Rekstur í ferðaþjónustu „eins og að spila í happdrætti“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. júní 2018 20:00 Forstjóri Stracta hótels segir rekstur ferðaþjónustu hér á landi líkjast því að spila í happdrætti. Stefnu skorti í gjaldeyrismálum og bankar og fjárfestar séu farnir að hugsa sig tvisvar um áður en þeir ráðist í fjárfestingar við hóteluppbyggingu. Nýjustu tölur benda til þess byrjað sé að draga úr vexti í ferðaþjónustu á Íslandi. Hreiðar Hermannsson, forstjóri Stracta hótels á Hellu, segir stefnu stjórnvalda gagnvart ferðaþjónustunni skjóta skökku við í samanburði við aðrar atvinnugreinar. „Við stöndum alveg ein. Það er til dæmis í sjávarútveginum þá fella þeir bara niður veiðileyfagjöldin ef að gengið verður sterkt þá bæta þeir það upp en við höfum enga svona stuðningsaðila sem grípa inn í,“ segir Hreiðar. Þá skipti gjaldeyrismálin hvað mestu. „Það er engin stefna að halda við gjaldmiðli sem að enginn þorir að eiga,“ segir Hreiðar og vísar þar til Íslensku krónunnar. „Á hverjum degi þá bara er alltaf eins og maður sé að spila í happdrætti. Þetta er bara lottóvinningur hvernig skráningin er á gjaldmiðlinum á hverjum degi.“ Þetta hafi aftur áhrif á fjárfestingar í greininni. „Fyrst og fremst náttúrlega eru þeir [fjárfestar] bara miklu varkárari sem er bara gott og í einhverjum tilfellum eru þeir, standa alls ekki að ákveðnum verkefnum sem átti að fara á stað.“Bjarnólfur Lárusson, viðskiptastjóri á fyrirtækja- og fjárfestasviði Íslandsbanka.Vísir/skjáskotBjarnólfur Lárusson, hjá ferðaþjónustuteymi Íslandsbanka, segir að vissu leyti jákvætt að nú sé farið að hægja á vexti í greininni líkt og tölur bendi til. Nú skapist ráðrúm fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu til að rýna betur í reksturinn en hingað til hafi fyrirtækin þurft að keppast við öran vöxtinn. „Það hefur náttúrlega þurft að fjárfesta mikið til þess að geta tekið á móti vexti ferðamanna sem hefur verið að koma á undanförnum árum og fjárfestar í samstarfi við bankana hafa náttúrlega sett fjármagn í þessa uppbyggingu,“ segir Björnólfur. „En við sjáum fram á það, þó það sé eitthvað að breytast núna varðandi þetta ár, að þá eru menn alltaf að horfa til að fjárfestingarnar eru til 20-25 ára svo að breytingar á einu ári, það er ekki að breyta heildarmyndinni,“ bætir hann við. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Fleiri fréttir Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Sjá meira
Forstjóri Stracta hótels segir rekstur ferðaþjónustu hér á landi líkjast því að spila í happdrætti. Stefnu skorti í gjaldeyrismálum og bankar og fjárfestar séu farnir að hugsa sig tvisvar um áður en þeir ráðist í fjárfestingar við hóteluppbyggingu. Nýjustu tölur benda til þess byrjað sé að draga úr vexti í ferðaþjónustu á Íslandi. Hreiðar Hermannsson, forstjóri Stracta hótels á Hellu, segir stefnu stjórnvalda gagnvart ferðaþjónustunni skjóta skökku við í samanburði við aðrar atvinnugreinar. „Við stöndum alveg ein. Það er til dæmis í sjávarútveginum þá fella þeir bara niður veiðileyfagjöldin ef að gengið verður sterkt þá bæta þeir það upp en við höfum enga svona stuðningsaðila sem grípa inn í,“ segir Hreiðar. Þá skipti gjaldeyrismálin hvað mestu. „Það er engin stefna að halda við gjaldmiðli sem að enginn þorir að eiga,“ segir Hreiðar og vísar þar til Íslensku krónunnar. „Á hverjum degi þá bara er alltaf eins og maður sé að spila í happdrætti. Þetta er bara lottóvinningur hvernig skráningin er á gjaldmiðlinum á hverjum degi.“ Þetta hafi aftur áhrif á fjárfestingar í greininni. „Fyrst og fremst náttúrlega eru þeir [fjárfestar] bara miklu varkárari sem er bara gott og í einhverjum tilfellum eru þeir, standa alls ekki að ákveðnum verkefnum sem átti að fara á stað.“Bjarnólfur Lárusson, viðskiptastjóri á fyrirtækja- og fjárfestasviði Íslandsbanka.Vísir/skjáskotBjarnólfur Lárusson, hjá ferðaþjónustuteymi Íslandsbanka, segir að vissu leyti jákvætt að nú sé farið að hægja á vexti í greininni líkt og tölur bendi til. Nú skapist ráðrúm fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu til að rýna betur í reksturinn en hingað til hafi fyrirtækin þurft að keppast við öran vöxtinn. „Það hefur náttúrlega þurft að fjárfesta mikið til þess að geta tekið á móti vexti ferðamanna sem hefur verið að koma á undanförnum árum og fjárfestar í samstarfi við bankana hafa náttúrlega sett fjármagn í þessa uppbyggingu,“ segir Björnólfur. „En við sjáum fram á það, þó það sé eitthvað að breytast núna varðandi þetta ár, að þá eru menn alltaf að horfa til að fjárfestingarnar eru til 20-25 ára svo að breytingar á einu ári, það er ekki að breyta heildarmyndinni,“ bætir hann við.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Fleiri fréttir Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Sjá meira