Íslamistar hóta „hræðilegum afleiðingum“ ef kristin kona verður náðuð Kjartan Kjartansson skrifar 8. október 2018 08:45 Mótmælendur krefjast þess að Asia Bibi verði hengd. Vísir/EPA Pakistanskir íslamistar hafa hótað því að afleiðingarnar verði „hræðilegar“ ef kristinni konu sem dæmd var til dauða fyrir guðlast verður sýnd miskunn. Áfrýjun konunnar á dómnum verður tekin fyrir í hæstarétti landsins í dag. Asia Bibi er fjögurra barna móðir sem var dæmd til dauða fyrir að hafa talað illa um íslam eftir ströngum guðlastslögum Pakistan árið 2010. Áfrýjun hennar til hæstaréttar er hennar síðasta. Mál Bibi hefur vakið mikla athygli bæði innan og utan Pakistan. Tveir stjórnmálamenn sem reyndu að aðstoða hana voru myrtir, þar á meðal Salman Taseer, ríkisstjóri Punjab. Tehreek-e-Labaik Pakistan-flokkurinn, flokkur harðlínuíslamista, hefur gert guðlast að einu helsta baráttumáli sínu. Flokkurinn hefur meðal annars lofsamað lífvörð Taseer sem myrti hann. Í yfirlýsingu hefur flokkurinn í hótunum um hvað gerist af hæstiréttur sýnir Bibi einhverja „tilslökun eða mildi“. „Ef það verður einhver tilraun til að færa hana í hendur erlends ríkis verða afleiðingarnar hræðilegar,“ segir í yfirlýsingu flokksins að sögn Reuters-fréttastofunnar. Guðlast er mikið hitamál í Pakistan, svo mikið að nær ómögulegt er fyrir þá sem eru sakaðir um það að verja sig. Tugir manna sem sakaðir hafa verið um guðlast hafa verið drepnir án dóms eða laga af æstum múg. Bibi hefur alltaf neitað ásökununum um guðlast. Hún var sökuð um að hafa lastað íslam þegar nágrannar hennar mótmæltu því að hún drykki úr glasi þeirra vegna þess að hún væri ekki múslimi. Lögmenn Bibi segja að hún hafi átt í ágreiningi við nágranna og að þeir hafi orðið margsaga um atvik mála. Pakistan Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Einu verslun Þingeyringa lokað Innlent Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Sjá meira
Pakistanskir íslamistar hafa hótað því að afleiðingarnar verði „hræðilegar“ ef kristinni konu sem dæmd var til dauða fyrir guðlast verður sýnd miskunn. Áfrýjun konunnar á dómnum verður tekin fyrir í hæstarétti landsins í dag. Asia Bibi er fjögurra barna móðir sem var dæmd til dauða fyrir að hafa talað illa um íslam eftir ströngum guðlastslögum Pakistan árið 2010. Áfrýjun hennar til hæstaréttar er hennar síðasta. Mál Bibi hefur vakið mikla athygli bæði innan og utan Pakistan. Tveir stjórnmálamenn sem reyndu að aðstoða hana voru myrtir, þar á meðal Salman Taseer, ríkisstjóri Punjab. Tehreek-e-Labaik Pakistan-flokkurinn, flokkur harðlínuíslamista, hefur gert guðlast að einu helsta baráttumáli sínu. Flokkurinn hefur meðal annars lofsamað lífvörð Taseer sem myrti hann. Í yfirlýsingu hefur flokkurinn í hótunum um hvað gerist af hæstiréttur sýnir Bibi einhverja „tilslökun eða mildi“. „Ef það verður einhver tilraun til að færa hana í hendur erlends ríkis verða afleiðingarnar hræðilegar,“ segir í yfirlýsingu flokksins að sögn Reuters-fréttastofunnar. Guðlast er mikið hitamál í Pakistan, svo mikið að nær ómögulegt er fyrir þá sem eru sakaðir um það að verja sig. Tugir manna sem sakaðir hafa verið um guðlast hafa verið drepnir án dóms eða laga af æstum múg. Bibi hefur alltaf neitað ásökununum um guðlast. Hún var sökuð um að hafa lastað íslam þegar nágrannar hennar mótmæltu því að hún drykki úr glasi þeirra vegna þess að hún væri ekki múslimi. Lögmenn Bibi segja að hún hafi átt í ágreiningi við nágranna og að þeir hafi orðið margsaga um atvik mála.
Pakistan Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Einu verslun Þingeyringa lokað Innlent Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent