Umferðarstjórnun á Þingvöllum vegna hátíðarfundar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. júlí 2018 10:02 Settur hefur verið upp hátíðarpallur við Lögberg vegna fundarins. þjóðgarðurinn þingvöllum Vegna hátíðarfundar á Þingvöllum sem haldinn er til að marka 100 ára afmæli fullveldisins Íslands verður umferð stýrt á og við Þingvelli í dag. Vegi inn að gestastofu að Haki og bílastæði þar, P1, verður lokað frá 08.00 til 18.00 fyrir almennri umferð. Lokunin verður út við þjóðveg 36. Þá verður gönguleiðin frá Haki niður að Lögbergi við Hamraskarð lokuð frá 08.00 til 16:15. Milli 12.00 til 18.00 verður einstefna frá gatnamótum við þjónustumiðstöð til suðurs með Vallavegi 361 meðfram vatni að Arnarfelli. Vegur 362 að bílastæðum P2 við Kastala og Öxarárfoss verður með tvístefnu en bílum gert að beygja til suðurs með vatni á gatnamótum við Vallaveg 361. Vegur inn að Valhallarreit verður lokaður fyrir akandi umferð innan við Silfru þar sem verður stjórnstöð fyrir lögreglu og björgunarsveitir.Á kortinu má sjá upplýsingar um lokanir og umferðarstjórnun.Bílastæði: Rútur: • Við Langastíg, P3, norðan við Öxará fyrir ofan Almannagjá. • Í Vallarkróki. • Við Furulund. • Við P2 neðan við Öxarárfoss. • Við P2 hjá Kastölum. • Á bílastæðum við tjaldstæði á Syðri Leirum sunnan við þjónustumiðstöðina.Einkabílar: Einkabílar leggja á grasflötum neðan við Öxarárfoss og við Furulund. Ef nauðsyn krefur verður einkabílum beint inn á tjaldsvæði við Syðri Leirar sunnan við þjónustumiðstöðina. Gönguleið er um Fögrubrekku frá tjaldsvæðum við Syðri Leirar. Einnig verða rútuferðir á milli tjaldstæða og bílastæði við Kastala P2.Gönguleiðir í þinghelgi: Aðgengi verður að Lögbergi og inn í Almannagjá að norðan um göngustíg frá P2 við Kastala í átt að Drekkingarhyl og áfram að Lögbergi. Aðgengi verður að Lögbergi um pallinn og að brekkunni fyrir neðan. Gönguleið um heimreið að Þingvallabæ frá P2 við Kastala verður opin. Hægt verður að ganga að kirkju og að stígum austan við Öxará. Lokuð svæði verða frá Valhallarreit norður að Lögbergi vestan Öxarár og upp að neðri barmi Almannagjár. Lokað verður fyrir göngustíginn og brýrnar yfir Öxará frá 08:00 til 24:00 hátíðardaginn. Einnig má búast við töfum og lokunum á þeim stíg meðan á undirbúningi stendur viku fyrir hátíðarfundinn og í tvo daga eftir fundinn.Lögregla stýrir umferð og aðgerðum en meðlimir í björgunarsveitum Landsbjargar og starfsfólk þjóðgarðsins mun einnig vinna að verkefninu. Alþingi Tengdar fréttir Einhugur á Alþingi um hátíðartillögur Alþingi kom saman til aukafundar í dag til að ræða tvær þingsályktunartillögur formanna allra flokka á þinginu um stofnun Barnamenningarsjóðs og kaupa á nýju og fullkomnu rannsóknarskipi fyrir Hafrannsóknarstofnun. 17. júlí 2018 18:52 Sjónvarpsútsendingin veglegri en áætlað var Forseti Alþingis segir auknar kröfur um gæði sjónvarpsútsendingar skýra aukinn kostnað við hátíðarfund Alþingis á Þingvöllum. Þingmaður Pírata segir að þetta hefði mátt vera ljóst frá upphafi. Hátíðarfundurinn hefst klukkan 14 18. júlí 2018 06:00 Hátíðarþingfundurinn einkennist af valdhroka og sýndarmennsku Stjórnarskrárfélagið segir hátíðarþingfund Alþingis, sem fram fer á Þingvöllum í dag, einkennast af valdhroka og sýndarmennsku. 18. júlí 2018 06:27 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi: Ibrahim hafi verið sjáanlegur í rúma hálfa mínútu Innlent Svona var stemmningin við setningu Alþingis Innlent Skotárás í sænskum skóla Erlent Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Innlent Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Erlent Fleiri fréttir Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi: Ibrahim hafi verið sjáanlegur í rúma hálfa mínútu Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Sjá meira
