Bættist í rennsli yfir Suðurlandsveg í nótt Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 7. ágúst 2018 11:47 Töluvert vatn flæðir yfir Suðurlandsveg rétt vestan við Kirkjubæjarklaustur. Ágúst Freyr Bjartmarsson Suðurlandsvegur við Kirkjubæjarklaustur er ennþá lokaður en í nótt bættist í rennsli yfir veginn. Verið er að kanna aðstæður á Fjallabaksvegi nyrðri og standa vonir til þess að þar verði hægt að opna þar fyrir umferð á ný í dag. Fólk er varað við að vera nálægt Skaftá vegna brennisteinsvetnis sem hefur mælst á svæðinu. Vatn frá Skaftárhlaupi byrjaði að flæða yfir Suðurlandsveg við Kirkjubæjarklaustur í gær. Vegagerðin veitti vatni meðfram veginum en í nótt bættist enn í rennslið. Sýnileg aukning Ágúst Bjartmarsson, yfirverkstjóri Vegagerðarinnar í Vík, segir að vatn á Suðurlandsvegi hafi aukist lítillega. „Það er sýnileg aukning, þannig að það hefur ekki minnkað.“ Þetta sé um 500 metra kafli sem um ræðir og að rennsli þar sé stöðugt. Ágúst segir biðstöðu vera hjá Vegagerðinni. „Við gerum nú voða lítið á meðan vatnið er svona mikið. En við fylgjumst með og erum á staðnum.“ Hann segir að björgunarsveitarmenn séu á vakt og loki veginum sitt hvoru megin og hleypi inn á Meðalland. Talsverð umferð hefur verið um Meðallandsveg en fólki hefur verið sagt að aka þá leið frá því í gær. Ágúst var að fara að kanna hvernig ástandið var á Fjallabaksleið nyrðri en vonir standa til að vegurinn þar verði opnaður í dag. Brennisteinslykt Veðurstofan varar fólk við að vera nálægt Skaftá en brennisteinsvetni hefur mælst á svæðinu. Skaftárhlaup er hægt í rénun en rennsli við Sveinstind mældist um 450 rúmmetrar á sekúndu í morgun en var 1.550 þegar það var mest. Í síðasta hlaupi var rennslið um 2.000 rúmmetrar á sekúndu þegar það var mest. Á kortinu má sjá staðsetningu rennslisins yfir Suðurlandsveg og hjáleiðina um Meðallandsveg.Loftmyndir Eldgos og jarðhræringar Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Vatn flæðir yfir þjóðveg 1 og hámarkshraði lækkaður í 30 km/klst Veginum hefur ekki verið lokað en hámarkshraði hefur verið lækkaður niður í 30 kílómetra á klukkustund, að sögn lögreglu á Suðurlandi. 6. ágúst 2018 08:37 Hafa áhyggjur af staðsetningu nýs brúarstæðis yfir Eldvatn Brúin yfir Eldvatn hefur skemmst í Skaftárhlaupi nú og um tíma höfðu menn áhyggjur af því að hún stæðist ekki hlaupið. 6. ágúst 2018 22:47 Þjóðvegi 1 um Eldhraun lokað vegna vatns úr Skaftárhlaupi Suðurlandsvegi hefur verið lokað vegna vatns á akbraut. 6. ágúst 2018 10:02 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira
Suðurlandsvegur við Kirkjubæjarklaustur er ennþá lokaður en í nótt bættist í rennsli yfir veginn. Verið er að kanna aðstæður á Fjallabaksvegi nyrðri og standa vonir til þess að þar verði hægt að opna þar fyrir umferð á ný í dag. Fólk er varað við að vera nálægt Skaftá vegna brennisteinsvetnis sem hefur mælst á svæðinu. Vatn frá Skaftárhlaupi byrjaði að flæða yfir Suðurlandsveg við Kirkjubæjarklaustur í gær. Vegagerðin veitti vatni meðfram veginum en í nótt bættist enn í rennslið. Sýnileg aukning Ágúst Bjartmarsson, yfirverkstjóri Vegagerðarinnar í Vík, segir að vatn á Suðurlandsvegi hafi aukist lítillega. „Það er sýnileg aukning, þannig að það hefur ekki minnkað.“ Þetta sé um 500 metra kafli sem um ræðir og að rennsli þar sé stöðugt. Ágúst segir biðstöðu vera hjá Vegagerðinni. „Við gerum nú voða lítið á meðan vatnið er svona mikið. En við fylgjumst með og erum á staðnum.“ Hann segir að björgunarsveitarmenn séu á vakt og loki veginum sitt hvoru megin og hleypi inn á Meðalland. Talsverð umferð hefur verið um Meðallandsveg en fólki hefur verið sagt að aka þá leið frá því í gær. Ágúst var að fara að kanna hvernig ástandið var á Fjallabaksleið nyrðri en vonir standa til að vegurinn þar verði opnaður í dag. Brennisteinslykt Veðurstofan varar fólk við að vera nálægt Skaftá en brennisteinsvetni hefur mælst á svæðinu. Skaftárhlaup er hægt í rénun en rennsli við Sveinstind mældist um 450 rúmmetrar á sekúndu í morgun en var 1.550 þegar það var mest. Í síðasta hlaupi var rennslið um 2.000 rúmmetrar á sekúndu þegar það var mest. Á kortinu má sjá staðsetningu rennslisins yfir Suðurlandsveg og hjáleiðina um Meðallandsveg.Loftmyndir
Eldgos og jarðhræringar Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Vatn flæðir yfir þjóðveg 1 og hámarkshraði lækkaður í 30 km/klst Veginum hefur ekki verið lokað en hámarkshraði hefur verið lækkaður niður í 30 kílómetra á klukkustund, að sögn lögreglu á Suðurlandi. 6. ágúst 2018 08:37 Hafa áhyggjur af staðsetningu nýs brúarstæðis yfir Eldvatn Brúin yfir Eldvatn hefur skemmst í Skaftárhlaupi nú og um tíma höfðu menn áhyggjur af því að hún stæðist ekki hlaupið. 6. ágúst 2018 22:47 Þjóðvegi 1 um Eldhraun lokað vegna vatns úr Skaftárhlaupi Suðurlandsvegi hefur verið lokað vegna vatns á akbraut. 6. ágúst 2018 10:02 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira
Vatn flæðir yfir þjóðveg 1 og hámarkshraði lækkaður í 30 km/klst Veginum hefur ekki verið lokað en hámarkshraði hefur verið lækkaður niður í 30 kílómetra á klukkustund, að sögn lögreglu á Suðurlandi. 6. ágúst 2018 08:37
Hafa áhyggjur af staðsetningu nýs brúarstæðis yfir Eldvatn Brúin yfir Eldvatn hefur skemmst í Skaftárhlaupi nú og um tíma höfðu menn áhyggjur af því að hún stæðist ekki hlaupið. 6. ágúst 2018 22:47
Þjóðvegi 1 um Eldhraun lokað vegna vatns úr Skaftárhlaupi Suðurlandsvegi hefur verið lokað vegna vatns á akbraut. 6. ágúst 2018 10:02