Líkurnar á því að Bretar gangi úr Evrópusambandinu án þess að fyrir liggi samningur um hvað tekur við hafa aukist. Utanríkisráðherra Bretlands segir löndum sínum að búa sig undir að það gerist.
Bretar ætla að segja skilið við Evrópusambandið eftir mars á næsta ári. Hvorki hefur gengið né rekið hjá breskum stjórnvöldum að semja við fulltrúa sambandsins um hvernig samskiptum þeirra verður háttað eftir þann tíma.
„Allir verða að búa sig möguleikann á ringulreið með Brexit án samnings,“ sagði Jeremy Hunt, utanríkisráðherra Bretlands, við fréttamenn í Helsinki í dag, að sögn Reuters-fréttastofunnar.
Hættan á að enginn samningur náist hafi aukist undanfarið þó að enginn vilji að sú verði niðurstaðan. Hunt sagði að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins þyrfti að breyta afstöðu sinni til samningaviðræðnanna.
Ráðherra segir Bretum að búa sig undir Brexit án samnings

Tengdar fréttir

Bretar andsnúnir áformum May
Einungis sextán prósent Breta telja að Theresa May forsætisráðherra standi sig vel þegar kemur að komandi útgöngu ríkisins úr Evrópusambandinu.

Könnun sýnir stuðning við aðra Brexit-þjóðaratkvæðagreiðslu
Flestir svarendur í nýrri könnun vildi frekar vera áfram í ESB en að ganga úr sambandinu án samnings eða með samningi sem byggir á tillögu forsætisráðherrans.

Telur íhaldsmenn opna fyrir annarri Brexit-kosningu
Justine Greening, fyrrverandi menntamálaráðherra Bretlands í ríkisstjórn Theresu May, kallar eftir því að kosið verði aftur um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu

Yfirvofandi mjólkurvöruskortur í Bretlandi vegna Brexit
Mjólkurvörur gætu orðið munaðarvara í Bretlandi eftir útgönguna úr Evrópusambandinu samkvæmt nýrri skýrslu frá London School of Economics.