Getur pillan valdið depurð? Elín Albertsdóttir skrifar 15. júní 2018 06:00 Táningsstúlkur sem taka inn hormónagetnaðarvörn gætu fundið fyrir depurð eða öðrum geðröskunum samkvæmt nýrri sænskri rannsókn. Vísindamenn hafa hingað til ekki getað staðhæft að hormónatengd getnaðarvarnarlyf geti valdið geðröskunum en þessi sænska rannsókn er mjög víðtæk. Skoðaðar voru lyfjaskrár, læknaskýrslur, gagnagrunnur um sjúkratryggingar og vinnumarkaðsrannsóknir um 800 þúsund kvenna á aldrinum 12-30 ára.Kvarta undan depurð Sofia Zettermark, sem er vísindamaður við háskólann í Lundi, var meðal rannsakenda. Hún segir að stúlkur á unglingsaldri sem nota p-pilluna eða önnur hormónatengd getnaðarvarnarlyf þurfi frekar svefn- eða þunglyndislyf en þær sem taka ekki inn slík lyf. Hjá yngstu stúlkunum voru greinileg tengsl á milli notkunar hormónatengdra getnaðarvarna og notkunar lyfja fyrir ýmsa andlega sjúkdóma á borð við hræðslu, óróa, kvíða, svefnvandamál og þunglyndi. Á aldrinum 12-14 ára voru 4% stúlkna sem notuðu hormónatengd getnaðarvarnalyf. 1% í þessum aldursflokki notaði geðlyf án þess að vera á getnaðarvörn. Rannsókn sem gerð var í Noregi árið 2016 sýndi talsverða aukningu unglingsstúlkna sem þurfa á þunglyndislyfjum að halda og hefur sú tala hækkað mikið undanfarin tíu ár. Margar ungar konur hafa kvartað yfir því við lækna að þær finni fyrir þunglyndi eða depurð ef þær taka inn p-pilluna. Minni áhætta með aldrinum Meðal kvenna sem hafa náð 20 ára aldri fundu vísindamenn ekki eins sterk tengsl. Í þessum hópi notuðu 3,7% kvennanna þunglyndislyf og sá fjöldi var ekki allur á hormónagetnaðarvörnum. Rannsóknin sýndi jafnframt að ólíkar tegundir getnaðarvarna með hormónum höfðu mismunandi áhrif. P-pillan var ekki endilega verst. Aðrir kostir eins og hormónalykkja og hormónahringur komu jafnvel verr út. Sænska könnunin er ekki ósvipuð stórri rannsókn sem gerð var í Danmörku árið 2016. Læknar vilja ekki staðfesta að hormónagetnaðarvarnalyf geti haft þessi áhrif á unglingsstúlkur en vilja frekari rannsóknir. „Það er ekki hægt að hunsa þessa niðurstöðu,“ segir Steinar Madsen læknir, sem starfar hjá Lyfjastofnuninni í Noregi, í samtali við norska vefmiðilinn forskning.no. „Táningsstúlkur sem nota getnaðarvörn gætu mögulega verið í föstu ástarsambandi sem getur verið flókið og skapað vandamál. Það er erfitt að kortleggja mun á milli hópa eftir skrám. Annars er getnaðarvarnanotkun mjög lítil meðal unglingsstúlkna. Sumar nota p-pilluna eingöngu vegna slæmra tíðaverkja. Ef ungar stúlkur þurfa jafnframt á lyfjum að halda vegna ADHD, svefntruflana eða depurðar þá er það betri kostur en að þær yrðu barnshafandi. Gaman væri að skoða sérstaklega konur sem nota koparlykkju sem er ekki með hormón. Hins vegar væri það erfitt því koparlykkjur eru ekki skráðar í lyfseðilsskrá í Noregi. Við vitum að þúsundir kvenna nota hormónagetnaðarvörn án þess að finna nokkuð fyrir því.“ Niðurstöður teknar með varúð Zettermark, sem einnig er læknir við Kiruna sjúkrahúsið, segir að rannsóknin sé ekki gerð til að hræða ungar konur frá því að nota hormónagetnaðarvörn. Það geta alltaf verið einhverjar undirliggjandi ástæður fyrir því að sumar konur þoli eitthvað sem aðrar gera ekki. Niðurstöðurnar verða túlkaðar með varúð en gott væri að rannsaka málið frekar.Tilvísun: S. Zettermark mf: Hormonal contraception increases the risk of psychotropic drug use in adolescent girls but not in adults: A pharmacoepidemiological study on 800 000 Swedish women. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Innlent „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Innlent Fleiri fréttir Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Sjá meira
