Hafnar sjálf aukagreiðslum sem borgarfulltrúi Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 18. júní 2018 19:37 Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokksins í Reykjavík, segir launagreiðslur stjórnenda í Reykjavík út í hött. Vísir/Vilhelm Í tillögu Sósíalistaflokksins sem tekin verður fyrir á borgarstjórnarfundi á morgun segir að borgarstarfsmenn fái í raun tvöföld laun með því að fá þóknun fyrir fundarsetu og undirbúning í vinnutíma. Fréttastofa hefur tekið saman tvö raunsönn dæmi um möguleg heildarlaun borgarfulltrúa, eins og sést hér á myndunum.Í öðru dæminu hækka grunnlaun úr tæplega 700 þúsund í 966 þúsund, sá borgarfulltrúi er formaður í einni nefnd, varamaður í borgarráði og fær fastan starfskostnað. Fastur starfskostnaður á að dekka persónulega útgjöld, svo sem áskrift að fjölmiðlum. Að auki situr hann í stjórn Sorpu, sem er í eigu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Í hinu dæminu er borgarfulltrúinn formaður í borgarstjórnarflokki sínum, situr í borgarráði, er forseti borgarstjórnar, fær starfskostnað greiddan og situr í hafnarstjórn Faxaflóahafna sem rekin er af fimm sveitarfélögum. Sá borgarfulltrúi er með ríflega 1,4 milljónir króna í mánaðarlaun.Að auki fá allir borgarfulltrúar tölvu og síma til afnota, niðurgreiðslu á símreikningi og nettengingu.Grunnlaunin alveg nógu há Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, segir borgarfulltrúa með 700 þúsund króna grunnlaun ekki þurfa álagsgreiðslur. „Launin sem þessir kjörnu fulltrúar eru með til að byrja með ná vel yfir það sem þarf að gera, varðandi undirbúning og setu á fundum," segir hún. Einnig að 700 þúsund krónur séu há laun, sérstaklega þegar miðað er við aðra starfsmenn borgarinnar, sem séu með skammarlega lág laun.Sanna Magdalena Mörtudóttir.Vísir„Þessir hópar þurfa að hafa mikið fyrir því að fá kjarabætur, hækkun á launum. En svo er þetta talið sjálfsagt, þessar álagsgreiðslur sem okkur Sósialistum finnst út í hött. Jafnvel þótt tillagan verði ekki samþykkt ætlar Sanna ekki að þiggja aukagreiðslur frá borginni. „Við vorum reyndar á námskeiði í síðustu viku og þar kom fram að við megum ekki afþakka laun en maður getur alltaf komið þeim í hendur þeirra sem þurfa frekar á peningunum að halda," segir Sanna Magdalena Mörtudóttir. Tengdar fréttir Vill banna laun fyrir fundarsetu Sanna Magdalena, borgarfulltrúi sósíalista, ætlar að leggja fram tillögu um að banna stjórnendum borgarinnar að þiggja laun fyrir fundarsetu. 17. júní 2018 12:57 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir „Jómfrúarræður“ séu barns síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Sjá meira
Í tillögu Sósíalistaflokksins sem tekin verður fyrir á borgarstjórnarfundi á morgun segir að borgarstarfsmenn fái í raun tvöföld laun með því að fá þóknun fyrir fundarsetu og undirbúning í vinnutíma. Fréttastofa hefur tekið saman tvö raunsönn dæmi um möguleg heildarlaun borgarfulltrúa, eins og sést hér á myndunum.Í öðru dæminu hækka grunnlaun úr tæplega 700 þúsund í 966 þúsund, sá borgarfulltrúi er formaður í einni nefnd, varamaður í borgarráði og fær fastan starfskostnað. Fastur starfskostnaður á að dekka persónulega útgjöld, svo sem áskrift að fjölmiðlum. Að auki situr hann í stjórn Sorpu, sem er í eigu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Í hinu dæminu er borgarfulltrúinn formaður í borgarstjórnarflokki sínum, situr í borgarráði, er forseti borgarstjórnar, fær starfskostnað greiddan og situr í hafnarstjórn Faxaflóahafna sem rekin er af fimm sveitarfélögum. Sá borgarfulltrúi er með ríflega 1,4 milljónir króna í mánaðarlaun.Að auki fá allir borgarfulltrúar tölvu og síma til afnota, niðurgreiðslu á símreikningi og nettengingu.Grunnlaunin alveg nógu há Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, segir borgarfulltrúa með 700 þúsund króna grunnlaun ekki þurfa álagsgreiðslur. „Launin sem þessir kjörnu fulltrúar eru með til að byrja með ná vel yfir það sem þarf að gera, varðandi undirbúning og setu á fundum," segir hún. Einnig að 700 þúsund krónur séu há laun, sérstaklega þegar miðað er við aðra starfsmenn borgarinnar, sem séu með skammarlega lág laun.Sanna Magdalena Mörtudóttir.Vísir„Þessir hópar þurfa að hafa mikið fyrir því að fá kjarabætur, hækkun á launum. En svo er þetta talið sjálfsagt, þessar álagsgreiðslur sem okkur Sósialistum finnst út í hött. Jafnvel þótt tillagan verði ekki samþykkt ætlar Sanna ekki að þiggja aukagreiðslur frá borginni. „Við vorum reyndar á námskeiði í síðustu viku og þar kom fram að við megum ekki afþakka laun en maður getur alltaf komið þeim í hendur þeirra sem þurfa frekar á peningunum að halda," segir Sanna Magdalena Mörtudóttir.
Tengdar fréttir Vill banna laun fyrir fundarsetu Sanna Magdalena, borgarfulltrúi sósíalista, ætlar að leggja fram tillögu um að banna stjórnendum borgarinnar að þiggja laun fyrir fundarsetu. 17. júní 2018 12:57 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir „Jómfrúarræður“ séu barns síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Sjá meira
Vill banna laun fyrir fundarsetu Sanna Magdalena, borgarfulltrúi sósíalista, ætlar að leggja fram tillögu um að banna stjórnendum borgarinnar að þiggja laun fyrir fundarsetu. 17. júní 2018 12:57