Stofnuðu minningarsjóð í nafni Einars Darra til hjálpar ungu fólki í fíkniefnavanda Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 14. júní 2018 14:15 Fjölskylda og vinir Einars Darra vinna að forvarnarverkefni sem einblínir á misnotkun lyfseðilsskyldra lyfja á meðal ungmenna. Babl/Úr einkasafni Einar Darri Óskarsson lést á heimili sínu í Hvalfjarðarsveit þann 25. maí síðastliðinn aðeins 18 ára gamall. Nú hefur verið stofnaður minningarsjóður í nafni Einars Darra sem rennur til styrktar málefna sem ætluð eru til að hjálpa ungu fólki í fíkniefnavanda. Fjallað er um sögu Einars Darra á síðunni Babl.is sem er nýr fréttavefur fyrir ungt fólk. Greinahöfundar síðunnar eru allir á aldrinum 19 til 21 árs. Leitaði aðstoðar vegna kvíða „Ímynd okkar af þeim sem leiðast út í fíkniefnaneyslu er oft bjöguð og óraunhæf, Einar var vel gefinn strákur sem stóð sig vel í skóla og vinnu, var vinamargur og hamingjusamur. Einar stundaði líkamsrækt á hverjum degi, passaði upp á heilsuna, var náinn fjölskyldu sinni og varði tíma með þeim við hvert tækifæri. Á yfirborðinu var hann með allt á hreinu. Fólk eins og Einar er gott dæmi um það að fíkniefni fara ekki í manngreiningaálit, hver sem er getur lent í klóm þeirra,“ segir í greininni um minningarsjóðinn. Hann hafði reynt að hætta af sjálfsdáðum án árangurs en áður en hann sjálfur og allir í kringum hann gerðu sér grein fyrir alvarleika vandans, þá var það orðið of seint. „Undanfarin ár hefur mikið verið talað um aukinn kvíða barna og unglinga, Einar var eitt þessara barna. Ólíkt mörgum þá var Einar mjög opinn með sinn kvíðavanda og leitaði sér hjálpar samstundis. Þrátt fyrir hjálp hjá sálfræðingum og að hafa tekið það sem virtust allt vera hárréttar ákvarðanir þá sat kvíðinn ennþá eftir í honum.“Hlutirnir byrjuðu að fara úr böndunum hjá Einari Darra eftir að hann kyntist Xanax, samkvæmt fjölskyldu og vinum hans.Vísir/GettyLoksins fundið lausnina Einar Darri notaði kvíðalyfið Xanax, sem hefur verið fjallað töluvert um hér á landi síðustu ár. „Það var ekki fyrr en að Einar kynntist þessu lyfi í gegnum tónlistina sem hann hlustaði á, að hlutirnir byrjuðu að fara úr böndunum hjá honum. Rétt eins og margir aðrir þá hafði hann loksins fundið lausnina við kvíðanum sem hafði verið að hrjá hann.“ Fjölskylda og vinir Einars Darra eru nú byrjuð að vinna að forvarnarverkefni sem einblínir á misnotkun lyfseðilsskyldra lyfja á meðal ungmenna hér á landi og verður verkefnið kynnt betur á næstu dögum. Nánar má lesa um sögu Einars Darra á síðunni Babl en þeim sem vilja styrkja þetta málefni er bent á minningarsjóðinn 354-13-200240, kennitala 160370-5999. Hvalfjarðarsveit Tengdar fréttir Kalla eftir sálfræðiþjónustu vegna aukins kvíða og streitu Heilbrigðis- og menntamálaráðherra hafa ákveðið að taka höndum saman til að auðvelda aðgengi nemenda að geðheilbrigðisþjónustu. 20. apríl 2018 21:00 Kvíði skólabarna varðar samfélagið allt Garðabær á að vera í forystu sveitarfélaga þegar kemur að mennskunni, samkennd og virðingu fyrir hverjum og einum. 17. apríl 2018 14:45 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Sjá meira
