Meintir tilræðismenn sagðir tengjast rússneska varnarmálaráðuneytinu Kjartan Kjartansson skrifar 15. september 2018 18:52 Varnarmálaráðuneytið í Moskvu. Vísir/Getty Mennirnir tveir sem bresk stjórnvöld saka um að hafa reynt að ráða rússneskan fyrrverandi njósnari af dögum í mars hafa bein tengsl við rússneska varnarmálaráðuneytið. Þetta kemur fram í gögnum um mennina sem rannsóknarblaðamenn grófu upp. Vefsíðurnar Bellingcat, sem hefur rannsakað átökin í Sýrlandi, og The Insider, vefsíða rússneskra rannsóknarblaðamanna, birtu skjöl sem varða mennina tvo og ferð þeirra til Salisbury á Englandi. Þar eru þeir sakaðir um að hafa eitrað fyrir Sergei Skrípal, fyrrverandi njósnara, og dóttur hans Júlíu. Bresk stjórnvöld segja þá starfa fyrir rússnesku herleyniþjónustuna GRU. Á meðal gagna sem vörðuðu vegabréfsupplýsingar annars þeirra var símanúmer. Þegar breska blaðið The Observer hringdi í númerið var svarað á skiptiborði í varnarmálaráðuneyti Rússlands. Það vildi ekki ræða við blaðamenn eða veita neinar upplýsingar. Skjölin grafa einnig undan fullyrðingum mannanna í sjónvarpsviðtali í vikunni um að þeir hafi skipulagt ferðina til Englands fyrir löngu. Í þeim kemur fram að þeir hafi bókað flug með rússneska félaginu Aeroflot á síðustu stundu. Bresk stjórnvöld telja að Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hafi gefið skipun um tilræðið gegn Skrípal. Scotland Yard telur að nöfn mannanna tveggja sem bresk stjórnvöld hafa birt séu dulnefni. Rússneska ríkisstjórnin reyni að hylma yfir hverjir þeir eru raunverulega. Rússland Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir „Borgarar, ekki glæpamenn“: Pútín segir Rússa hafa borið kennsl á mennina sakaða um Skripal-eitrunina Vladimir Pútín, forseti Rússlands, segir að búið sé að bera kennsl á mennina sem Bretar hafa sakað um að eitra fyrir Sergei Skripal og dóttur hans Júlíu í mars. 12. september 2018 07:32 Öryggi fyrrverandi njósnara metið eftir tilræðið gegn Skrípal Bandaríska leyniþjónustan endurskoðaði öryggisráðstafanir fyrri uppljóstrara sem búa í Bandaríkjunum og hversu auðvelt væri fyrir rússnesk stjórnvöld að hafa uppi á þeim. 14. september 2018 07:48 Segir Rússana vera útsendara GRU Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir tvo rússneska aðila sem sakaðir eru um að hafa eitrað fyrir Sergei Skripal og dóttur hans Júlíu með taugaeitrinu Novichok í mars vera starfsmenn leyniþjónustu herafla Rússlands, 5. september 2018 12:34 Rússar skipulögðu tölvuárás á rannsóknarstöð tengda Novichok árásinni Yfirvöld Sviss segja tvo rússneska njósnara hafa skipulagt tölvuárás á svissneska rannsóknarstöð. 15. september 2018 11:59 Meintir tilræðismenn Skrípal segjast aðeins hafa verið ferðamenn í Salisbury Í viðtali við rússnesku RT-sjónvarpsstöðina sögðust tveir menn sem Bretar saka um að hafa reynt að drepa fyrrverandi njósnara aðeins hafa skoðað dómkirkjuna í enska bænum. 13. september 2018 10:35 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Mennirnir tveir sem bresk stjórnvöld saka um að hafa reynt að ráða rússneskan fyrrverandi njósnari af dögum í mars hafa bein tengsl við rússneska varnarmálaráðuneytið. Þetta kemur fram í gögnum um mennina sem rannsóknarblaðamenn grófu upp. Vefsíðurnar Bellingcat, sem hefur rannsakað átökin í Sýrlandi, og The Insider, vefsíða rússneskra rannsóknarblaðamanna, birtu skjöl sem varða mennina tvo og ferð þeirra til Salisbury á Englandi. Þar eru þeir sakaðir um að hafa eitrað fyrir Sergei Skrípal, fyrrverandi njósnara, og dóttur hans Júlíu. Bresk stjórnvöld segja þá starfa fyrir rússnesku herleyniþjónustuna GRU. Á meðal gagna sem vörðuðu vegabréfsupplýsingar annars þeirra var símanúmer. Þegar breska blaðið The Observer hringdi í númerið var svarað á skiptiborði í varnarmálaráðuneyti Rússlands. Það vildi ekki ræða við blaðamenn eða veita neinar upplýsingar. Skjölin grafa einnig undan fullyrðingum mannanna í sjónvarpsviðtali í vikunni um að þeir hafi skipulagt ferðina til Englands fyrir löngu. Í þeim kemur fram að þeir hafi bókað flug með rússneska félaginu Aeroflot á síðustu stundu. Bresk stjórnvöld telja að Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hafi gefið skipun um tilræðið gegn Skrípal. Scotland Yard telur að nöfn mannanna tveggja sem bresk stjórnvöld hafa birt séu dulnefni. Rússneska ríkisstjórnin reyni að hylma yfir hverjir þeir eru raunverulega.