Vísindamenn hafa hingað til ekki getað staðhæft að hormónatengd getnaðarvarnarlyf geti valdið geðröskunum en þessi sænska rannsókn er mjög víðtæk. Skoðaðar voru lyfjaskrár, læknaskýrslur, gagnagrunnur um sjúkratryggingar og vinnumarkaðsrannsóknir um 800 þúsund kvenna á aldrinum 12-30 ára.Kvarta undan depurð Sofia Zettermark, sem er vísindamaður við háskólann í Lundi, var meðal rannsakenda. Hún segir að stúlkur á unglingsaldri sem nota p-pilluna eða önnur hormónatengd getnaðarvarnarlyf þurfi frekar svefn- eða þunglyndislyf en þær sem taka ekki inn slík lyf. Hjá yngstu stúlkunum voru greinileg tengsl á milli notkunar hormónatengdra getnaðarvarna og notkunar lyfja fyrir ýmsa andlega sjúkdóma á borð við hræðslu, óróa, kvíða, svefnvandamál og þunglyndi. Á aldrinum 12-14 ára voru 4% stúlkna sem notuðu hormónatengd getnaðarvarnalyf. 1% í þessum aldursflokki notaði geðlyf án þess að vera á getnaðarvörn. Rannsókn sem gerð var í Noregi árið 2016 sýndi talsverða aukningu unglingsstúlkna sem þurfa á þunglyndislyfjum að halda og hefur sú tala hækkað mikið undanfarin tíu ár. Margar ungar konur hafa kvartað yfir því við lækna að þær finni fyrir þunglyndi eða depurð ef þær taka inn p-pilluna. Minni áhætta með aldrinum Meðal kvenna sem hafa náð 20 ára aldri fundu vísindamenn ekki eins sterk tengsl. Í þessum hópi notuðu 3,7% kvennanna þunglyndislyf og sá fjöldi var ekki allur á hormónagetnaðarvörnum. Rannsóknin sýndi jafnframt að ólíkar tegundir getnaðarvarna með hormónum höfðu mismunandi áhrif. P-pillan var ekki endilega verst. Aðrir kostir eins og hormónalykkja og hormónahringur komu jafnvel verr út. Sænska könnunin er ekki ósvipuð stórri rannsókn sem gerð var í Danmörku árið 2016. Læknar vilja ekki staðfesta að hormónagetnaðarvarnalyf geti haft þessi áhrif á unglingsstúlkur en vilja frekari rannsóknir. „Það er ekki hægt að hunsa þessa niðurstöðu,“ segir Steinar Madsen læknir, sem starfar hjá Lyfjastofnuninni í Noregi, í samtali við norska vefmiðilinn forskning.no. „Táningsstúlkur sem nota getnaðarvörn gætu mögulega verið í föstu ástarsambandi sem getur verið flókið og skapað vandamál. Það er erfitt að kortleggja mun á milli hópa eftir skrám. Annars er getnaðarvarnanotkun mjög lítil meðal unglingsstúlkna. Sumar nota p-pilluna eingöngu vegna slæmra tíðaverkja. Ef ungar stúlkur þurfa jafnframt á lyfjum að halda vegna ADHD, svefntruflana eða depurðar þá er það betri kostur en að þær yrðu barnshafandi. Gaman væri að skoða sérstaklega konur sem nota koparlykkju sem er ekki með hormón. Hins vegar væri það erfitt því koparlykkjur eru ekki skráðar í lyfseðilsskrá í Noregi. Við vitum að þúsundir kvenna nota hormónagetnaðarvörn án þess að finna nokkuð fyrir því.“ Niðurstöður teknar með varúð Zettermark, sem einnig er læknir við Kiruna sjúkrahúsið, segir að rannsóknin sé ekki gerð til að hræða ungar konur frá því að nota hormónagetnaðarvörn. Það geta alltaf verið einhverjar undirliggjandi ástæður fyrir því að sumar konur þoli eitthvað sem aðrar gera ekki. Niðurstöðurnar verða túlkaðar með varúð en gott væri að rannsaka málið frekar.Tilvísun: S. Zettermark mf: Hormonal contraception increases the risk of psychotropic drug use in adolescent girls but not in adults: A pharmacoepidemiological study on 800 000 Swedish women.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Innlent „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Innlent Fleiri fréttir Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Sjá meira