Telur líklegt að Trump geti náðað sjálfan sig Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. júní 2018 17:30 Rudy Guiliani fer fyrir lögfræðiteymi Bandaríkjaforseta. Vísir/AFP Rudy Guilani, yfirmaður lögfræðiteymis Donald Trump Bandaríkjaforseta, telur líklegt að forsetinn hafi vald til þess að náða sjálfan sig fari rannsókn Roberts Mueller, sérstaks saksóknara, á versta veg. Guilani segir þó að Trump hafi ekki í hyggju að náða sjálfan sig. BBC greinir frá. Mueller fer sem kunnugt er fyrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum og meðal þess sem hann rannsakar eru möguleg tengsl framboðs Trump við Rússa. Hefur teymi Mueller viljað ná tali af Trump vegna rannsóknarinnar en enn ekki orðið af því.Í bréfi sem bandaríska dagblaðið New York Times hefur birt og var skrifað af lögfræðingum Trump til Mueller er því haldið fram að ekki sé hægt að knýja forsetann til að mæta í viðtal við saksóknarann. Forsetinn hafi fullkomin yfirráð yfir bandarískri stjórnsýslu, þar á meðal rannsóknum eins og þeirri sem Muller stýrir.JUST IN: Does Pres. Trump have the power to pardon himself?"He's not, but he probably does," Rudy Giuliani tells @GStephanopoulos. "He has no intention of pardoning himself, but that doesn't say he can't." https://t.co/Dx6UsiNNiK pic.twitter.com/ULM1x7fSac— ABC News (@ABC) June 3, 2018 Guiliani hefur verið tíður gestur í spjall- og fréttaþáttum eftir að hann var skipaður í lögfræðiteymi Trump og var hann mættur í þáttinn This Week á ABC til þess að ræða bréfið sem var sent til Mueller. Var hann þar spurður hvort að lögfræðiteymið liti svo á að hann hefði vald til þes að náða sjálfan sig. Sagði Guiliani að líklega væri það svo en bætti við að Trump hefði ekki hug á slíku, enda gæti það reynst honum erfitt. „Pólitískar afleiðingar af því yrðu miklar. Að náða einhvern annan er einn hlutur, en að náða sjálfan sig. Það er allt annað,“ sagði Guiliani.Alls óvíst er hvort að forseti Bandaríkjanna hafi vald til þess að náða sjálfan sig en engin fordæmi eru fyrir slíku. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Erfiðleikar hjá Rudy Giuliani Trump svaraði fyrir ummæli Rudys Giuliani, nýs lögfræðings síns, um Stormy Daniels-málið. Sagði Giuliani frábæran en minnti á að hann væri nýr í starfi. 5. maí 2018 10:00 Birtu 20 síðna leynilegt bréf Bandaríska dagblaðið New York Times hafa birt bréf sem lögmenn Donalds Trumps forseta skrifuðu Robert Muller, sérstökum saksóknara. 3. júní 2018 12:56 Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Innbrot og slagsmál í miðborginni Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Fleiri fréttir 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Sjá meira
Rudy Guilani, yfirmaður lögfræðiteymis Donald Trump Bandaríkjaforseta, telur líklegt að forsetinn hafi vald til þess að náða sjálfan sig fari rannsókn Roberts Mueller, sérstaks saksóknara, á versta veg. Guilani segir þó að Trump hafi ekki í hyggju að náða sjálfan sig. BBC greinir frá. Mueller fer sem kunnugt er fyrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum og meðal þess sem hann rannsakar eru möguleg tengsl framboðs Trump við Rússa. Hefur teymi Mueller viljað ná tali af Trump vegna rannsóknarinnar en enn ekki orðið af því.Í bréfi sem bandaríska dagblaðið New York Times hefur birt og var skrifað af lögfræðingum Trump til Mueller er því haldið fram að ekki sé hægt að knýja forsetann til að mæta í viðtal við saksóknarann. Forsetinn hafi fullkomin yfirráð yfir bandarískri stjórnsýslu, þar á meðal rannsóknum eins og þeirri sem Muller stýrir.JUST IN: Does Pres. Trump have the power to pardon himself?"He's not, but he probably does," Rudy Giuliani tells @GStephanopoulos. "He has no intention of pardoning himself, but that doesn't say he can't." https://t.co/Dx6UsiNNiK pic.twitter.com/ULM1x7fSac— ABC News (@ABC) June 3, 2018 Guiliani hefur verið tíður gestur í spjall- og fréttaþáttum eftir að hann var skipaður í lögfræðiteymi Trump og var hann mættur í þáttinn This Week á ABC til þess að ræða bréfið sem var sent til Mueller. Var hann þar spurður hvort að lögfræðiteymið liti svo á að hann hefði vald til þes að náða sjálfan sig. Sagði Guiliani að líklega væri það svo en bætti við að Trump hefði ekki hug á slíku, enda gæti það reynst honum erfitt. „Pólitískar afleiðingar af því yrðu miklar. Að náða einhvern annan er einn hlutur, en að náða sjálfan sig. Það er allt annað,“ sagði Guiliani.Alls óvíst er hvort að forseti Bandaríkjanna hafi vald til þess að náða sjálfan sig en engin fordæmi eru fyrir slíku.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Erfiðleikar hjá Rudy Giuliani Trump svaraði fyrir ummæli Rudys Giuliani, nýs lögfræðings síns, um Stormy Daniels-málið. Sagði Giuliani frábæran en minnti á að hann væri nýr í starfi. 5. maí 2018 10:00 Birtu 20 síðna leynilegt bréf Bandaríska dagblaðið New York Times hafa birt bréf sem lögmenn Donalds Trumps forseta skrifuðu Robert Muller, sérstökum saksóknara. 3. júní 2018 12:56 Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Innbrot og slagsmál í miðborginni Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Fleiri fréttir 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Sjá meira
Erfiðleikar hjá Rudy Giuliani Trump svaraði fyrir ummæli Rudys Giuliani, nýs lögfræðings síns, um Stormy Daniels-málið. Sagði Giuliani frábæran en minnti á að hann væri nýr í starfi. 5. maí 2018 10:00
Birtu 20 síðna leynilegt bréf Bandaríska dagblaðið New York Times hafa birt bréf sem lögmenn Donalds Trumps forseta skrifuðu Robert Muller, sérstökum saksóknara. 3. júní 2018 12:56