjöld á best settu fyrirtæki landsins. „Fiskveiðistjórnunarkerfið hefur skapað hagræðingu, aukið framleiðni og skapað gríðarlegan arð. Á móti hefur kerfið haft neikvæð áhrif á margar byggðir, og því algjör grunnforsenda að stjórnmálamenn tryggi að þjóðin fái hlutdeild í þeim auðlindaarði sem til verður,“ segir í umsögn sambandsins sem einnig gagnrýnir harðlega meðferð málsins af hálfu atvinnuveganefndar. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefur sagt að hún skilji þá gagnrýni stjórnarandstöðunnar á málið að það sé að koma seint fram. Hins vegar hafi hún alltaf verið þeirrar skoðunar að gjöldin eigi að vera afkomutengd. Formenn og þingflokksformenn þeirra flokka sem sæti eiga á Alþingi hafa fundað stíft í dag til að reyna að semja um lyktir frumvarpsins. Rætt verður við þær Lilju Rafney Magnúsdóttur, formann, atvinnuveganefndar, og Hönnu Katrínu Friðriksson, þingflokksformann Viðreisnar, í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. Alþingi Tengdar fréttir Allt á öðrum endanum á Alþingi Dagskrá Alþingis fór öll úr skorðum í dag eftir að stjórnarliðar lögðu fram frumvarp um lækkun veiðigjalda upp á um þrjá milljarða króna á næsta fiskveiðiári. 31. maí 2018 19:00 Tíu stærstu fá helming lækkunarinnar Heildarlækkun veiðigjalda á næsta ári verður á þriðja milljarð króna, verði frumvarp þess efnis samþykkt. Hagfræðingur gagnrýnir frumvarpið fyrir að hygla stórum fyrirtækjum en forsætisráðherra segir að komið sé til móts við lítil og meðalstór fyrirtæki. 5. júní 2018 06:00 Segir hluta stjórnarandstöðunnar þyrla upp moldviðri í umræðunni um veiðigjöld Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, kom inn á umræðuna um veiðigjöld í ræðu sinni á eldhúsdegi á Alþingi í kvöld. 4. júní 2018 20:19 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Alþýðusamband Íslands, ASÍ, mótmælir harðlega fyrirhugaðri lækkun veiðigjalda í umsögn sem sambandið hefur sent inn til Alþingis vegna frumvarps meirihluta atvinnuveganefndar þar sem lagt er til að veiðigjöld verði lækkuð. Í umsögn sinni segir ASÍ að verið sé að „létta eðlilegu endurgjaldi fyrir afnot af þjóðarauðlind af nokkrum best stöddu fyrirtækjum landsins. Erfiðleika sem minni útgerðir glíma við þarf að leysa á annan hátt og ekki hægt að nota vanda þeirra til að rökstyðja almenna lækkun veiðigjalda.“ Greint var frá því í Fréttablaðinu í dag að heildarlækkun veiðigjaldanna nemur um 2,6 milljörðum króna, verði lækkun veiðigjaldanna 24 prósent eins og frumvarpið gerir ráð fyrir á algengustu tegundirnar. Fágætari tegundir eiga það til að lækka meira og því gæti heildarlækkunin orðið enn meiri, en af þessum 2,6 milljörðum munu gjöld 10 stærstu útgerðanna lækka um rúmlega 1,3 milljarða með breytingunum. Þær munu því taka til sín um helming lækkunarinnar. ASÍ segir í umsögn sinni að sú leið sem farin sé við ákvörðun veiðigjalda sé fjarri því að vera skilvirk. „Þegar vel hefur gengið í sjávarútvegi hafa lækkanir verið rökstuddar með því að horfur séu slæmar fram í tímann, og þegar staðan þrengist eru þau aftur lækkuð með sömu rökum,“ segir í umsögninni. Þá segir jafnframt að ASÍ hafi ítrekað gagnrýnt að veik rekstrarstaða smárra útgerða sé notuð til að lækka veiðigjöld á best settu fyrirtæki landsins. „Fiskveiðistjórnunarkerfið hefur skapað hagræðingu, aukið framleiðni og skapað gríðarlegan arð. Á móti hefur kerfið haft neikvæð áhrif á margar byggðir, og því algjör grunnforsenda að stjórnmálamenn tryggi að þjóðin fái hlutdeild í þeim auðlindaarði sem til verður,“ segir í umsögn sambandsins sem einnig gagnrýnir harðlega meðferð málsins af hálfu atvinnuveganefndar. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefur sagt að hún skilji þá gagnrýni stjórnarandstöðunnar á málið að það sé að koma seint fram. Hins vegar hafi hún alltaf verið þeirrar skoðunar að gjöldin eigi að vera afkomutengd. Formenn og þingflokksformenn þeirra flokka sem sæti eiga á Alþingi hafa fundað stíft í dag til að reyna að semja um lyktir frumvarpsins. Rætt verður við þær Lilju Rafney Magnúsdóttur, formann, atvinnuveganefndar, og Hönnu Katrínu Friðriksson, þingflokksformann Viðreisnar, í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.
Alþingi Tengdar fréttir Allt á öðrum endanum á Alþingi Dagskrá Alþingis fór öll úr skorðum í dag eftir að stjórnarliðar lögðu fram frumvarp um lækkun veiðigjalda upp á um þrjá milljarða króna á næsta fiskveiðiári. 31. maí 2018 19:00 Tíu stærstu fá helming lækkunarinnar Heildarlækkun veiðigjalda á næsta ári verður á þriðja milljarð króna, verði frumvarp þess efnis samþykkt. Hagfræðingur gagnrýnir frumvarpið fyrir að hygla stórum fyrirtækjum en forsætisráðherra segir að komið sé til móts við lítil og meðalstór fyrirtæki. 5. júní 2018 06:00 Segir hluta stjórnarandstöðunnar þyrla upp moldviðri í umræðunni um veiðigjöld Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, kom inn á umræðuna um veiðigjöld í ræðu sinni á eldhúsdegi á Alþingi í kvöld. 4. júní 2018 20:19 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Allt á öðrum endanum á Alþingi Dagskrá Alþingis fór öll úr skorðum í dag eftir að stjórnarliðar lögðu fram frumvarp um lækkun veiðigjalda upp á um þrjá milljarða króna á næsta fiskveiðiári. 31. maí 2018 19:00
Tíu stærstu fá helming lækkunarinnar Heildarlækkun veiðigjalda á næsta ári verður á þriðja milljarð króna, verði frumvarp þess efnis samþykkt. Hagfræðingur gagnrýnir frumvarpið fyrir að hygla stórum fyrirtækjum en forsætisráðherra segir að komið sé til móts við lítil og meðalstór fyrirtæki. 5. júní 2018 06:00
Segir hluta stjórnarandstöðunnar þyrla upp moldviðri í umræðunni um veiðigjöld Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, kom inn á umræðuna um veiðigjöld í ræðu sinni á eldhúsdegi á Alþingi í kvöld. 4. júní 2018 20:19