Einhugur á Alþingi um hátíðartillögur Heimir Már Pétursson skrifar 17. júlí 2018 18:52 Alþingi kom saman til aukafundar í dag til að ræða tvær þingsályktunartillögur formanna allra flokka á þinginu um stofnun Barnamenningarsjóðs og kaupa á nýju og fullkomnu rannsóknarskipi fyrir Hafrannsóknarstofnun. Fundurinn í dag var raunar undanfari fyrir hátíðarfund Alþingis á Þingvöllum á morgun í tilefni hundrað ára afmælis fullveldis Íslands. En þá verða tillögurnar tvær bornar upp formlega til samþykktar. Í ræðu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra kom fram að í tillögunni um Barnamenningarsjóðs sé meðal annars reiknað með að boðað verði til barnaþings annað hvort ár. „Þátttaka barna og ungmenna í menningu er mikilvægur þáttur þess að lifa í frjálsu samfélagi og menningarlæsi og menningarþátttaka eru veigamikil atriði í uppvexti barna og unglinga. Kynni barna og ungmenna af menningu og listum eykur víðsýni og umburðarlyndi. Þátttaka í menningarstarfi vekur vitund um lýðræði, réttlæti og sögulegt samhengi,” sagði Katrín. Barnamenningarsjóður muni einnig horfa sérstaklega til þess að efla samfélagslega þátttöku barna innflytjenda og flóttafólks og barna sem búa við bágan efnahag, Þá verður þrjú hundruð milljónum króna varið til hönnunar á nýju rannsóknarskipi fyrir Hafrannsóknarstofnun á næsta ári og 1,6 milljörðum til smíði skipsins hvort ár á árunum 2020 og 2021. „Nýting sjávarfangs lagði grunninn að efnahagslegu sjálfstæði Íslendinga og þar með fullveldinu. Og það er stefna stjórnvalda að nýting lifandi auðlinda sjávar sé byggð á bestu fáanlegri þekkingu og ráðgjöf hverju sinni,” sagði forsætisráðherra. Nýja skipið kemur í stað eldra skips Hafrannsóknarstofnunar, Bjarna Sæmundssonar, sem orðið er hálfrar aldar gamalt. Alþingi Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira
Alþingi kom saman til aukafundar í dag til að ræða tvær þingsályktunartillögur formanna allra flokka á þinginu um stofnun Barnamenningarsjóðs og kaupa á nýju og fullkomnu rannsóknarskipi fyrir Hafrannsóknarstofnun. Fundurinn í dag var raunar undanfari fyrir hátíðarfund Alþingis á Þingvöllum á morgun í tilefni hundrað ára afmælis fullveldis Íslands. En þá verða tillögurnar tvær bornar upp formlega til samþykktar. Í ræðu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra kom fram að í tillögunni um Barnamenningarsjóðs sé meðal annars reiknað með að boðað verði til barnaþings annað hvort ár. „Þátttaka barna og ungmenna í menningu er mikilvægur þáttur þess að lifa í frjálsu samfélagi og menningarlæsi og menningarþátttaka eru veigamikil atriði í uppvexti barna og unglinga. Kynni barna og ungmenna af menningu og listum eykur víðsýni og umburðarlyndi. Þátttaka í menningarstarfi vekur vitund um lýðræði, réttlæti og sögulegt samhengi,” sagði Katrín. Barnamenningarsjóður muni einnig horfa sérstaklega til þess að efla samfélagslega þátttöku barna innflytjenda og flóttafólks og barna sem búa við bágan efnahag, Þá verður þrjú hundruð milljónum króna varið til hönnunar á nýju rannsóknarskipi fyrir Hafrannsóknarstofnun á næsta ári og 1,6 milljörðum til smíði skipsins hvort ár á árunum 2020 og 2021. „Nýting sjávarfangs lagði grunninn að efnahagslegu sjálfstæði Íslendinga og þar með fullveldinu. Og það er stefna stjórnvalda að nýting lifandi auðlinda sjávar sé byggð á bestu fáanlegri þekkingu og ráðgjöf hverju sinni,” sagði forsætisráðherra. Nýja skipið kemur í stað eldra skips Hafrannsóknarstofnunar, Bjarna Sæmundssonar, sem orðið er hálfrar aldar gamalt.
Alþingi Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira