Rekstur í ferðaþjónustu „eins og að spila í happdrætti“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. júní 2018 20:00 Forstjóri Stracta hótels segir rekstur ferðaþjónustu hér á landi líkjast því að spila í happdrætti. Stefnu skorti í gjaldeyrismálum og bankar og fjárfestar séu farnir að hugsa sig tvisvar um áður en þeir ráðist í fjárfestingar við hóteluppbyggingu. Nýjustu tölur benda til þess byrjað sé að draga úr vexti í ferðaþjónustu á Íslandi. Hreiðar Hermannsson, forstjóri Stracta hótels á Hellu, segir stefnu stjórnvalda gagnvart ferðaþjónustunni skjóta skökku við í samanburði við aðrar atvinnugreinar. „Við stöndum alveg ein. Það er til dæmis í sjávarútveginum þá fella þeir bara niður veiðileyfagjöldin ef að gengið verður sterkt þá bæta þeir það upp en við höfum enga svona stuðningsaðila sem grípa inn í,“ segir Hreiðar. Þá skipti gjaldeyrismálin hvað mestu. „Það er engin stefna að halda við gjaldmiðli sem að enginn þorir að eiga,“ segir Hreiðar og vísar þar til Íslensku krónunnar. „Á hverjum degi þá bara er alltaf eins og maður sé að spila í happdrætti. Þetta er bara lottóvinningur hvernig skráningin er á gjaldmiðlinum á hverjum degi.“ Þetta hafi aftur áhrif á fjárfestingar í greininni. „Fyrst og fremst náttúrlega eru þeir [fjárfestar] bara miklu varkárari sem er bara gott og í einhverjum tilfellum eru þeir, standa alls ekki að ákveðnum verkefnum sem átti að fara á stað.“Bjarnólfur Lárusson, viðskiptastjóri á fyrirtækja- og fjárfestasviði Íslandsbanka.Vísir/skjáskotBjarnólfur Lárusson, hjá ferðaþjónustuteymi Íslandsbanka, segir að vissu leyti jákvætt að nú sé farið að hægja á vexti í greininni líkt og tölur bendi til. Nú skapist ráðrúm fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu til að rýna betur í reksturinn en hingað til hafi fyrirtækin þurft að keppast við öran vöxtinn. „Það hefur náttúrlega þurft að fjárfesta mikið til þess að geta tekið á móti vexti ferðamanna sem hefur verið að koma á undanförnum árum og fjárfestar í samstarfi við bankana hafa náttúrlega sett fjármagn í þessa uppbyggingu,“ segir Björnólfur. „En við sjáum fram á það, þó það sé eitthvað að breytast núna varðandi þetta ár, að þá eru menn alltaf að horfa til að fjárfestingarnar eru til 20-25 ára svo að breytingar á einu ári, það er ekki að breyta heildarmyndinni,“ bætir hann við. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Fleiri fréttir Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Sjá meira
Forstjóri Stracta hótels segir rekstur ferðaþjónustu hér á landi líkjast því að spila í happdrætti. Stefnu skorti í gjaldeyrismálum og bankar og fjárfestar séu farnir að hugsa sig tvisvar um áður en þeir ráðist í fjárfestingar við hóteluppbyggingu. Nýjustu tölur benda til þess byrjað sé að draga úr vexti í ferðaþjónustu á Íslandi. Hreiðar Hermannsson, forstjóri Stracta hótels á Hellu, segir stefnu stjórnvalda gagnvart ferðaþjónustunni skjóta skökku við í samanburði við aðrar atvinnugreinar. „Við stöndum alveg ein. Það er til dæmis í sjávarútveginum þá fella þeir bara niður veiðileyfagjöldin ef að gengið verður sterkt þá bæta þeir það upp en við höfum enga svona stuðningsaðila sem grípa inn í,“ segir Hreiðar. Þá skipti gjaldeyrismálin hvað mestu. „Það er engin stefna að halda við gjaldmiðli sem að enginn þorir að eiga,“ segir Hreiðar og vísar þar til Íslensku krónunnar. „Á hverjum degi þá bara er alltaf eins og maður sé að spila í happdrætti. Þetta er bara lottóvinningur hvernig skráningin er á gjaldmiðlinum á hverjum degi.“ Þetta hafi aftur áhrif á fjárfestingar í greininni. „Fyrst og fremst náttúrlega eru þeir [fjárfestar] bara miklu varkárari sem er bara gott og í einhverjum tilfellum eru þeir, standa alls ekki að ákveðnum verkefnum sem átti að fara á stað.“Bjarnólfur Lárusson, viðskiptastjóri á fyrirtækja- og fjárfestasviði Íslandsbanka.Vísir/skjáskotBjarnólfur Lárusson, hjá ferðaþjónustuteymi Íslandsbanka, segir að vissu leyti jákvætt að nú sé farið að hægja á vexti í greininni líkt og tölur bendi til. Nú skapist ráðrúm fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu til að rýna betur í reksturinn en hingað til hafi fyrirtækin þurft að keppast við öran vöxtinn. „Það hefur náttúrlega þurft að fjárfesta mikið til þess að geta tekið á móti vexti ferðamanna sem hefur verið að koma á undanförnum árum og fjárfestar í samstarfi við bankana hafa náttúrlega sett fjármagn í þessa uppbyggingu,“ segir Björnólfur. „En við sjáum fram á það, þó það sé eitthvað að breytast núna varðandi þetta ár, að þá eru menn alltaf að horfa til að fjárfestingarnar eru til 20-25 ára svo að breytingar á einu ári, það er ekki að breyta heildarmyndinni,“ bætir hann við.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Fleiri fréttir Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Sjá meira