Alþingi áformar að birta launaupplýsingar fyrrverandi þingmanna Heimir Már Pétursson skrifar 4. júlí 2018 12:48 Alþingi áformar að birta upplýsingar um laun og fastar kostnaðargreiðslur þingmanna allt aftur til ársins 2007 líkt og gert er vegna launa og greiðslna til þeirra sem nú sitja á Alþingi. Fyrrverandi þingmönnum er veittur frestur til loka næstu viku til að skila inn athugasemdum. Alþingi uppfærir í dag reglulega upplýsingar um laun og fastar kostnaðargreiðslur þeirra sem nú sitja á þingi og hefur gert það frá byrjun þessa árs. Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis hefur sent öllum þeim sem setið hafa á Alþingi frá kosningunum 2007 bréf þar sem þeim er tilkynnt að forsætisnefnd þingsins hafi einnig ákveðið að birta sams konar upplýsingar um þá. Upplýsingarnar verða þó aðeins sundurliðaðar eftir árum en ekki mánuðum eins og hjá þeim sem nú sitja á þingi. Um er að ræða upplýsingar um launagreiðslur, þar með taldar álagsgreiðslur vegna formennsku í nefndum og svo framvegis sem og upplýsingar um kostnaðargreiðslur til dæmis vegna húsnæðis- og dvalarkostnaðar. Þá verða einnig birtar upplýsingar um hvað hver þingmaður hefur fengið endurgreitt fyrir útlagðan kostnað eins og feðakostnað innanlands. Gögnin geyma persónuupplýsingar og telst birting þeirra því til vinnslu upplýsinga samkvæmt lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga samkvæmt bréfi forseta Alþingis til þingmannanna fyrrverandi. Hins vegar geti óskráðar meginreglur um upplýsingarétt almennings átt við um þessa starfsemi Alþingis. Þá hafi sú stefnumótun sem fram komi í gildandi upplýsingalögum um réttindi almennings til aðgangs að uppýsingum um heildarlaun stjórnenda og æðstu embættismanna þýðingu í þessum efnum sem og lög um kjararáð. Í bréfi forseta Alþingis er fyrrverandi alþingismönnum sem kjörnir voru til þings á árunum 2007 til 2016 gefinn frestur til föstudagsins í næstu viku til að koma á framfæri athugasemdum við þessa fyrirætlan þingsins. Steingrímur J. Sigfússon vildi ekki veita viðtal vegna þessa máls þegar eftir því var leitað og taldi rétt að bíða þar til frestur þingmannanna fyrrverandi rynni út hinn 13. júlí. Steingrímur tók hins vegar fram að birting þessarra upplýsinga myndi ekki ná til látinna þingmanna. Þá hafði verið ákveðið að fara ekki lengra aftur í tímann en til 2007 vegna þess að frá þeim tíma til dagsins í dag hefðu reglur um greiðslur til þingmanna ekki breyst mikið og því samanburðarhæfar. Alþingi Tengdar fréttir Greiðslur til þingmanna verði aðgengilegar á heimasíðu Alþingis Forseti þingsins kveðst sammála ákalli um aukið gagnsæi. Aftur á móti geti þingið ekki endurskoðað gjaldskrána sem þingmenn fá greitt eftir. 15. febrúar 2018 20:30 Launaupplýsingar þingmanna nú aðgengilegar almenningi Upplýsingar um laun þingmanna og kostnaðargreiðslur til þeirra hafa nú verið birtar á vef Alþingis. 27. febrúar 2018 11:24 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Útför páfans á laugardag Erlent Fleiri fréttir Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómeters hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi Sjá meira
Alþingi áformar að birta upplýsingar um laun og fastar kostnaðargreiðslur þingmanna allt aftur til ársins 2007 líkt og gert er vegna launa og greiðslna til þeirra sem nú sitja á Alþingi. Fyrrverandi þingmönnum er veittur frestur til loka næstu viku til að skila inn athugasemdum. Alþingi uppfærir í dag reglulega upplýsingar um laun og fastar kostnaðargreiðslur þeirra sem nú sitja á þingi og hefur gert það frá byrjun þessa árs. Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis hefur sent öllum þeim sem setið hafa á Alþingi frá kosningunum 2007 bréf þar sem þeim er tilkynnt að forsætisnefnd þingsins hafi einnig ákveðið að birta sams konar upplýsingar um þá. Upplýsingarnar verða þó aðeins sundurliðaðar eftir árum en ekki mánuðum eins og hjá þeim sem nú sitja á þingi. Um er að ræða upplýsingar um launagreiðslur, þar með taldar álagsgreiðslur vegna formennsku í nefndum og svo framvegis sem og upplýsingar um kostnaðargreiðslur til dæmis vegna húsnæðis- og dvalarkostnaðar. Þá verða einnig birtar upplýsingar um hvað hver þingmaður hefur fengið endurgreitt fyrir útlagðan kostnað eins og feðakostnað innanlands. Gögnin geyma persónuupplýsingar og telst birting þeirra því til vinnslu upplýsinga samkvæmt lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga samkvæmt bréfi forseta Alþingis til þingmannanna fyrrverandi. Hins vegar geti óskráðar meginreglur um upplýsingarétt almennings átt við um þessa starfsemi Alþingis. Þá hafi sú stefnumótun sem fram komi í gildandi upplýsingalögum um réttindi almennings til aðgangs að uppýsingum um heildarlaun stjórnenda og æðstu embættismanna þýðingu í þessum efnum sem og lög um kjararáð. Í bréfi forseta Alþingis er fyrrverandi alþingismönnum sem kjörnir voru til þings á árunum 2007 til 2016 gefinn frestur til föstudagsins í næstu viku til að koma á framfæri athugasemdum við þessa fyrirætlan þingsins. Steingrímur J. Sigfússon vildi ekki veita viðtal vegna þessa máls þegar eftir því var leitað og taldi rétt að bíða þar til frestur þingmannanna fyrrverandi rynni út hinn 13. júlí. Steingrímur tók hins vegar fram að birting þessarra upplýsinga myndi ekki ná til látinna þingmanna. Þá hafði verið ákveðið að fara ekki lengra aftur í tímann en til 2007 vegna þess að frá þeim tíma til dagsins í dag hefðu reglur um greiðslur til þingmanna ekki breyst mikið og því samanburðarhæfar.
Alþingi Tengdar fréttir Greiðslur til þingmanna verði aðgengilegar á heimasíðu Alþingis Forseti þingsins kveðst sammála ákalli um aukið gagnsæi. Aftur á móti geti þingið ekki endurskoðað gjaldskrána sem þingmenn fá greitt eftir. 15. febrúar 2018 20:30 Launaupplýsingar þingmanna nú aðgengilegar almenningi Upplýsingar um laun þingmanna og kostnaðargreiðslur til þeirra hafa nú verið birtar á vef Alþingis. 27. febrúar 2018 11:24 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Útför páfans á laugardag Erlent Fleiri fréttir Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómeters hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi Sjá meira
Greiðslur til þingmanna verði aðgengilegar á heimasíðu Alþingis Forseti þingsins kveðst sammála ákalli um aukið gagnsæi. Aftur á móti geti þingið ekki endurskoðað gjaldskrána sem þingmenn fá greitt eftir. 15. febrúar 2018 20:30
Launaupplýsingar þingmanna nú aðgengilegar almenningi Upplýsingar um laun þingmanna og kostnaðargreiðslur til þeirra hafa nú verið birtar á vef Alþingis. 27. febrúar 2018 11:24
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent