Hnífstungurásin sögð tryggja Bolsonaro brasilíska forsetastólinn Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 8. september 2018 09:00 Bolsonaro hvatti stuðningsmenn sína til dáða eftir að hann var stunginn í Ríó á fimmtudaginn. Hann þykir líklegur til afreka á kjördag. Fréttablaðið/AFP Brasilíski forsetaframbjóðandinn Jair Bolsonaro liggur enn þungt haldinn á spítala eftir að hafa orðið fyrir stunguárás á stuðningsfundi í Ríó á fimmtudaginn. Bolsonaro, sem nýtur mikillar hylli meðal brasilískra kjósenda, var fluttur með hraði undir læknishendur eftir að maður, sem lögregluyfirvöld lýsa sem andlega vanheilum, stakk hann í magann með stórum steikarhníf. „Árásarmaðurinn sagðist vera að framfylgja vilja guðs,“ sagði Luis Boudens, yfirmaður brasilísku alríkislögreglunnar. Bolsonaro gekkst undir skurðaðgerð og er ástand hans nú alvarlegt, en stöðugt, að sögn lækna í Ríó. Bolsonaro þarf að dvelja á spítalanum í að minnsta kosti viku. Brasilíumenn ganga til kosninga 7. október. Brasilískir fjölmiðlar greina frá því að morðtilræðið við Bolsonaro komi til með að hafa meiriháttar áhrif á kosningabaráttuna og endanleg úrslit kosninganna. Mikil reiði ríkir meðal kjósenda í Brasilíu sem eru orðnir langþreyttir á ítrekuðum fregnum af spillingu í æðstu röðum brasilísks samfélags. Bolsonaro hefur heitið því að taka hart á spillingu og glæpum með því að veita lögreglu víðtækari rannsóknarheimildir. Hann hefur mælst efstur í skoðanakönnunum undanfarið. Stuðningsmenn Bolsonaro telja margir að árásin á fimmtudaginn muni tryggja honum forsetaembættið. „Bolsonaro er nú orðinn píslarvottur,“ sagði Jonatan Valente, nemandi sem sótti vöku til stuðnings Bolsonaro í São Paulo, í samtali við fréttaveitu AP. Birtist í Fréttablaðinu Brasilía Tengdar fréttir Brasilískur forsetaframbjóðandi stunginn með hníf Myndband náðist af því þegar Jair Bolsonaro var stunginn þar sem stuðningsmenn hans báru hann í gegnum fjölmenni á götum Juiz de Fora. 6. september 2018 20:26 Kominn til meðvitundar eftir stunguárás á framboðsfundi Jair Bolsonaro, frambjóðandi öfgahægrimanna í brasilísku forsetakosningum sem fram fara eftir mánuð, var stunginn á framboðsfundi sem hann kom fram á í ríkinu Minas Gerais í gær. 7. september 2018 06:15 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar Sjá meira
Brasilíski forsetaframbjóðandinn Jair Bolsonaro liggur enn þungt haldinn á spítala eftir að hafa orðið fyrir stunguárás á stuðningsfundi í Ríó á fimmtudaginn. Bolsonaro, sem nýtur mikillar hylli meðal brasilískra kjósenda, var fluttur með hraði undir læknishendur eftir að maður, sem lögregluyfirvöld lýsa sem andlega vanheilum, stakk hann í magann með stórum steikarhníf. „Árásarmaðurinn sagðist vera að framfylgja vilja guðs,“ sagði Luis Boudens, yfirmaður brasilísku alríkislögreglunnar. Bolsonaro gekkst undir skurðaðgerð og er ástand hans nú alvarlegt, en stöðugt, að sögn lækna í Ríó. Bolsonaro þarf að dvelja á spítalanum í að minnsta kosti viku. Brasilíumenn ganga til kosninga 7. október. Brasilískir fjölmiðlar greina frá því að morðtilræðið við Bolsonaro komi til með að hafa meiriháttar áhrif á kosningabaráttuna og endanleg úrslit kosninganna. Mikil reiði ríkir meðal kjósenda í Brasilíu sem eru orðnir langþreyttir á ítrekuðum fregnum af spillingu í æðstu röðum brasilísks samfélags. Bolsonaro hefur heitið því að taka hart á spillingu og glæpum með því að veita lögreglu víðtækari rannsóknarheimildir. Hann hefur mælst efstur í skoðanakönnunum undanfarið. Stuðningsmenn Bolsonaro telja margir að árásin á fimmtudaginn muni tryggja honum forsetaembættið. „Bolsonaro er nú orðinn píslarvottur,“ sagði Jonatan Valente, nemandi sem sótti vöku til stuðnings Bolsonaro í São Paulo, í samtali við fréttaveitu AP.
Birtist í Fréttablaðinu Brasilía Tengdar fréttir Brasilískur forsetaframbjóðandi stunginn með hníf Myndband náðist af því þegar Jair Bolsonaro var stunginn þar sem stuðningsmenn hans báru hann í gegnum fjölmenni á götum Juiz de Fora. 6. september 2018 20:26 Kominn til meðvitundar eftir stunguárás á framboðsfundi Jair Bolsonaro, frambjóðandi öfgahægrimanna í brasilísku forsetakosningum sem fram fara eftir mánuð, var stunginn á framboðsfundi sem hann kom fram á í ríkinu Minas Gerais í gær. 7. september 2018 06:15 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar Sjá meira
Brasilískur forsetaframbjóðandi stunginn með hníf Myndband náðist af því þegar Jair Bolsonaro var stunginn þar sem stuðningsmenn hans báru hann í gegnum fjölmenni á götum Juiz de Fora. 6. september 2018 20:26
Kominn til meðvitundar eftir stunguárás á framboðsfundi Jair Bolsonaro, frambjóðandi öfgahægrimanna í brasilísku forsetakosningum sem fram fara eftir mánuð, var stunginn á framboðsfundi sem hann kom fram á í ríkinu Minas Gerais í gær. 7. september 2018 06:15