Einar Darri Óskarsson lést á heimili sínu í Hvalfjarðarsveit þann 25. maí síðastliðinn aðeins 18 ára gamall. Nú hefur verið stofnaður minningarsjóður í nafni Einars Darra sem rennur til styrktar málefna sem ætluð eru til að hjálpa ungu fólki í fíkniefnavanda. Fjallað er um sögu Einars Darra á síðunni Babl.is sem er nýr fréttavefur fyrir ungt fólk. Greinahöfundar síðunnar eru allir á aldrinum 19 til 21 árs. Leitaði aðstoðar vegna kvíða „Ímynd okkar af þeim sem leiðast út í fíkniefnaneyslu er oft bjöguð og óraunhæf, Einar var vel gefinn strákur sem stóð sig vel í skóla og vinnu, var vinamargur og hamingjusamur. Einar stundaði líkamsrækt á hverjum degi, passaði upp á heilsuna, var náinn fjölskyldu sinni og varði tíma með þeim við hvert tækifæri. Á yfirborðinu var hann með allt á hreinu. Fólk eins og Einar er gott dæmi um það að fíkniefni fara ekki í manngreiningaálit, hver sem er getur lent í klóm þeirra,“ segir í greininni um minningarsjóðinn. Hann hafði reynt að hætta af sjálfsdáðum án árangurs en áður en hann sjálfur og allir í kringum hann gerðu sér grein fyrir alvarleika vandans, þá var það orðið of seint. „Undanfarin ár hefur mikið verið talað um aukinn kvíða barna og unglinga, Einar var eitt þessara barna. Ólíkt mörgum þá var Einar mjög opinn með sinn kvíðavanda og leitaði sér hjálpar samstundis. Þrátt fyrir hjálp hjá sálfræðingum og að hafa tekið það sem virtust allt vera hárréttar ákvarðanir þá sat kvíðinn ennþá eftir í honum.“Hlutirnir byrjuðu að fara úr böndunum hjá Einari Darra eftir að hann kyntist Xanax, samkvæmt fjölskyldu og vinum hans.Vísir/GettyLoksins fundið lausnina Einar Darri notaði kvíðalyfið Xanax, sem hefur verið fjallað töluvert um hér á landi síðustu ár. „Það var ekki fyrr en að Einar kynntist þessu lyfi í gegnum tónlistina sem hann hlustaði á, að hlutirnir byrjuðu að fara úr böndunum hjá honum. Rétt eins og margir aðrir þá hafði hann loksins fundið lausnina við kvíðanum sem hafði verið að hrjá hann.“ Fjölskylda og vinir Einars Darra eru nú byrjuð að vinna að forvarnarverkefni sem einblínir á misnotkun lyfseðilsskyldra lyfja á meðal ungmenna hér á landi og verður verkefnið kynnt betur á næstu dögum. Nánar má lesa um sögu Einars Darra á síðunni Babl en þeim sem vilja styrkja þetta málefni er bent á minningarsjóðinn 354-13-200240, kennitala 160370-5999.
Hvalfjarðarsveit Tengdar fréttir Kalla eftir sálfræðiþjónustu vegna aukins kvíða og streitu Heilbrigðis- og menntamálaráðherra hafa ákveðið að taka höndum saman til að auðvelda aðgengi nemenda að geðheilbrigðisþjónustu. 20. apríl 2018 21:00 Kvíði skólabarna varðar samfélagið allt Garðabær á að vera í forystu sveitarfélaga þegar kemur að mennskunni, samkennd og virðingu fyrir hverjum og einum. 17. apríl 2018 14:45 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Sjá meira
Kalla eftir sálfræðiþjónustu vegna aukins kvíða og streitu Heilbrigðis- og menntamálaráðherra hafa ákveðið að taka höndum saman til að auðvelda aðgengi nemenda að geðheilbrigðisþjónustu. 20. apríl 2018 21:00
Kvíði skólabarna varðar samfélagið allt Garðabær á að vera í forystu sveitarfélaga þegar kemur að mennskunni, samkennd og virðingu fyrir hverjum og einum. 17. apríl 2018 14:45