Spá margra daga eymd vegna Florence Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 14. september 2018 07:00 Margir gista nú í neyðarskýlum. Þessi fjölskylda hélt til í Conway High School í Suður-Karólínu í gær. Vísir/AP Spá bandarísku fellibyljamiðstöðvarinnar (NHC) í gær gerði ráð fyrir því að fellibylurinn Florence gengi á land í sunnanverðri Norður-Karólínu klukkan átta í morgun að staðartíma, eða á hádegi að íslenskum tíma. Þá myndi stormurinn halda áfram í vestur þvert yfir Suður-Karólínu og svo þaðan í norðaustur. Meðalvindhraði var um 47 metrar á sekúndu í gær og var því spáð að hann yrði svipaður þegar stormurinn gengi á land. Hægst hefur nokkuð á vindi, stormurinn kominn niður á annað stig, en þrátt fyrir það telst hann enn lífshættulegur. Þegar stormurinn fikraði sig nær landi í gær gátu íbúar á strandlengju Karólínuríkjanna vel fundið fyrir honum. „Það er bara forleikurinn að margra daga eymd,“ sagði í umfjöllun CNN. Brock Long, stjórnandi almannavarnastofnunarinnar FEMA, sagði í gær að þótt vindhraði hefði minnkað væri stormurinn ekki hættuminni. Þvermál hans hefði tvöfaldast og þótt dregið hefði úr vindhraða hefði það ekki haft nein áhrif á úrkomuspána. „Úrkoma verður mæld í fetum, ekki tommum,“ varaði Long við. Stjórnandinn varaði íbúa, það er að segja þá sem ekki höfðu flúið þegar blaðamannafundurinn var haldinn, við því að flóð vegna stormsins gætu orðið gríðarleg. „Þið hafið ekki mikið meiri tíma. Sjávarborð fer hækkandi,“ sagði Long og benti á að fólk sem byggi nærri ám, fljótum og á láglendi væri í mestri hættu. Veðurfræðingar hafa spáð því að flóðvatn gæti náð fjögurra metra dýpi í Karólínuríkjunum. „Þetta snýst í rauninni um stærð stormsins. Því stærri sem stormurinn er og því hægar sem hann fer yfir, þeim mun meiri er hættan. Og sú er staðan akkúrat núna,“ sagði Ken Graham, æðsti stjórnandi NHC, í gær. Í gær héldu íbúar áfram að annaðhvort byrgja sig upp og inni fyrir storminn eða flýja. Fimm milljónir búa á svæðum þar sem fellibylsviðvörun er í gildi og álíka margir á svæðum þar sem stormviðvörun er í gildi. Það er deginum ljósara að afleiðingar hamfaranna verða alvarlegar ef spár reynast réttar. Fjölmargir gætu misst heimili sín og týnt lífi. Þá gætu áhrif á innviði orðið gríðarleg. Duke Energy, næststærsta orkufyrirtæki Bandaríkjanna, greindi frá því í gær að stormurinn gæti gert þrjár milljónir viðskiptavina rafmagnslausar vikum saman.Filippseyjar og Kína í hættu Fellibyljir gera nú vart við sig víðar en í Bandaríkjunum. Samkvæmt kínverska miðlinum Xinhuanet var 12.000 íbúum Guangdong-héraðs gert að flýja heimili sín í gær. Spár gerðu ráð fyrir því að fellibylurinn Barijat gengi á land í nótt. Fellibylurinn Mangkhut vofir svo yfir Filippseyjum, en sá er stærri en Florence. Í gær mældist hann á fimmta stigi og var vindhraðinn um áttatíu metrar á sekúndu. Spár gera ráð fyrir því að Mangkhut gangi á land á morgun á Luzoneyju, norðan við höfuðborgina Maníla. „Mangkhut er stærri, sterkari og hættulegri stormur en Florence. Ef hann gengur beint á land yrðu hamfarirnar mun meiri vegna umfangs stormsins,“ sagði veðurfræðingur CNN í gær en bætti því við að austurströnd Bandaríkjanna væri talsvert þéttbýlli og þar væru umfangsmeiri innviðir. „Þess vegna mun Florence nær örugglega valda meiri skaða, en Mangkhut er í eðli sínu lífshættulegri þar sem vindhraðinn verður meiri og á stærra svæði og flóð verða sömuleiðis meiri.“ Mangkhut hefur nú þegar vaðið yfir Gvam og Marshall-eyjar. Þar hefur stormurinn valdið miklum flóðum og rafmagnsleysi og var hluti Gvam enn án rafmagns í gær. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Veður Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira
