Loka landamærunum við Venesúela Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. ágúst 2018 06:35 Flestir Venesúelabúar sem flýja heimalandið eiga í erfiðleikum með að finna húsaskjól í Brasilíu. Vísir/epa Búið er að loka landamærum Brasilíu við Venesúela. Lokuninni er ætlað að stöðva straum flóttafólks frá nágrannaríkinu en þúsundur Venesúelabúa hafa leitað tækifæra og öryggis í Brasilíu. Héraðsstjórnin í Roriama, í norðanverðum Amasón-regnskógunum, segja að um 800 flóttamenn leiti yfir landamærin á hverjum degi. Héraðið ráði ekki við þann fjölda og því hafi verið ákveðið að loka landamærunum, rétt á meðan verið er að „innleiða réttu skilyrðin“ fyrir móttöku þeirra - eins og það er orðað á vef breska ríkisútvarpsins. Landamærin verði þó áfram opin Brasilíumönnum sem og þeim Venesúelabúum sem halda aftur til síns heima. Lokunin hefur að sama skapi ekki áhrif á ríkisborgara annarra landa. Þúsundir Venesúelabúa hafa flúið heimaland sitt á síðustu árum sökum bágs efnahagsástands og eldfimra stjórnmálaátaka. Flestir hafa leitað til nágrannaríkjanna Kolumbíu og Brasilíu. Ætla má að ástandið komi til með að versna eftir misheppnað banatilræði um helgina, þegar reynt var að sprengja forsetann Nicolas Maduro í loft upp. Fyrrnefnt Roriama-hérað er eitt það fátækasta í Brasilíu. Venesúelabúarnir sem þangað flýja hírast flestir í fátækrahverfum og eiga vart til hnífs og skeiðar. Héraðstjórnin hefur lengi kallað eftir því að landamærunum verði lokað, en þau segja flóttamannastrauminn hafa sligað innviði héraðsins og hækkað glæpatíðnina. Brasilísk stjórnvöld hafa mótmælt lokun landamæranna og segjast áfram ætla að koma nágrönnum sínum til aðstoðar. Brasilía Suður-Ameríka Venesúela Tengdar fréttir Sex handteknir í tengslum við tilræðið á hendur Maduro Sex hafa verið handteknir í tengslum við misheppnað morðtilræði á Nicolas Maduro, forseta Venesúela. Þetta segir innanríkisráðherra Venesúela, Nestor Reverol. 5. ágúst 2018 22:05 Öryggissveitir Venesúela hafi myrt hundruð á síðustu árum Öryggissveitir Venesúela hafa myrt hátt í fimm hundruð manns í lögregluaðgerðum þar sem fórnarlömb voru valin af handahófi undir yfirskyni baráttunnar gegn glæpum. 22. júní 2018 18:02 Sjálfskaparvíti Venesúela: Sósíalíska draumaríkið sem kollvarpaðist í martröð Morðtíðni er með því hæsta í heiminum, verðbólga er með því hæsta í heiminum og óöld ríkir. Hvað fór úrskeiðis? 10. júní 2016 09:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Búið er að loka landamærum Brasilíu við Venesúela. Lokuninni er ætlað að stöðva straum flóttafólks frá nágrannaríkinu en þúsundur Venesúelabúa hafa leitað tækifæra og öryggis í Brasilíu. Héraðsstjórnin í Roriama, í norðanverðum Amasón-regnskógunum, segja að um 800 flóttamenn leiti yfir landamærin á hverjum degi. Héraðið ráði ekki við þann fjölda og því hafi verið ákveðið að loka landamærunum, rétt á meðan verið er að „innleiða réttu skilyrðin“ fyrir móttöku þeirra - eins og það er orðað á vef breska ríkisútvarpsins. Landamærin verði þó áfram opin Brasilíumönnum sem og þeim Venesúelabúum sem halda aftur til síns heima. Lokunin hefur að sama skapi ekki áhrif á ríkisborgara annarra landa. Þúsundir Venesúelabúa hafa flúið heimaland sitt á síðustu árum sökum bágs efnahagsástands og eldfimra stjórnmálaátaka. Flestir hafa leitað til nágrannaríkjanna Kolumbíu og Brasilíu. Ætla má að ástandið komi til með að versna eftir misheppnað banatilræði um helgina, þegar reynt var að sprengja forsetann Nicolas Maduro í loft upp. Fyrrnefnt Roriama-hérað er eitt það fátækasta í Brasilíu. Venesúelabúarnir sem þangað flýja hírast flestir í fátækrahverfum og eiga vart til hnífs og skeiðar. Héraðstjórnin hefur lengi kallað eftir því að landamærunum verði lokað, en þau segja flóttamannastrauminn hafa sligað innviði héraðsins og hækkað glæpatíðnina. Brasilísk stjórnvöld hafa mótmælt lokun landamæranna og segjast áfram ætla að koma nágrönnum sínum til aðstoðar.
Brasilía Suður-Ameríka Venesúela Tengdar fréttir Sex handteknir í tengslum við tilræðið á hendur Maduro Sex hafa verið handteknir í tengslum við misheppnað morðtilræði á Nicolas Maduro, forseta Venesúela. Þetta segir innanríkisráðherra Venesúela, Nestor Reverol. 5. ágúst 2018 22:05 Öryggissveitir Venesúela hafi myrt hundruð á síðustu árum Öryggissveitir Venesúela hafa myrt hátt í fimm hundruð manns í lögregluaðgerðum þar sem fórnarlömb voru valin af handahófi undir yfirskyni baráttunnar gegn glæpum. 22. júní 2018 18:02 Sjálfskaparvíti Venesúela: Sósíalíska draumaríkið sem kollvarpaðist í martröð Morðtíðni er með því hæsta í heiminum, verðbólga er með því hæsta í heiminum og óöld ríkir. Hvað fór úrskeiðis? 10. júní 2016 09:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Sex handteknir í tengslum við tilræðið á hendur Maduro Sex hafa verið handteknir í tengslum við misheppnað morðtilræði á Nicolas Maduro, forseta Venesúela. Þetta segir innanríkisráðherra Venesúela, Nestor Reverol. 5. ágúst 2018 22:05
Öryggissveitir Venesúela hafi myrt hundruð á síðustu árum Öryggissveitir Venesúela hafa myrt hátt í fimm hundruð manns í lögregluaðgerðum þar sem fórnarlömb voru valin af handahófi undir yfirskyni baráttunnar gegn glæpum. 22. júní 2018 18:02
Sjálfskaparvíti Venesúela: Sósíalíska draumaríkið sem kollvarpaðist í martröð Morðtíðni er með því hæsta í heiminum, verðbólga er með því hæsta í heiminum og óöld ríkir. Hvað fór úrskeiðis? 10. júní 2016 09:15