Samfylkingin vill umbyltingu í þágu barna Birgir Olgeirsson skrifar 27. september 2018 11:02 Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. vísir/stefán Samfylkingin hefur lagt fram tillögu til þingsályktunar um að fela ríkisstjórninni að gera tímasetta og fjármagnaða aðgerðaáætlun fyrir árin 2019– 2022, til að styrkja stöðu barna, ungmenna og fjölskyldna þeirra hér á landi. Fjörutíu og níu aðgerðir eru lagðar fram sem ætlað er að styrkja stöðu barna. Aðgerðirnar byggjast meðal annars á rétti barna eins og hann er skilgreindur í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og lögð er til samræming og eftirfylgni aðgerða í þágu barna og barnafjölskyldna. Áhersla er lögð á forvarnir, varnir gegn heimilisofbeldi og kynferðisbrotum og á bætta stöðu barna innflytjenda, barna með þroskafrávik og langveikra barna. Á samt því að lögð er áhersla á fjölskylduvænni vinnumarkað, 12 mánaða fæðingarorlof, styttri vinnuviku, lengra fæðingaorlof og betri barnabætur. „Við viljum með tillögunni setja málefni barna í forgang og skilja ekkert þeirra útundan. Við teljum mjög aðkallandi að gera tímasetta og fjármagnaða áætlun til að bæta hag og líðan barna hér á landi,“ er haft eftir Oddnýju G. Harðardóttur, þingmanni Samfylkingarinnar, sem er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Vill Samfylkingin að mótaðar verði tillögur á samráðsvettvangi ríkisins, aðila vinnumarkaðarins og sveitarfélaga til að samræma vinnu og fjölskylduábyrgð og þjónustu við barnafjölskyldur. Gert er ráð fyrir að tillögurnar varði meðal annars styttri og sveigjanlegri vinnutíma og hvernig tryggja megi að foreldrar geti betur sinnt börnum sínum vegna veikinda þeirra eða fötlunar. Meginatriði aðgerðaáætlunarinnar eru eftirfarandi:Flutt verði frumvarp um lengingu fæðingarorlofs í tólf mánuði.Afkoma barnafjölskyldna verði bætt, meðal annars með því að hækka barnabætur og sjá til þess að fleiri fjölskyldur fái barnabætur, nemendur í framhaldsskólum fái stuðning til kaupa á námsgögnum og niðurgreiddan hádegismat og að aðgengi allra barna og ungmenna að íþróttum og félagsstarfi verði bætt, ekki síst þeirra er búa við veikan fjárhag. Umgengnisforeldrum verði tryggður stuðningur til framfærslu og umgengni við börn sín.Sérstaklega verði hugað að stuðningi við börn innflytjenda í skólakerfinu og í heilbrigðiskerfinu.Aukinn verði stuðningur við langveik börn og börn með hegðunarvandamál, geðraskanir og þroskafrávik.Þegar í stað verði gripið til aðgerða til að vinna á biðlistum barna og ungmenna sem bíða eftir greiningu hjá barna- og unglingageðdeild Landspítala – háskólasjúkrahúss og Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins.Fjölbreytni í meðferðarúrræðum fyrir börn með hegðunar- og vímuefnavanda verða aukin.Unnið verði að því að foreldrum standi til boða uppeldisráðgjöf og þjálfun í foreldrafærni óháð búsetu.Áhersla verði lögð á víðtækar forvarnir, svo sem heilsueflingu barna og ungmenna í samfélaginu, meðal annars með því að auka hreyfingu og bæta næringu og fæðuval barna og ungmenna.Forvarnastarf gegn hverskyns ofbeldi og vanrækslu verði eflt og stuðningur jafnframt aukinn við fjölskyldur ungmenna sem eiga í vanda vegna vímuefnaneyslu. Alþingi Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Sjá meira
Samfylkingin hefur lagt fram tillögu til þingsályktunar um að fela ríkisstjórninni að gera tímasetta og fjármagnaða aðgerðaáætlun fyrir árin 2019– 2022, til að styrkja stöðu barna, ungmenna og fjölskyldna þeirra hér á landi. Fjörutíu og níu aðgerðir eru lagðar fram sem ætlað er að styrkja stöðu barna. Aðgerðirnar byggjast meðal annars á rétti barna eins og hann er skilgreindur í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og lögð er til samræming og eftirfylgni aðgerða í þágu barna og barnafjölskyldna. Áhersla er lögð á forvarnir, varnir gegn heimilisofbeldi og kynferðisbrotum og á bætta stöðu barna innflytjenda, barna með þroskafrávik og langveikra barna. Á samt því að lögð er áhersla á fjölskylduvænni vinnumarkað, 12 mánaða fæðingarorlof, styttri vinnuviku, lengra fæðingaorlof og betri barnabætur. „Við viljum með tillögunni setja málefni barna í forgang og skilja ekkert þeirra útundan. Við teljum mjög aðkallandi að gera tímasetta og fjármagnaða áætlun til að bæta hag og líðan barna hér á landi,“ er haft eftir Oddnýju G. Harðardóttur, þingmanni Samfylkingarinnar, sem er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Vill Samfylkingin að mótaðar verði tillögur á samráðsvettvangi ríkisins, aðila vinnumarkaðarins og sveitarfélaga til að samræma vinnu og fjölskylduábyrgð og þjónustu við barnafjölskyldur. Gert er ráð fyrir að tillögurnar varði meðal annars styttri og sveigjanlegri vinnutíma og hvernig tryggja megi að foreldrar geti betur sinnt börnum sínum vegna veikinda þeirra eða fötlunar. Meginatriði aðgerðaáætlunarinnar eru eftirfarandi:Flutt verði frumvarp um lengingu fæðingarorlofs í tólf mánuði.Afkoma barnafjölskyldna verði bætt, meðal annars með því að hækka barnabætur og sjá til þess að fleiri fjölskyldur fái barnabætur, nemendur í framhaldsskólum fái stuðning til kaupa á námsgögnum og niðurgreiddan hádegismat og að aðgengi allra barna og ungmenna að íþróttum og félagsstarfi verði bætt, ekki síst þeirra er búa við veikan fjárhag. Umgengnisforeldrum verði tryggður stuðningur til framfærslu og umgengni við börn sín.Sérstaklega verði hugað að stuðningi við börn innflytjenda í skólakerfinu og í heilbrigðiskerfinu.Aukinn verði stuðningur við langveik börn og börn með hegðunarvandamál, geðraskanir og þroskafrávik.Þegar í stað verði gripið til aðgerða til að vinna á biðlistum barna og ungmenna sem bíða eftir greiningu hjá barna- og unglingageðdeild Landspítala – háskólasjúkrahúss og Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins.Fjölbreytni í meðferðarúrræðum fyrir börn með hegðunar- og vímuefnavanda verða aukin.Unnið verði að því að foreldrum standi til boða uppeldisráðgjöf og þjálfun í foreldrafærni óháð búsetu.Áhersla verði lögð á víðtækar forvarnir, svo sem heilsueflingu barna og ungmenna í samfélaginu, meðal annars með því að auka hreyfingu og bæta næringu og fæðuval barna og ungmenna.Forvarnastarf gegn hverskyns ofbeldi og vanrækslu verði eflt og stuðningur jafnframt aukinn við fjölskyldur ungmenna sem eiga í vanda vegna vímuefnaneyslu.
Alþingi Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Sjá meira