Vegna hátíðarfundar á Þingvöllum sem haldinn er til að marka 100 ára afmæli fullveldisins Íslands verður umferð stýrt á og við Þingvelli í dag. Vegi inn að gestastofu að Haki og bílastæði þar, P1, verður lokað frá 08.00 til 18.00 fyrir almennri umferð. Lokunin verður út við þjóðveg 36. Þá verður gönguleiðin frá Haki niður að Lögbergi við Hamraskarð lokuð frá 08.00 til 16:15. Milli 12.00 til 18.00 verður einstefna frá gatnamótum við þjónustumiðstöð til suðurs með Vallavegi 361 meðfram vatni að Arnarfelli. Vegur 362 að bílastæðum P2 við Kastala og Öxarárfoss verður með tvístefnu en bílum gert að beygja til suðurs með vatni á gatnamótum við Vallaveg 361. Vegur inn að Valhallarreit verður lokaður fyrir akandi umferð innan við Silfru þar sem verður stjórnstöð fyrir lögreglu og björgunarsveitir.Á kortinu má sjá upplýsingar um lokanir og umferðarstjórnun.Bílastæði: Rútur: • Við Langastíg, P3, norðan við Öxará fyrir ofan Almannagjá. • Í Vallarkróki. • Við Furulund. • Við P2 neðan við Öxarárfoss. • Við P2 hjá Kastölum. • Á bílastæðum við tjaldstæði á Syðri Leirum sunnan við þjónustumiðstöðina.Einkabílar: Einkabílar leggja á grasflötum neðan við Öxarárfoss og við Furulund. Ef nauðsyn krefur verður einkabílum beint inn á tjaldsvæði við Syðri Leirar sunnan við þjónustumiðstöðina. Gönguleið er um Fögrubrekku frá tjaldsvæðum við Syðri Leirar. Einnig verða rútuferðir á milli tjaldstæða og bílastæði við Kastala P2.Gönguleiðir í þinghelgi: Aðgengi verður að Lögbergi og inn í Almannagjá að norðan um göngustíg frá P2 við Kastala í átt að Drekkingarhyl og áfram að Lögbergi. Aðgengi verður að Lögbergi um pallinn og að brekkunni fyrir neðan. Gönguleið um heimreið að Þingvallabæ frá P2 við Kastala verður opin. Hægt verður að ganga að kirkju og að stígum austan við Öxará. Lokuð svæði verða frá Valhallarreit norður að Lögbergi vestan Öxarár og upp að neðri barmi Almannagjár. Lokað verður fyrir göngustíginn og brýrnar yfir Öxará frá 08:00 til 24:00 hátíðardaginn. Einnig má búast við töfum og lokunum á þeim stíg meðan á undirbúningi stendur viku fyrir hátíðarfundinn og í tvo daga eftir fundinn.Lögregla stýrir umferð og aðgerðum en meðlimir í björgunarsveitum Landsbjargar og starfsfólk þjóðgarðsins mun einnig vinna að verkefninu.
Alþingi Tengdar fréttir Einhugur á Alþingi um hátíðartillögur Alþingi kom saman til aukafundar í dag til að ræða tvær þingsályktunartillögur formanna allra flokka á þinginu um stofnun Barnamenningarsjóðs og kaupa á nýju og fullkomnu rannsóknarskipi fyrir Hafrannsóknarstofnun. 17. júlí 2018 18:52 Sjónvarpsútsendingin veglegri en áætlað var Forseti Alþingis segir auknar kröfur um gæði sjónvarpsútsendingar skýra aukinn kostnað við hátíðarfund Alþingis á Þingvöllum. Þingmaður Pírata segir að þetta hefði mátt vera ljóst frá upphafi. Hátíðarfundurinn hefst klukkan 14 18. júlí 2018 06:00 Hátíðarþingfundurinn einkennist af valdhroka og sýndarmennsku Stjórnarskrárfélagið segir hátíðarþingfund Alþingis, sem fram fer á Þingvöllum í dag, einkennast af valdhroka og sýndarmennsku. 18. júlí 2018 06:27 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi: Ibrahim hafi verið sjáanlegur í rúma hálfa mínútu Innlent Svona var stemmningin við setningu Alþingis Innlent Skotárás í sænskum skóla Erlent Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Innlent Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Erlent Fleiri fréttir Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi: Ibrahim hafi verið sjáanlegur í rúma hálfa mínútu Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Sjá meira
Einhugur á Alþingi um hátíðartillögur Alþingi kom saman til aukafundar í dag til að ræða tvær þingsályktunartillögur formanna allra flokka á þinginu um stofnun Barnamenningarsjóðs og kaupa á nýju og fullkomnu rannsóknarskipi fyrir Hafrannsóknarstofnun. 17. júlí 2018 18:52
Sjónvarpsútsendingin veglegri en áætlað var Forseti Alþingis segir auknar kröfur um gæði sjónvarpsútsendingar skýra aukinn kostnað við hátíðarfund Alþingis á Þingvöllum. Þingmaður Pírata segir að þetta hefði mátt vera ljóst frá upphafi. Hátíðarfundurinn hefst klukkan 14 18. júlí 2018 06:00
Hátíðarþingfundurinn einkennist af valdhroka og sýndarmennsku Stjórnarskrárfélagið segir hátíðarþingfund Alþingis, sem fram fer á Þingvöllum í dag, einkennast af valdhroka og sýndarmennsku. 18. júlí 2018 06:27