Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að neyðarástand ríki í Norður Karólínuríki vegna hitabeltisstormsins Flórens sem gengur þar yfir. Sjö hafa látið lífið og varað er við því að það versta er ekki yfirstaðið enn þá. Öll sjö dauðsföllin hafa orðið í Norður Karólínufylki.
Stærstu vindhviður Flórens eru nú um 80 kílómetrar á klukkustund en þær voru um 150 kílómetrar á klukkustund í gærkvöldi. Milljónir húsa eru án rafmagns í Karólínufylkjunum.
Sumir bæir hafa fengið sinn skerf af vatnsflaumi og er búist við því að vatnsborðið muni sum staðar hækka upp í einn metra.
Sjö látnir vegna Flórens

Tengdar fréttir

Í beinni: Flórens herjar á íbúa austurstrandar Bandaríkjanna
Búist er við því að ástandið muni versna verulega þegar líður á daginn, þó styrkur Flórens hafi verið lækkaður í fyrsta flokk.

Flórens nú flokkuð sem hitabeltisstormur
Að minnsta kosti fjórir eru látnir eftir að fellibylurinn Flórens gekk yfir austurströnd Bandaríkjanna fyrr í dag. Yfir 600.000 heimili eru án rafmagns og byggingar hafa hrunið til grunna.

Móðir og barn fyrstu fórnarlömb Flórens
Samtals hafa nú fjórir látist vegna fellibylsins Flórens sem gengur nú yfir austurströnd Bandaríkjanna.