Samninganefnd ljósmæðra sakar fjármálaráðherra um skítkast Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. júlí 2018 18:45 Ljósmæðrum bauðst átta prósenta hækkun á dagvinnulaun og um sjö prósenta hækkun á vaktavinnulaun í nýfelldum kjarasamningi. Samninganefnd ljósmæðra segir kjaraupplýsingar á vef Fjármálaráðuneytisins villandi. Formaður nefndarinnar sakar fjármálaráðherra um skítkast og að fara með rangt mál. Fulltrúar samninganefndar ljósmæðra eru ævareiðir yfir því sem þeir segja villandi upplýsingar um kjör stéttarinnar á vef Fjármálaráðuneytisins. Þar kemur meðal annars fram að ljósmæður séu með næst hæst laun af 20 öðrum félögum í BHM. Þetta hrekur nefndin í yfirlýsingu í dag þar sem kemur meðal annars fram: „Það er ekki sérstaklega faglegt að bera saman heildarlaun annara BHM félaga og ljósmæðra þar sem ljósmæður vinna kvöld, nætur, helgar og alla rauða daga 365 daga á ári.“ Á vef Fjármálaráðuneytisins kemur fram að ljósmæður hafi fengið 16 prósenta hækkun árið 2008 og eftir það sambærilegar hækkanir og aðrar stéttir BHM. Þetta segja þær rangt: „Samkvæmt heimildum þá lítur út fyrir að ljósmæður hafa tapað niður meintri leiðréttingu frá 2008. Samkvæmt öllu virðist hafa verið 15 punkta munur á ljósmæðrum og hjúkrunarfræðingum annarsvegar og BHM hinsvegar þá, í fyrra var þessi munur 4-7 punktar.“Sakar fjármálaráðherra um að fara með fleipur Í hádegisfréttum sakaði fjármálaráðherra samninganefndina um að hafa ekki stutt kjarasamning sem þær höfðu undirritað við samninganefnd ríkisins í sumarbyrjun. Þetta segja þær vera rangt. „Þetta eru mjög harðar ásakanir og þær eru vissulega rangar,“ segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir formaður samninganefndarinnar. Samninganefndin segir að í þeim kjarasamningi sem hafi verið felldur hafi eftirfarandi verið í boði: „Hækkunin til dagvinnukvenna yrði 8% og 6,9% til vaktavinnukvenna. Það voru þarna 60 milljónir sem koma frá Velferðarráðuneytinu sem áttu að dreifast á stofnanir sem er í raun ekki hluti af kjarasamningum,“ segir Katrín Sif. Þær eru ósáttar við framgöngu ráðherrans í fjölmiðlum í þessu máli. „Mér finnst viðbrögð hans í fjölmiðlum pínu sorgleg, mér hefði þótt eðlilegra að hann hefði stigið niður og átt samtal við okkur en ekki svona skítkast opinberlega,“ segir Katrín Sif. Kjaramál Tengdar fréttir Læknaráð Landspítalans lýsir áhyggjum af ljósmæðradeilu Í ályktun leggur ráðið áherslu á að öryggi sjúklinga þurfi að vera í forgrunni. 4. júlí 2018 14:26 Ljósmæður felldu tólf prósenta hækkun Heimildir Fréttablaðsins herma að formaður samninganefndar ljósmæðra hafi talað gegn samningi félagsins við ríkið á kynningarfundi. Samningurinn var felldur af félagsmönnum en óttast var að hann gæti skapað usla annars staðar. 4. júlí 2018 06:00 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Fleiri fréttir Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Sjá meira
Ljósmæðrum bauðst átta prósenta hækkun á dagvinnulaun og um sjö prósenta hækkun á vaktavinnulaun í nýfelldum kjarasamningi. Samninganefnd ljósmæðra segir kjaraupplýsingar á vef Fjármálaráðuneytisins villandi. Formaður nefndarinnar sakar fjármálaráðherra um skítkast og að fara með rangt mál. Fulltrúar samninganefndar ljósmæðra eru ævareiðir yfir því sem þeir segja villandi upplýsingar um kjör stéttarinnar á vef Fjármálaráðuneytisins. Þar kemur meðal annars fram að ljósmæður séu með næst hæst laun af 20 öðrum félögum í BHM. Þetta hrekur nefndin í yfirlýsingu í dag þar sem kemur meðal annars fram: „Það er ekki sérstaklega faglegt að bera saman heildarlaun annara BHM félaga og ljósmæðra þar sem ljósmæður vinna kvöld, nætur, helgar og alla rauða daga 365 daga á ári.“ Á vef Fjármálaráðuneytisins kemur fram að ljósmæður hafi fengið 16 prósenta hækkun árið 2008 og eftir það sambærilegar hækkanir og aðrar stéttir BHM. Þetta segja þær rangt: „Samkvæmt heimildum þá lítur út fyrir að ljósmæður hafa tapað niður meintri leiðréttingu frá 2008. Samkvæmt öllu virðist hafa verið 15 punkta munur á ljósmæðrum og hjúkrunarfræðingum annarsvegar og BHM hinsvegar þá, í fyrra var þessi munur 4-7 punktar.“Sakar fjármálaráðherra um að fara með fleipur Í hádegisfréttum sakaði fjármálaráðherra samninganefndina um að hafa ekki stutt kjarasamning sem þær höfðu undirritað við samninganefnd ríkisins í sumarbyrjun. Þetta segja þær vera rangt. „Þetta eru mjög harðar ásakanir og þær eru vissulega rangar,“ segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir formaður samninganefndarinnar. Samninganefndin segir að í þeim kjarasamningi sem hafi verið felldur hafi eftirfarandi verið í boði: „Hækkunin til dagvinnukvenna yrði 8% og 6,9% til vaktavinnukvenna. Það voru þarna 60 milljónir sem koma frá Velferðarráðuneytinu sem áttu að dreifast á stofnanir sem er í raun ekki hluti af kjarasamningum,“ segir Katrín Sif. Þær eru ósáttar við framgöngu ráðherrans í fjölmiðlum í þessu máli. „Mér finnst viðbrögð hans í fjölmiðlum pínu sorgleg, mér hefði þótt eðlilegra að hann hefði stigið niður og átt samtal við okkur en ekki svona skítkast opinberlega,“ segir Katrín Sif.
Kjaramál Tengdar fréttir Læknaráð Landspítalans lýsir áhyggjum af ljósmæðradeilu Í ályktun leggur ráðið áherslu á að öryggi sjúklinga þurfi að vera í forgrunni. 4. júlí 2018 14:26 Ljósmæður felldu tólf prósenta hækkun Heimildir Fréttablaðsins herma að formaður samninganefndar ljósmæðra hafi talað gegn samningi félagsins við ríkið á kynningarfundi. Samningurinn var felldur af félagsmönnum en óttast var að hann gæti skapað usla annars staðar. 4. júlí 2018 06:00 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Fleiri fréttir Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Sjá meira
Læknaráð Landspítalans lýsir áhyggjum af ljósmæðradeilu Í ályktun leggur ráðið áherslu á að öryggi sjúklinga þurfi að vera í forgrunni. 4. júlí 2018 14:26
Ljósmæður felldu tólf prósenta hækkun Heimildir Fréttablaðsins herma að formaður samninganefndar ljósmæðra hafi talað gegn samningi félagsins við ríkið á kynningarfundi. Samningurinn var felldur af félagsmönnum en óttast var að hann gæti skapað usla annars staðar. 4. júlí 2018 06:00