Spá bandarísku fellibyljamiðstöðvarinnar (NHC) í gær gerði ráð fyrir því að fellibylurinn Florence gengi á land í sunnanverðri Norður-Karólínu klukkan átta í morgun að staðartíma, eða á hádegi að íslenskum tíma. Þá myndi stormurinn halda áfram í vestur þvert yfir Suður-Karólínu og svo þaðan í norðaustur. Meðalvindhraði var um 47 metrar á sekúndu í gær og var því spáð að hann yrði svipaður þegar stormurinn gengi á land. Hægst hefur nokkuð á vindi, stormurinn kominn niður á annað stig, en þrátt fyrir það telst hann enn lífshættulegur. Þegar stormurinn fikraði sig nær landi í gær gátu íbúar á strandlengju Karólínuríkjanna vel fundið fyrir honum. „Það er bara forleikurinn að margra daga eymd,“ sagði í umfjöllun CNN. Brock Long, stjórnandi almannavarnastofnunarinnar FEMA, sagði í gær að þótt vindhraði hefði minnkað væri stormurinn ekki hættuminni. Þvermál hans hefði tvöfaldast og þótt dregið hefði úr vindhraða hefði það ekki haft nein áhrif á úrkomuspána. „Úrkoma verður mæld í fetum, ekki tommum,“ varaði Long við. Stjórnandinn varaði íbúa, það er að segja þá sem ekki höfðu flúið þegar blaðamannafundurinn var haldinn, við því að flóð vegna stormsins gætu orðið gríðarleg. „Þið hafið ekki mikið meiri tíma. Sjávarborð fer hækkandi,“ sagði Long og benti á að fólk sem byggi nærri ám, fljótum og á láglendi væri í mestri hættu. Veðurfræðingar hafa spáð því að flóðvatn gæti náð fjögurra metra dýpi í Karólínuríkjunum. „Þetta snýst í rauninni um stærð stormsins. Því stærri sem stormurinn er og því hægar sem hann fer yfir, þeim mun meiri er hættan. Og sú er staðan akkúrat núna,“ sagði Ken Graham, æðsti stjórnandi NHC, í gær. Í gær héldu íbúar áfram að annaðhvort byrgja sig upp og inni fyrir storminn eða flýja. Fimm milljónir búa á svæðum þar sem fellibylsviðvörun er í gildi og álíka margir á svæðum þar sem stormviðvörun er í gildi. Það er deginum ljósara að afleiðingar hamfaranna verða alvarlegar ef spár reynast réttar. Fjölmargir gætu misst heimili sín og týnt lífi. Þá gætu áhrif á innviði orðið gríðarleg. Duke Energy, næststærsta orkufyrirtæki Bandaríkjanna, greindi frá því í gær að stormurinn gæti gert þrjár milljónir viðskiptavina rafmagnslausar vikum saman.Filippseyjar og Kína í hættu Fellibyljir gera nú vart við sig víðar en í Bandaríkjunum. Samkvæmt kínverska miðlinum Xinhuanet var 12.000 íbúum Guangdong-héraðs gert að flýja heimili sín í gær. Spár gerðu ráð fyrir því að fellibylurinn Barijat gengi á land í nótt. Fellibylurinn Mangkhut vofir svo yfir Filippseyjum, en sá er stærri en Florence. Í gær mældist hann á fimmta stigi og var vindhraðinn um áttatíu metrar á sekúndu. Spár gera ráð fyrir því að Mangkhut gangi á land á morgun á Luzoneyju, norðan við höfuðborgina Maníla. „Mangkhut er stærri, sterkari og hættulegri stormur en Florence. Ef hann gengur beint á land yrðu hamfarirnar mun meiri vegna umfangs stormsins,“ sagði veðurfræðingur CNN í gær en bætti því við að austurströnd Bandaríkjanna væri talsvert þéttbýlli og þar væru umfangsmeiri innviðir. „Þess vegna mun Florence nær örugglega valda meiri skaða, en Mangkhut er í eðli sínu lífshættulegri þar sem vindhraðinn verður meiri og á stærra svæði og flóð verða sömuleiðis meiri.“ Mangkhut hefur nú þegar vaðið yfir Gvam og Marshall-eyjar. Þar hefur stormurinn valdið miklum flóðum og rafmagnsleysi og var hluti Gvam enn án rafmagns í gær.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Veður Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira