Hringrásarhækkun launa fylgifiskur arftaka kjararáðs Jóhann Óli Eiðsson skrifar 26. júlí 2018 08:00 Þingið felldi lög um kjararáð úr gildi í vor. Nýtt fyrirkomulag á að verða að lögum í árslok. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ari Enginn lagalegur grundvöllur er fyrir útreikningum á árlegum meðaltölum reglulegra launa ríkisstarfsmanna heldur eru þeir í samræmi við þær aðferðir sem Hagstofan ákvarðar hverju sinni. Breytingar geta orðið á meðaltalinu vegna umbóta á aðferðum eða gögnum sem liggja þar að baki. Þetta er meðal þess sem kemur fram í umsögn Hagstofunnar um drög að frumvarpi um breytingu á ýmsum lögum vegna brottfalls laga um kjararáð um síðustu mánaðamót. Frumvarpsdrögin voru kynnt í samráðsgátt ríkisstjórnarinnar en frestur til athugasemda rann út fyrir helgi. Drögin byggja á vinnu starfshóps sem forsætisráðherra skipaði í upphafi árs. Umsögn Hagstofunnar var sú eina sem barst. Í drögunum er lagt til að laun þjóðkjörinna fulltrúa, dómara, saksóknara og ríkissáttasemjara verði ákveðin með fastri upphæð í lögum. Upphæðin er nú sú sama og fram kom í síðustu ákvörðunum kjararáðs fyrir hópana. Upphæðin kemur síðan til með að taka breytingum 1. maí ár hvert með hliðsjón af fyrrgreindu meðaltali. Til bráðabirgða munu laun presta og biskups taka sömu breytingum þar til samkomulag um nýtt fyrirkomulag launa þeirra næst. Aðrir færast undir kjaradeild fjármálaráðuneytisins. Í athugasemd Hagstofunnar er þess einnig getið að það fyrirkomulag sem lagt er til geti leitt til hringrásar. Það er, hærra meðaltal reglulegra launa hækkar laun þeirra sem falla undir frumvarpsdrögin. Til útskýringar má taka það dæmi ef fyrrgreint meðaltal hækkar um sjö prósent. Laun hópsins munu þá sjálfkrafa hækka um sjö prósent 1. maí. Þar sem hópurinn er reiknaður inn í meðaltalið kemur hækkun hans til með að hækka meðaltalið aftur. Sú hækkun hækkar launin á ný, sem hækkar meðaltalið, sem hækkar launin og svo framvegis. Hið sama gildir ef meðaltalið lækkar. Samkvæmt tölum frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu eru ríkisstarfsmenn um 21 þúsund talsins en stöðugildin eru eilítið færri. Í hópnum sem fellur undir hina sjálfvirku breytingu eru á annað hundrað manns og því má leiða að því líkur að breytingar á launum þeirra komi til með að hafa minniháttar áhrif. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Kjararáð Tengdar fréttir Síðasta verkið var um 10,8% hækkun Síðasta verk kjararáðs var að hækka laun ýmissa forstöðumanna ríkisstofnanna. 4. júlí 2018 09:46 Forstöðumenn íhuga málsókn Forstöðumenn ríkisstofnana telja að stjórnsýslureglum hafi ekki verið fylgt hjá kjararáði. Hátt í tug erinda var ekki svarað af ráðinu eða þeim vísað frá. 12. júlí 2018 06:00 Almennur vinnumarkaður eigi að móta kjarastefnu í landinu Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins fagnar því að úrskurðir kjararáðs verði ekki fleiri. Hann bendir á að rými til launahækkana skapist í atvinnulífinu en ekki hjá hinu opinbera. 