Tölvuleikjasamfélagið minnist fórnarlamba skotárásarinnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. ágúst 2018 12:00 Taylor Robertson og Eli Clayton létust í árásinni í Jacksonville í gær. Skjáskot/EA Sports Mennirnir tveir sem létust í skotárásinni í Jacksonville í gær voru tölvuleikjaspilarar að atvinnu. Þeir voru andstæðingar árásarmannsins í tölvuleiknum Madden og voru báðir á þrítugsaldri. Dagblaðið The Miami Herald nafngreindi fórnarlömbin í kjölfár árásarinnar sem gerð var á tölvuleikjamóti í afþreyingarmiðstöðinni Jackson Landing. Hinir látnu hétu Eli Clayton, 22 ára, og Taylor Robertson, 27 ára. Eins og áður segir voru þeir báðir tölvuleikjaspilarar að atvinnu og jafnframt keppendur á mótinu í gær.Sjá einnig: 337 látist í 290 skotárásum í Bandaríkjunum það sem af er ári Samkvæmt frétt Miami Herald var Robertson afar sigursæll spilari frá Vestur-Virginíu. Hann spilaði undir nafninu SpotMePlzzz og vann til að mynda sambærilegt Madden-mót í fyrra. Árásarmaðurinn, hinn 24 ára David Katz, vann mótið árið 2016, að því er kemur fram í frétt Reuters. Þá skilur Robertson eftir sig eiginkonu og börn. Clayton var frá Kaliforníu og spilaði undir nafninu Trueboy. Hans er minnst með mikilli hlýju. Lögregla í Jacksonville hefur enn ekki viljað tjá sig um ástæðu að baki árásinni. Fjölmiðlar vestanhafs hafa þó haldið því fram að Katz hafi reiðst eftir að hann tapaði í leik á mótinu og hafið skothríð. Hann framdi sjálfsvíg eftir árásina. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu fannst lík hans á sama stað og lík Clayton og Robertson. Hér að neðan má sjá myndband sem tekið er af Katz á Madden-móti. Í myndbandinu má heyra Katz lýst sem einrænum spilara sem ekki sé mættur á mótið til að eignast vini.Samfélag tölvuleikjaspilara er harmi slegið í kjölfar árásarinnar og hafa fjölmargir spilarar vottað fjölskyldum Clayton og Robertson samúð sína.To the families and friends of Taylor and Eli, the Madden and Gaming communities are with you guys forever for anything you need. Our hearts go out to you. Rest in peace SpotMeplzzz and TrueBoy pic.twitter.com/sQLbZCPIPU— cookieboy17 (@cookieboy1794) August 27, 2018 I'm only making one tweet and i just wanna say RIP to trueboy and spotme and my prayers go out to their families. I lost one of my best friends in madden in spotme, him and trueboy were two of the nicest people ever. Please pray for everyone effected by this shooting.— Gos (@gos_madden) August 26, 2018 Trueboy was so young...SpotMe had a wife and kids.. We spent years as a community building relationships on kindness and competitiveness. I'm sick right now...— Josh (@JoshTolliver) August 26, 2018 Mikil ringulreið skapaðist þegar Katz hóf skothríð á tölvuleikjamótinu í gær en því var streymt beint á netinu. Upphaf árásarinnar náðist á myndbandi sem var dreift víða á samfélagsmiðlum í gær. Þá hefur Bandaríkjaforseta Donald Trump verið gert viðvart um árásina og er hann meðvitaður um stöðu mála, að því er fram hefur komið í svari Hvíta hússins við fyrirspurnum fjölmiðla. Mannskæðar skotárásir hafa verið tíðar í Flórída síðustu ár. 49 létust í skotárás á skemmtistaðinn Pulse í Orlando árið 2016 og 17 létust í árásinni á Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólann í Parkland í febrúar síðastliðnum. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Heyra mátti upphaf skotárásarinnar í beinni útsendingu: „Allir voru grátandi og öskrandi“ Margir eru taldir látnir eftir skotárás á tölvuleikjamóti í Jacksonville í Flórída í Bandaríkjunum í kvöld. 26. ágúst 2018 19:45 Tala látinna staðfest og árásarmaðurinn nafngreindur Tveir létust og ellefu særðust í skotárás í borginni Jacksonville í Flórída í gær. Árásarmaðurinn framdi sjálfsvíg að lokinni árásinni. 