Segir endurgreiðslur markvissari en lægri virðisaukaskattur á bækur Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 11. september 2018 15:00 Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, segir mikilvægast að markmiði um bætta aðstöðu bókaútgefenda og lægra verð á bókum sé náð. Mynd/Skjáskot Horfið hefur verið frá niðurfellingu virðisaukaskatts á bækur líkt og kveðið var á um í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Þetta kemur fram í fjárlagafrumvarpinu sem birt var í morgun. Þess í stað verður tekinn upp beinn stuðningur við bókaútgefendur í formi endurgreiðslu sem nemur fjórðungi á kostnaði við útgáfu bóka. Til stendur að styrkurinn verði tekinn upp næstkomandi áramót. Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins, sagði í samtali við Vísi í morgun að ljóst væri um stefnubreytingu væri að ræða en segist ætla að vera bjartsýnn á útfærslu endurgreiðslunnar. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir að aðalatriðið sé að ná markmiðum ríkisstjórnarinnar um bætt rekstrarumhverfi bókaútgefenda og lækkun bókaverðs. „Það sem við erum að gera er tímamótastuðningur við íslenska bókaútgáfu,“ segir Lilja. „Um er að ræða 25 prósent endurgreiðslu á beinum kostnaði við það að gefa út bók. Þannig að við erum að tala um að í fyrsta sinn er verið að veita hundruðum milljóna í að styðja við bókaútgáfu á Íslandi. Í raun má segja að þetta sé sigur bókarinnar sem er að koma hér fram. “ Lilja og Framsóknarflokkurinn lögðu mikið upp úr því fyrir Alþingiskosningar í fyrra að afnema ætti virðisaukaskatt á bækur. Loforðið rataði svo í stjórnarsáttmála líkt og fram hefur komið. Aðspurð hvers vegna viðsnúningur hefur orðið á þessu stefnumáli segir hún að niðurstaðan hafi verið sú að styrkur í formi endurgreiðslu hafi verið betri leið. „Aðferðin sem við erum að nota er markvissari og við erum að einblína fyrst og síðast á íslenska bókaútgáfu. Ég er mjög ánægð með þetta. Ég tel að það markmið sem við settum okkur sem ríkisstjórn að styrkja allt rekstrarumhverfi í tengslum við bókaútgáfu sé að takast núna í fyrsta sinn. Ég geri ráð fyrir því að við munum sjá lækkun á bókaverði vegna þessa.“ Í fjárlagafrumvarpinu kemur fram að lagt verði fram sérstakt frumvarp samhliða fjárlagafrumvarpinu þar sem útfærsla endurgreiðslunnar er útfærð. Þá kemur þar fram að gert sé ráð fyrir því að endurgreiðslurnar verði af sambærilegum toga og endurgreiðslur vegna hljóritunar og kvikmyndagerðar. Ennfremur næstuðningurinn einungis til bókaútgáfu á íslensku. Stj.mál Tengdar fréttir Lilja Alfreðs og Framsókn slá í gegn meðal bókafólks Menningargeirinn í skýjunum með fyrirhugað frumvarp Lilju um afnám virðisaukaskatts á bækur. 14. september 2017 12:53 Bókafólk með hjartað í buxunum Óvænt stefnubreyting ríkisstjórnarinnar í virðisaukaskattsmálum. 11. september 2018 10:09 Bókafólk fagnar innilega nýjum stjórnarsáttmála Mikill fögnuður meðal menningarinnar manna vegna afnáms virðisaukaskatts á bækur. 30. nóvember 2017 13:09 Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira
Horfið hefur verið frá niðurfellingu virðisaukaskatts á bækur líkt og kveðið var á um í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Þetta kemur fram í fjárlagafrumvarpinu sem birt var í morgun. Þess í stað verður tekinn upp beinn stuðningur við bókaútgefendur í formi endurgreiðslu sem nemur fjórðungi á kostnaði við útgáfu bóka. Til stendur að styrkurinn verði tekinn upp næstkomandi áramót. Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins, sagði í samtali við Vísi í morgun að ljóst væri um stefnubreytingu væri að ræða en segist ætla að vera bjartsýnn á útfærslu endurgreiðslunnar. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir að aðalatriðið sé að ná markmiðum ríkisstjórnarinnar um bætt rekstrarumhverfi bókaútgefenda og lækkun bókaverðs. „Það sem við erum að gera er tímamótastuðningur við íslenska bókaútgáfu,“ segir Lilja. „Um er að ræða 25 prósent endurgreiðslu á beinum kostnaði við það að gefa út bók. Þannig að við erum að tala um að í fyrsta sinn er verið að veita hundruðum milljóna í að styðja við bókaútgáfu á Íslandi. Í raun má segja að þetta sé sigur bókarinnar sem er að koma hér fram. “ Lilja og Framsóknarflokkurinn lögðu mikið upp úr því fyrir Alþingiskosningar í fyrra að afnema ætti virðisaukaskatt á bækur. Loforðið rataði svo í stjórnarsáttmála líkt og fram hefur komið. Aðspurð hvers vegna viðsnúningur hefur orðið á þessu stefnumáli segir hún að niðurstaðan hafi verið sú að styrkur í formi endurgreiðslu hafi verið betri leið. „Aðferðin sem við erum að nota er markvissari og við erum að einblína fyrst og síðast á íslenska bókaútgáfu. Ég er mjög ánægð með þetta. Ég tel að það markmið sem við settum okkur sem ríkisstjórn að styrkja allt rekstrarumhverfi í tengslum við bókaútgáfu sé að takast núna í fyrsta sinn. Ég geri ráð fyrir því að við munum sjá lækkun á bókaverði vegna þessa.“ Í fjárlagafrumvarpinu kemur fram að lagt verði fram sérstakt frumvarp samhliða fjárlagafrumvarpinu þar sem útfærsla endurgreiðslunnar er útfærð. Þá kemur þar fram að gert sé ráð fyrir því að endurgreiðslurnar verði af sambærilegum toga og endurgreiðslur vegna hljóritunar og kvikmyndagerðar. Ennfremur næstuðningurinn einungis til bókaútgáfu á íslensku.
Stj.mál Tengdar fréttir Lilja Alfreðs og Framsókn slá í gegn meðal bókafólks Menningargeirinn í skýjunum með fyrirhugað frumvarp Lilju um afnám virðisaukaskatts á bækur. 14. september 2017 12:53 Bókafólk með hjartað í buxunum Óvænt stefnubreyting ríkisstjórnarinnar í virðisaukaskattsmálum. 11. september 2018 10:09 Bókafólk fagnar innilega nýjum stjórnarsáttmála Mikill fögnuður meðal menningarinnar manna vegna afnáms virðisaukaskatts á bækur. 30. nóvember 2017 13:09 Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira
Lilja Alfreðs og Framsókn slá í gegn meðal bókafólks Menningargeirinn í skýjunum með fyrirhugað frumvarp Lilju um afnám virðisaukaskatts á bækur. 14. september 2017 12:53
Bókafólk með hjartað í buxunum Óvænt stefnubreyting ríkisstjórnarinnar í virðisaukaskattsmálum. 11. september 2018 10:09
Bókafólk fagnar innilega nýjum stjórnarsáttmála Mikill fögnuður meðal menningarinnar manna vegna afnáms virðisaukaskatts á bækur. 30. nóvember 2017 13:09