13. júlí 2018 06:00 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Enginn lagalegur grundvöllur er fyrir útreikningum á árlegum meðaltölum reglulegra launa ríkisstarfsmanna heldur eru þeir í samræmi við þær aðferðir sem Hagstofan ákvarðar hverju sinni. Breytingar geta orðið á meðaltalinu vegna umbóta á aðferðum eða gögnum sem liggja þar að baki. Þetta er meðal þess sem kemur fram í umsögn Hagstofunnar um drög að frumvarpi um breytingu á ýmsum lögum vegna brottfalls laga um kjararáð um síðustu mánaðamót. Frumvarpsdrögin voru kynnt í samráðsgátt ríkisstjórnarinnar en frestur til athugasemda rann út fyrir helgi. Drögin byggja á vinnu starfshóps sem forsætisráðherra skipaði í upphafi árs. Umsögn Hagstofunnar var sú eina sem barst. Í drögunum er lagt til að laun þjóðkjörinna fulltrúa, dómara, saksóknara og ríkissáttasemjara verði ákveðin með fastri upphæð í lögum. Upphæðin er nú sú sama og fram kom í síðustu ákvörðunum kjararáðs fyrir hópana. Upphæðin kemur síðan til með að taka breytingum 1. maí ár hvert með hliðsjón af fyrrgreindu meðaltali. Til bráðabirgða munu laun presta og biskups taka sömu breytingum þar til samkomulag um nýtt fyrirkomulag launa þeirra næst. Aðrir færast undir kjaradeild fjármálaráðuneytisins. Í athugasemd Hagstofunnar er þess einnig getið að það fyrirkomulag sem lagt er til geti leitt til hringrásar. Það er, hærra meðaltal reglulegra launa hækkar laun þeirra sem falla undir frumvarpsdrögin. Til útskýringar má taka það dæmi ef fyrrgreint meðaltal hækkar um sjö prósent. Laun hópsins munu þá sjálfkrafa hækka um sjö prósent 1. maí. Þar sem hópurinn er reiknaður inn í meðaltalið kemur hækkun hans til með að hækka meðaltalið aftur. Sú hækkun hækkar launin á ný, sem hækkar meðaltalið, sem hækkar launin og svo framvegis. Hið sama gildir ef meðaltalið lækkar. Samkvæmt tölum frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu eru ríkisstarfsmenn um 21 þúsund talsins en stöðugildin eru eilítið færri. Í hópnum sem fellur undir hina sjálfvirku breytingu eru á annað hundrað manns og því má leiða að því líkur að breytingar á launum þeirra komi til með að hafa minniháttar áhrif.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Kjararáð Tengdar fréttir Síðasta verkið var um 10,8% hækkun Síðasta verk kjararáðs var að hækka laun ýmissa forstöðumanna ríkisstofnanna. 4. júlí 2018 09:46 Forstöðumenn íhuga málsókn Forstöðumenn ríkisstofnana telja að stjórnsýslureglum hafi ekki verið fylgt hjá kjararáði. Hátt í tug erinda var ekki svarað af ráðinu eða þeim vísað frá. 12. júlí 2018 06:00 Almennur vinnumarkaður eigi að móta kjarastefnu í landinu Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins fagnar því að úrskurðir kjararáðs verði ekki fleiri. Hann bendir á að rými til launahækkana skapist í atvinnulífinu en ekki hjá hinu opinbera. 13. júlí 2018 06:00 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Síðasta verkið var um 10,8% hækkun Síðasta verk kjararáðs var að hækka laun ýmissa forstöðumanna ríkisstofnanna. 4. júlí 2018 09:46
Forstöðumenn íhuga málsókn Forstöðumenn ríkisstofnana telja að stjórnsýslureglum hafi ekki verið fylgt hjá kjararáði. Hátt í tug erinda var ekki svarað af ráðinu eða þeim vísað frá. 12. júlí 2018 06:00
Almennur vinnumarkaður eigi að móta kjarastefnu í landinu Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins fagnar því að úrskurðir kjararáðs verði ekki fleiri. Hann bendir á að rými til launahækkana skapist í atvinnulífinu en ekki hjá hinu opinbera. 13. júlí 2018 06:00