27. ágúst 2018 07:56 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Mennirnir tveir sem létust í skotárásinni í Jacksonville í gær voru tölvuleikjaspilarar að atvinnu. Þeir voru andstæðingar árásarmannsins í tölvuleiknum Madden og voru báðir á þrítugsaldri. Dagblaðið The Miami Herald nafngreindi fórnarlömbin í kjölfár árásarinnar sem gerð var á tölvuleikjamóti í afþreyingarmiðstöðinni Jackson Landing. Hinir látnu hétu Eli Clayton, 22 ára, og Taylor Robertson, 27 ára. Eins og áður segir voru þeir báðir tölvuleikjaspilarar að atvinnu og jafnframt keppendur á mótinu í gær.Sjá einnig: 337 látist í 290 skotárásum í Bandaríkjunum það sem af er ári Samkvæmt frétt Miami Herald var Robertson afar sigursæll spilari frá Vestur-Virginíu. Hann spilaði undir nafninu SpotMePlzzz og vann til að mynda sambærilegt Madden-mót í fyrra. Árásarmaðurinn, hinn 24 ára David Katz, vann mótið árið 2016, að því er kemur fram í frétt Reuters. Þá skilur Robertson eftir sig eiginkonu og börn. Clayton var frá Kaliforníu og spilaði undir nafninu Trueboy. Hans er minnst með mikilli hlýju. Lögregla í Jacksonville hefur enn ekki viljað tjá sig um ástæðu að baki árásinni. Fjölmiðlar vestanhafs hafa þó haldið því fram að Katz hafi reiðst eftir að hann tapaði í leik á mótinu og hafið skothríð. Hann framdi sjálfsvíg eftir árásina. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu fannst lík hans á sama stað og lík Clayton og Robertson. Hér að neðan má sjá myndband sem tekið er af Katz á Madden-móti. Í myndbandinu má heyra Katz lýst sem einrænum spilara sem ekki sé mættur á mótið til að eignast vini.Samfélag tölvuleikjaspilara er harmi slegið í kjölfar árásarinnar og hafa fjölmargir spilarar vottað fjölskyldum Clayton og Robertson samúð sína.To the families and friends of Taylor and Eli, the Madden and Gaming communities are with you guys forever for anything you need. Our hearts go out to you. Rest in peace SpotMeplzzz and TrueBoy pic.twitter.com/sQLbZCPIPU— cookieboy17 (@cookieboy1794) August 27, 2018 I'm only making one tweet and i just wanna say RIP to trueboy and spotme and my prayers go out to their families. I lost one of my best friends in madden in spotme, him and trueboy were two of the nicest people ever. Please pray for everyone effected by this shooting.— Gos (@gos_madden) August 26, 2018 Trueboy was so young...SpotMe had a wife and kids.. We spent years as a community building relationships on kindness and competitiveness. I'm sick right now...— Josh (@JoshTolliver) August 26, 2018 Mikil ringulreið skapaðist þegar Katz hóf skothríð á tölvuleikjamótinu í gær en því var streymt beint á netinu. Upphaf árásarinnar náðist á myndbandi sem var dreift víða á samfélagsmiðlum í gær. Þá hefur Bandaríkjaforseta Donald Trump verið gert viðvart um árásina og er hann meðvitaður um stöðu mála, að því er fram hefur komið í svari Hvíta hússins við fyrirspurnum fjölmiðla. Mannskæðar skotárásir hafa verið tíðar í Flórída síðustu ár. 49 létust í skotárás á skemmtistaðinn Pulse í Orlando árið 2016 og 17 létust í árásinni á Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólann í Parkland í febrúar síðastliðnum.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Heyra mátti upphaf skotárásarinnar í beinni útsendingu: „Allir voru grátandi og öskrandi“ Margir eru taldir látnir eftir skotárás á tölvuleikjamóti í Jacksonville í Flórída í Bandaríkjunum í kvöld. 26. ágúst 2018 19:45 Tala látinna staðfest og árásarmaðurinn nafngreindur Tveir létust og ellefu særðust í skotárás í borginni Jacksonville í Flórída í gær. Árásarmaðurinn framdi sjálfsvíg að lokinni árásinni. 27. ágúst 2018 07:56 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Heyra mátti upphaf skotárásarinnar í beinni útsendingu: „Allir voru grátandi og öskrandi“ Margir eru taldir látnir eftir skotárás á tölvuleikjamóti í Jacksonville í Flórída í Bandaríkjunum í kvöld. 26. ágúst 2018 19:45
Tala látinna staðfest og árásarmaðurinn nafngreindur Tveir létust og ellefu særðust í skotárás í borginni Jacksonville í Flórída í gær. Árásarmaðurinn framdi sjálfsvíg að lokinni árásinni. 27. ágúst 2018 07:56