Rússland Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir „Borgarar, ekki glæpamenn“: Pútín segir Rússa hafa borið kennsl á mennina sakaða um Skripal-eitrunina Vladimir Pútín, forseti Rússlands, segir að búið sé að bera kennsl á mennina sem Bretar hafa sakað um að eitra fyrir Sergei Skripal og dóttur hans Júlíu í mars. 12. september 2018 07:32 Öryggi fyrrverandi njósnara metið eftir tilræðið gegn Skrípal Bandaríska leyniþjónustan endurskoðaði öryggisráðstafanir fyrri uppljóstrara sem búa í Bandaríkjunum og hversu auðvelt væri fyrir rússnesk stjórnvöld að hafa uppi á þeim. 14. september 2018 07:48 Segir Rússana vera útsendara GRU Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir tvo rússneska aðila sem sakaðir eru um að hafa eitrað fyrir Sergei Skripal og dóttur hans Júlíu með taugaeitrinu Novichok í mars vera starfsmenn leyniþjónustu herafla Rússlands, 5. september 2018 12:34 Rússar skipulögðu tölvuárás á rannsóknarstöð tengda Novichok árásinni Yfirvöld Sviss segja tvo rússneska njósnara hafa skipulagt tölvuárás á svissneska rannsóknarstöð. 15. september 2018 11:59 Meintir tilræðismenn Skrípal segjast aðeins hafa verið ferðamenn í Salisbury Í viðtali við rússnesku RT-sjónvarpsstöðina sögðust tveir menn sem Bretar saka um að hafa reynt að drepa fyrrverandi njósnara aðeins hafa skoðað dómkirkjuna í enska bænum. 13. september 2018 10:35 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
„Borgarar, ekki glæpamenn“: Pútín segir Rússa hafa borið kennsl á mennina sakaða um Skripal-eitrunina Vladimir Pútín, forseti Rússlands, segir að búið sé að bera kennsl á mennina sem Bretar hafa sakað um að eitra fyrir Sergei Skripal og dóttur hans Júlíu í mars. 12. september 2018 07:32
Öryggi fyrrverandi njósnara metið eftir tilræðið gegn Skrípal Bandaríska leyniþjónustan endurskoðaði öryggisráðstafanir fyrri uppljóstrara sem búa í Bandaríkjunum og hversu auðvelt væri fyrir rússnesk stjórnvöld að hafa uppi á þeim. 14. september 2018 07:48
Segir Rússana vera útsendara GRU Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir tvo rússneska aðila sem sakaðir eru um að hafa eitrað fyrir Sergei Skripal og dóttur hans Júlíu með taugaeitrinu Novichok í mars vera starfsmenn leyniþjónustu herafla Rússlands, 5. september 2018 12:34
Rússar skipulögðu tölvuárás á rannsóknarstöð tengda Novichok árásinni Yfirvöld Sviss segja tvo rússneska njósnara hafa skipulagt tölvuárás á svissneska rannsóknarstöð. 15. september 2018 11:59
Meintir tilræðismenn Skrípal segjast aðeins hafa verið ferðamenn í Salisbury Í viðtali við rússnesku RT-sjónvarpsstöðina sögðust tveir menn sem Bretar saka um að hafa reynt að drepa fyrrverandi njósnara aðeins hafa skoðað dómkirkjuna í enska bænum. 13. september 2018 10:35